„Um ræktun túngrasa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ingibjorg (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ingibjorg (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 24:
----
 
[[Mynd:Meiri_heyskapur.JPG |left|150 px]]Það er háð þeim grastegundum sem eru ríkjandi í túninu hvenær best er að slá. Vallarfoxgras, sem mest er af á nýræktuðum túnum nær sláttuþroska talsvert seinna en hinar tegundirnar. Þessi tún ættu því helst að bíða, en eldri tún með öðrum grastegundum ættu að ganga fyrir ef nást á úrvalshey. Hins vegar er það þannig að ef eldri tún eru slegin um skrið fæst ekki mjög mikil uppskera. Þann mun má hins vegar jafna með því að slá aftur seinna um sumarið.
 
Grundvöllur góðra heyja er gott og næringarríkt gras, slegið á réttum tíma. Til að fá næringarríkt hey þarf jarðvegurinn að vera mjög frjósamur. Það þarf að vera vel borið á svo nóg verði af næringarefnum í grasinu. Til að tryggja öll nauðsynleg næringarefni er gott að bera búfjáráburð á hvert tún með nokkurra ára millibili.