„Jurtalitun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Salvor (spjall | framlög)
Lína 9:
Það var algengast að lita úr sortu sem var tekin úr forarmýrum, oftast var 1 - 2 álna djúpt niður á sortulagið.
 
=== Sortulitun hversdagsfata ===
Fyrst var tekið sortulyng, það skorið og látið standa í vatni í eina til tvær vikur þangað til lögurinn var orðinn sterkur. Þá var vaðmál sem átti að lita sett í pott og sortulyngslögurinn yfir. Þetta var soðið í 6 til 8 klukkustundir. Lyng var sett undir í pottinn svo vaðmálið brynni ekki við. Vaðmálið varð mósvart að lit.
 
=== Sortulitun sparifata ===
Sorta var hrærð út í vatni, látin setjast til og því þunna hellt af. Þessari leðju var svo atað um mósvart vaðmál, það vafið upp og leginum af sortunni hellt yfir og vænn smérbiti látinn í pottinn til að varna því að vaðmálið brynni. Þetta var soðið í 12 klukkustundir.
 
Stundum var litað undir sortu úr bláberjalegi
 
 
== Blátt ==