„Upplýsingatækni/Að nota Open office ritvinnsla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Svala (spjall | framlög)
Svala (spjall | framlög)
Lína 27:
== Að vinna með skjal ==
 
Undir valmyndinni Edit í valmyndalínunni efst eru ýmsar breytingaskiptanir, eins og fyrir aðgerðirnar að klippa (cut) og líma (paste) texta, þar sem hægt er að velja texta með músinni og færa hann til í skjalinu eða taka hann út. Valmyndin View býður upp á ýmsa möguleika til að skoða skjalið og þar er einnig hægt að velja hvaða stikur (tool bars) eru sjáanlegar í skjalinu. Algengustu stikurnar eru Standard og Formatting. Undir valmyndinni Insert er hægt að setja inn síðuskil með því að velja Insert - Manual Break og síðan Page Break.
 
Valmyndin Format býður upp á ýmsa möguleika til að breyta textanum og uppsetningu skjalsins. Til dæmis er hægt að breyta leturgerð og stærð með því að fara í Format - Character, en þessum atriðum er einnig hægt að breyta á stikunni efst í skjalinu sjálfu, ef valið er að vera með Formatting stikuna sjáanlega. Þá er hægt að velja línubil og fleiri atriði varðandi uppsetningu í Format - Paragraph. Einnig er hægt að setja inn númeralista og hnappalista (bullets), búa til dálka (columns) og færa til hluti í skjalinu. Valmyndin Table býður upp á að settar séu töflur inn í skjalið og unnið með þær. Í valmyndinni er hægt að merkja textann ákveðnu tungumáli, telja orð í skjalinu og fleira. Síðan er valmyndin Window til þess að búa til nýjan glugga og valmyndin Help vísar í hjálparglugga á ensku, þar sem hægt er að leita svara varðandi forritið.
 
Á stikunni efst í skjalinu má velja leturgerð, stærð leturs, feitletra, velja skáletur, undirstrika og velja textanum stað á síðunni.