„Upplýsingatækni/Að nota StudyMate“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Mariaerla (spjall | framlög)
Mariaerla (spjall | framlög)
Lína 2:
StudyMate er rafrænt kennslutæki sem er auðvelt í notkun fyrir kennara til þess að útbúa gagnvirk próf, þrautir, kannanir og fleira á hreyfimyndaformi fyrir nemendur.
 
== Hvers vegna að nota StudyMate ? ==
Með StudyMate er mögulegt að búa til eftirfarandi gerðir af viðfangsefnum: staðreyndaspjöld, hreyfimyndaspjöld, eyðu-fyllingar, samstæður, orðasafn, krossgátur, gátur og þrautir og fleira. Hægt er að velja viðmót á sex mismunandi tungumálum (hollensku, ensku, finnsku, frönsku, þýsku og spænsku).
StudyMate flytur út viðfangsefnin og leiki á hreyfimyndasniðmáti og getur flutt þau beint út í rafræn námskerfi eins og Angel,
Blackboard, eCollege, WebCT, WebCTVista. StudyMate getur einnig flutt út í SCROM 1.2 samhæfða námshluta sem hægt er að hlaða yfir til annarra rafrænna námskerfa og jafnvel á vefsíður. Það er einnig hægt að vista StudyMate viðfangsefni á harða diskinn eða DVD. Að auki býður StudyMate uppá að flytja út spurningarnar og hlutina sjálfa án hreyfimyndasniðmáts yfir í forrit eins og Microsoft Word.
StudyMate ritþór býður uppá þrjú undirstöðu sniðmát til þess að slá inn spurningar og texta fyrir viðfangsefnið. Hvert sniðmát getur myndað fjölbreytt viðfangsefni sem byggt er á þeim upplýsingum sem skráðar eru inn.
 
* Ekkert svar – Staðreynd, setning eða spurning sem ekki hefur tengt svar.
* Eitt svar – spurning eða skilgreining sem hefur ákveðið svar eða hugtak.