„Upplýsingatækni/Að nota Gimp“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Flekkur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Steiniey (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 33:
Nemendur geta hinsvegar nýtt þetta þegar verið er að vinna með verkefni og gerð krafa um að hafa hluta af efninu sé myndrænt. T.d. ef fjallað er um rósir og liti þeirra, þá er hugsanlega hægt að skeyta saman fjórum myndum í eina sem sýna smá flóru. Eða setja skýringartexta eða höfundarrétt nemanda.
 
== Viðmót forritsins ==
 
Myndvinnsluforritið Gimp er mjög öflugt tól sem hentar vel í alla myndvinnslu. Forritið vinnur fyrst og fremst með pixla eða bitmapmyndir en hægt er að nota það til fjölda annarra verka.Forritið nýtist helst í að vinna með stafrænar ljósmyndir, til að gera stafræna list eða t.d. til að gera sitt eigð “logo”. Þó svo að Gimp vinni aðallega með bitmapmyndir þá ræður það við vektormyndir líka. Til þess þarf að hala niður viðbót sem heitir GFIG og Path tólið.
Viðmótið í Gimp er svipað og í öðrum myndvinnsluforritum eins og t.d. Photoshop og því ætti að vera auðvelt fyrir þá sem hafa reynslu af Photoshop að byrja að nota GIMP.
[http://www.gimp.org/screenshots/ Hér má sjá skjámyndir af hvernig GIMP lítur út.]
 
Skipta má forritinu upp í þrjá hluta.
* '''Myndaglugginn''' (Image window) - Fyrst er það myndaglugginn, en þar birtast þær myndir sem opnaðar eru í forritinu. Þar er einnig að finna fellivalmyndir sem eru flýtivalmyndir í flestar aðgerðir í forritinu.<br />
 
* '''Tólakassinn''' (Toolbox) – Í tólakassanum er að finna öll helstu tól og tæki sem þarf að nota í forritinu. Þar eru t.d. tól sem notuð eru til að velja svæði á mynd, klippa eða skera mynd til, teikna eða setja inn texta. Ef músahnappurinn er látinn dvelja fyrir ofan eitthvað tól þá birtist útskýring á tólinu og svo hvaða flýthnappur á hnappaborðinu kallar á viðkomandi tól.<br />
 
* '''Gluggapallettan''' (Dialogs submenu) – Gluggapallettan er í rauninni safn af mörgum palletum en þær helstu eru lagapallettan, afturkallannapallettan, og litarásapallettan.<br />
 
==Litarásir==
Gimp 2.6.xx skilur þrjár gerðir litahama: RGB litaham (Rauður, grænn og blár), gráskala og svo index litarham. Í GIMP er sjálgefið að myndir opnist í RGB litahaminum. Í RGB litahaminum eru þrjár rásir, einn fyrir hvern lit, og er þessum þremur litum svo blandað saman til þess að mynda aðra liti og gulan,cyan og magneta. Hver rás hefur gildi frá 0-255 og allar rásirnar eru með gildið 0 þá fáum við hvítan en ef allar rásirnar eru með gildið 255 þá fáum við svartan.<br />
[http://commons.wikimedia.org/wiki/File:AdditiveColor.svg Sjá skýringarmynd]
 
==Að gera mynd svarthvíta==
 
Eins og með svo margt annað í eru margar leiðir til þess að gera sama hlutinn í GIMP. Til dæmis eru nokkrar leiðir til þess að gera mynd svarthvíta. Við ætlum að skoða eina af þessum leiðum og gera mynd svarthvíta með Channel Mixer (Rásablandaranum).
* Við þurfum að byrja á því að opna mynd með því að fara í ''File'' - ''Open''. <br />
* Það sem er best að gera fyrst er að gera afrit af grunnlaginu með því að smella á ''Create duplicate'' á lagapalletunni.<br />
* Þá er komið nýtt lag sem við munum vinna á. Með þessu móti munum við ekki skemma upphaflega lagið á myndinni.<br />
* Því næst ætlum við að fara í gera myndina svarthvíta. Smellt er á ''Colors – Components – Channel Mixer.''<br />
* Veldu ''Components''.* Veldu þar ''Channel Mixer''.<br />
* Nú opnast Channel Mixer glugginn. Þarna er hægt að stilla hverja litarás fyrir sig og þannig eiga við litasamsetninguna. <br />
* Smelltu á ''Monochrome''. * Taktu eftir að í ''Preview'' glugganum að myndin er orðin svarthvít. <br />
* Staðfestu valið með því að smella á ''OK''.<br />
Nú er myndin orðin svarthvít. Hægt er að vinna frekar með litina á þessu stigi. Hægt er t.d. að auka contrastinn eða lýsa eða dekkja myndina eftir þörfum.Myndin er á sér lagi og því eigum við alltaf afrit af upphaflegu litmyndinni.
 
== Fleiri notkunarmöguleikar ==