„Upplýsingatækni/Google wave“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 15:
 
http://www.google.com/accounts
 
 
Þú þarft síðan að fá boð (invite) frá einhverjum sem á boð inni frá Google Wave til að bjóða þér að verða meðlimur. Það er sent til þín í tölvupósti.
Lína 29 ⟶ 28:
 
http://www.youtube.com/watch?v=p6pgxLaDdQw&NR=1
 
'''Að bæta við tengliðum (Add a contact)'''
 
Þú ferð inn á Google Wave reikninginn þinn, niður í vinstra hornið þar sem stendur CONTACTS, ýtir á + merkið og skrifar niður Gmail þess sem þú vilt bæta við tengiliði þína. Þegar þú hefur fundið hann ýtir þú á hnappinn sem kemur neðst í leitarhólfinu og viðurkennir þannig nýjasta tengiliðinn þinn á Google Wave.
 
'''Að byrja nýja bylgju (Start a new wave)'''
 
Þú ferð efst upp í vinstra hornið, finnur lítinn takka sem stendur á NEW WAVE, ýtir á hann og þá poppar upp nýr gluggi hægra megin á skjánum. Efst upp í glugganum hægra megin getur þú svo bætt við tengiliðum sem þú vilt að séu með í samtalinu eða verkefninu. Þú ýtir á þá tengiliði sem við á og þá eru þeir orðnir hluti af samtalinu eða verkefninu. Hægra megin á skjánum sérðu svo allt samtalið, bæði á meðan þú ert beinlínutengdur eða þegar þú tengir þig aftur inn eftir að hafa verið fjarverandi.
 
'''Hvert getur maður leitað ef í vandræðum?'''
 
Það er hægt að finna leiðbeiningar í sambandi við nánast allt varðandi Google Wave á:
 
http://www.youtube.com
 
Þegar þú kemur inn á Youtube síðuna, sérðu efst reit sem stendur á SEARCH. Þú ýtir á tóma reitinn við hliðina á því þar sem stendur search og skrifar inn það sem þú átt í vandræðum með. T.d:
 
Google Wave – Add a contact og ýtir svo á enter
 
eða:
 
Google Wave - google wave how to invite
 
''Bara muna að skrifa alltaf Google Wave á undan, sem og að skrifa allt á ensku.''
 
'''Notkunarmöguleikar í námi og kennslu'''
 
Google Wave er frábært forrit fyrir nemendur til að vinna verkefni saman í gegnum tölvuna. Þetta forrit er að vissu leyti bylting í því. Það hefur verið hægt að nota MSN, Skype og fleiri samskiptaforrit á netinu til þess að vinna verkefni en Google Wave sameinar helstu kosti þessara forrita til að vinna verkefni saman. Það er bæði hægt að vera á sama tíma allir saman að vinna, en einnig er hægt að vinna í sitthvoru lagi á sitthvorum tímanum því það geta allir séð í skjalinu hver breytti því og hvernig.
 
Kennari getur einnig nýtt sér þetta forrit við kennslu, t.d með því að tvinna saman verkefnavinnu í tíma og það að nota Google Wave til þess. Einnig getur kennari búið til hóp á Google Wave, sent á nemendur sína verkefni eða umræðu og fylgst með verkefnavinnunni sjálfri eða umræðunni í gegnum Google Wave skjalið.
 
Það væri einnig hægt að hafa viðtalstíma kennara inn á Google Wave, sem sagt kennari er við á einhverjum ákveðnum tíma dags á Google Wave þar sem nemendur geta rætt við hann.