„Upplýsingatækni/Facebook“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Betan (spjall | framlög)
Betan (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
Facebook er samfélagsvefur sem var stofnaður í febrúar 2004. Vefurinn er til þess gerður að fólk eigi auðveldara með að halda sambandi við vini, fjölskyldu og vinnufélaga á skemmtilegan og auðskiljanlegan hátt. Fyrirtækið þróar tækni sem gerir fólki kleift að deila upplýsingum um sig, setja inn myndir, kvikmyndir, tengla á áhugaverðar fréttir og þess háttar án þess að þurfa að læra á tæknina sjálfa. Allir geta skráð sig á Facebook og verið í sambandi við vini í traustu stafrænu umhverfi en Facebook er lokað þeim sem hafa ekki skráð sig inn.
 
Í heiminum í dag eru 175 milljón manns skráð á Facebook sem gerir hann að stærsta samfélagsvef í heimi. Hérna á Íslandi eru tæplega 120 þúsund manns skráðir. [http://www.absmedia.is/frettir/nr/81341/]