„Hvít blóðkorn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 31:
 
===Hlutverk.===
[[w:en:monocyte|Smáætur]] taka upp [[w:en:bacteria|bakteríur]] líkt og [[w:en:neutrophil granulocyte|dauffrumur]], þessari virkni þeirra er stundum líkt við ryksugun. Smáætur eru þó lengur í blóðrásinni en dauffrumur. Þessar átfrumur hafa líka annað hlutverk, þær taka part af bakteríunum, svokallaða [[w:en:antigen|mótefnavaka]] og sýna þá [[w:en:t-cell|T-frumumeitilfrumum]] sem búa til sértæk [[w:en:antibody|mótefni]] fyrir þessa tilteknu vaka, þetta er hluti af [[w:en:Cell-mediated immunity|frumumiðlaða ónæmiskerfinu]]. [[w:en:macrophage|Stórætur]] (í vefjum) eru kallaðar þangað af öðrum frumum sem senda frá sér boðefni sem stóræturnar bregðast við. Þetta geta verið allir staðir þar sem eitthvað þarf að hreinsa upp í líkamanum, [[w:en:Necrosis|leifar dauðra frumna]], leifar úr sári sem er að gróa, bakteríuleifar eða hvað sem er. Þegar stóræturnar koma á staðinn þá taka þær leifarnar upp í umfrymi sitt, melta það og gera skaðlaust. Sumar stórætur eru fastar í ákveðnum vefjum, aðallega vefjum þar sem mikið er um utanaðkomandi áreiti sem og hreinsistöðvar líkamans, og hafa þá sértækt útlit og nafn. Í lungum heita þeir til dæmis [[w:en:Dust cell|''dust cells'']] og hreinsa meðal annars í burtu ryk úr lungunum.
 
== Eitilfrumur. ==