„Beatrix Potter“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 19:
 
=== Bókmenntaferill ===
[[Image:Benjamin and Flopsy Bunny - Project Gutenberg eText 14220.jpg|thumbnail|right|250px|Myndskreiting Potters af kanínum hennar sem hún gæddi mannlegu eðli – hér sjást giftu frændsystkinin Benjamin og Flopsy Kanína (og Pétur Kanína í bakrunninum), frá sögunni ''[[w:en:The Tale of the Flopsy Bunnies|The Tale of the Flopsy Bunnies]]''.]]
Margar sögur hennar og verkefni voru byggð á litlu dýrunum sem hún læddi inn á heimilið eða fylgdist með í fjölskyldufríunum í [[Scotlandw:Skotland|Skotlandi]] eða í [[w:en:Lake District|Lake District]] sýslu. Hún var hvött til að gefa út Söguna af Pétri Kanínu (e.''[[w:en:The Tale of Peter Rabbit|The Tale of Peter Rabbit]]''), en hún átti erfitt með að finna útgefanda þar til hún fékk [[w:en:Warne & Co|Frederick Warne & Company]] til að gefa hana út árið 1902, en þá var Potter orðin 36 ára gömul. Þessi litla bók og þær sem á eftir komu hlutu ákaflega góðar viðtökur og hún fékk góðar tekjur af sölu þeirra. Hún trúlofaðist útgefandanum [[w:en:Norman Warne|Norman Warne]] á laun en foreldrar hennar voru mótfallnir því að hún giftist smákaupmanni. Andstaða þeirra við ráðahaginn gerði það að verkum að Beatrix fjarlægðist foreldra sína. Hins vegar varð ekkert af brúðkaupinu þar sem Norman veiktist skömmu eftir trúlofunina og lést innan fárra vikna. Beatrix varð miður sín.
 
Potter skrifaði alls 23 bækur sem gefnar voru út og gerðar með því sniði sem hentar börnum. Um 1920 dró heldur úr skrifunum sökum þess að sjón hennar fór versnandi. ''[[w:en:The Tale of Little Pig Robinson|The Tale of Little Pig Robinson]]'' var gefin út árið 1930, þó svo að handritið hafi verið eitt af þeim fyrstu sem hún skrifaði.<ref>Egoff, Shelia. ''Only Connect: Readings on Children's Literature''. Oxford Univeristy Press, 1996</ref>
 
=== Efri ár ===