„Íslenskar nytjajurtir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Breyting tekin til baka
Lína 11:
 
== Jurtir til nytja ==
Hér í næstu köflum má sjá dæmi um nokkrar algengar nytjajurtir á Íslandi, sem hafa verið nýttar til lækningar.
=== Blágresi ===
[[Mynd:Geranium sylvaticum - Iceland - 2007-07-07b.jpg|thumb|blágresi|100px]]
[[w:blágresi|Blágresi]](Geranium sylvaticum) er algengt um allt land. Vex í skóglendi, giljum og hvömmum. Blágresið er allt nýtt með rótum, og er henni safnað fyrri hluta smars áður en plantan blómgast. Þau virku efni sem finnast í blágresi eru barksýrur, kvoðungar, geranín og sýrur. Blágresi hefur þann eiginleika að vera græðandi, herpandi, hægðastillandi og bólgueyðandi. Blágresi hefur verið nýtt við bólgu og sárum í meltingarvegi, einnig er jurtin notuð gegn niðurgangi.
Lína 46 ⟶ 45:
=== Vallhumall ===
[[Mynd:Vallhumall (2).JPG|thumb|Vallhumall|100px]]
[[W:vallhumall|Vallhumall]](Achillea millefolium) má helst finna í þurrum brekkum og valllendi, er t.d. víða við vegi og bæi. Vallhumallinn er algengur um stóran hluta landsins. Þeir hlutar sem nýttir eru af jurtinni eru blóm og blöð, og er henni safnað fyrri hluta sumars. Þau efni sem nýtt eru úr jurtinni eru ilmolíur sem innihalda m.a. tújón, kólín, barksýrur, júgenól, kíneól, ásúlen, blásýrusykrungar, salisýlat, aspargín, kólín og fl. Vallhumallinn er æðavíkkandi og barkandi, er sérstaklega góður fyrir útæðakerfi og lækkar því blóðþrýsting, einnig er hann svitadrífandi, krampastillandi, róandi og kemur reglu á tíðir. Ef nota á Vallhumal útvortis er hann barkandi og græðandi. Við byrjun kvefs eða flensu er gott að drekka vallhumalste. Einnig er talið að vallhumalste sé gott við öllum barnaveikindum, s.s. mislingum, kíghósta, rauðum hundum og fl. Með öðrum jurtum er vallhumallinn notaður til að lækka blóðþrýsting og er einnig blóðhreinsandi fyrir liðagigt og exem. Vallhumall hefur einnig virkað við ýmsum húðkvillum s.s. exemi og ofnæmisútbrotum. Vallhumall er góður fyrir konur sem eru á breytingaskeiðinu en jurtin er góð við hitaköstum og svefnleysi. Vallhumall hefur verið talin sú jurt sem er best til þess að græða þrálát sár, með því að vinna smyrsl úr jurtinni eða grisja sem er vætt í seyði og lögð og sárin. </ref>
<ref>Arnbjörg L. Jóhannsdóttir, 2009. Íslenskar lækningajurtir: söfnun þeirra, notkun og áhrif. Mál og menning.</ref>
 
== Krossapróf ==