<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur Jóhann Ólafson

Ískápaauglýsing frá 1926

Þessi Wikibók fjallar um kælikerfi


Kælikerfi

breyta
 

Kælikerfi er kerfi til að flytja orku (varmaorku) frá einum stað til annars. Til þess er notað kerfi vélarhluta pressa, eimir, eimsvali, þensluloki og kælimiðill sem flytur orkuna.

 
Best þekktu kælikerfið eru ískápar

Kælikerfi finnast á mörgum stöðum og örugglega þekkjum við best starfsemi þeirra úr ísskápum sem staðsettir eru inn á flest öllum heimilum.


Pressa

breyta

Pressa kerfisins sér um að halda þrýsting niðri í lágþrýstihlið kerfisins (eiminum). Það gerir hún með því að soga til sín kælimiðilinn þegar hann er kominn í gasform.

Eimari

breyta

Eimari er sá hluti kælikerfisins sem er inni í kælda rýminu, t.d. inni í ísskápnum. Inni í eiminum þá sýður kælimiðillinn við fyrirfram óskað hitastig

Eimsvali

breyta

Eimsvalinn sér um að þétta kælimiðilinn eftir að hann kemur frá kæli pressunni. Kælimiðilinn þéttist þegar hann kólnar í eimsvalanum. Í ísskápum er eimsvalinn grindin sem safnar ryki aftan á honum

Kælimiðill

breyta

Kælimiðill er notaður til að flytja varmann frá einu rými til annars.

Þensluloki

breyta

Þenslulokinn sér um að stjórna suðu kælimiðilsins inni í eiminum og skipta kerfinu í lág- og háþrýstihlið

Spurningar

breyta

1. Hvaða hlutverki gegnir þenslulokinn?

2. Hvar er eimirinn staddur í kælikerfinu?

3. Hvaða hlutverki gegnir kælimiðilinn?

4. Hvaða hlutverki gegnir kælipressan?

5. Hvað gerist í eimsvalanum?

Þessi tengill hér á eftir leiðir inn á krossapróf úr efninu Krossapróf