Jólahefðir í ýmsum löndum
Kynning
breytaVerkefnið gengur út á að skoða jólasiði í hinum ýmsu löndum. Fræðast meira um þau, siðir og hefðir hvers og eins. Vinur þinn er frá Póllandi og er að halda jól í fyrsta sinn á Íslandi. Hans jólahefðir eru ólíkar þínum. Því langar þig að fræðast meira um siði annarra landa. Veldu þér land til að fræðast um.
Verkefni
breyta- Skoða hvernig jólin eru haldin víðs vegar um heiminn
- Velja eitt land og fjalla um jólasiði þess
- Þá ættu þið að vera komin með betri innsýn inn í jólasiði heimsins.
Bjargir (námur)
breytaWikipedia: Christmas worldview
Ferli
breyta- Ágætt er að skipta í hópa (3-4 í hvorum hóp) en þetta getur líka verið einstaklingsverkefni.
- Velja eitt land til að fjalla um.
- Skrá niður hvaða hefðir þið finnið.
- Hvaða hefðir vöktu athygli þína?
- Berðu saman jólahefðir og siði á Íslandi og landinu sem þú valdir.
- Myndir þú vilja taka upp einhverja siði sem þú lærðir um? Þá hvaða?
- Finndu mynd, jólalög, smákökuuppskrift frá landinu sem þú valdir.
- Útbúið glærusýningu með niðurstöðum ykkar sem þið kynnið síðan.
Sniðugt væri að setja helstu upplýsingarnar um landið í töflu til að hafa betri yfirsýn yfir gögnin.
Mat
breyta50% - Skýrsla
40% - Kynning (glærusýning)
10% - Metnaður
Þetta er hópverkefni. Samantektin verður metin eftir því hversu skýrt og vel framsett efnið er, hvort það er skemmtilegt og fallega frágengið og eitthvað myndefni notað til skýringar. Glærusýningin verður metin eftir því hvort allir liðir framleiðsluferlis eru, hversu skýrt og einfalt efnið er sett fram.
Niðurstaða
breytaNú ættuð þið að vera fróðari um mismunandi jólasiði heimsins. Er munur á ríkum og fátækum löndum? Er hægt að flokka jólasiði landa eftir heimsálfum eða trúarbrögðum?