Hvernig nýtist upplýsingatæknin í námi

Um verkefnið

Höfundar: Sigurjón Steinar Guðbergsson sigurjon04@ru.is og Elín Helga Egisldóttir elinhe04@ru.is

Nemendahópur: Grunnskóli miðstig og efsta stig

Námsmarkmið: Að fá nemendur til að nýta sér upplýsingatækni við námið.


Kynning

breyta

Þú ert á leiðinni í skólann. Það er voðalega kalt úti og þú gleymdir því miður vettlingunum þínum heima. Þér er ískallt á puttunum þegar þú loks kemst inn fyrir skólans dyr og þú nuddar höndunum saman til að fá smá yl í þær. Loks sest þú niður við yfirgefið borð og tekur upp stílabókina þína og pennaveskið. Úr pennaveskinu tekur þú blýant, yddar hann vel og byrjar á því að rissa upp punkta fyrir ritgerðina sem þú átt að skila daginn eftir. Vegna þess að puttarnir eru svo kaldir eru fínhreyfingarnar hjá þér heldur stirðar og þú nærð að brjóta blýið. Þú leitar í pennaveskinu þínu eftir yddara en finnur engann. Sem betur fer ertu með blýpenna en því miður, ekkert blý. Þú finnur loks forlátan penna og þegar þú hefur lokið við að rissa upp punktana byrjar þú á ritgerðinni. Þegar ritsmíðin er hálfnuð gerir aumingja þú villu, og af því að þú ert smámunasöm(samur), vilt ekki nota tippex og kærir þig ekki um að krota í pappírinn, þarftu að byrja á öllu aftur. Þú dæsir og færð þér smá labbitúr um skólann til að dreifa huganum. Þegar þú rankar loks við þér ertu inn í herbergi þar sem gömul rykfallin tölva situr í einu horni herbergisins. Hliðina á henni er álíka rykfallinn prentari og svo virðist sem enginn sé að nýta sér þessa aðstöðu til neins. Amk ekki í augnablikinu.

Geturðu nýtt þér þetta nýfundna undur eitthvað?

Verkefni

breyta

Þú ert nemandi sem nýbúinn ert að uppgötva hvað tölva er. Þér til mikillar ánægju hefurðu tekið eftir því að tölvan getur nýst þér næstum ótakmarkað við námið hafir þú nægilega mikið hugmyndarflug til að prófa þig áfram og reyna á eitthvað nýtt. Þér þykir þetta svo ótrúlega sniðugt, þar sem þetta sparar ekki bæði tíma heldur gerir þetta líka heimavinnuna skemmtilegri, að þig langar að segja fleirum frá þessu. Hinsvegar, þá þarftu samt fyrst að hugsa hvað þú ætlar að segja öðrum nemendum svo þeir taki þig nú örugglega trúanlega(n) og vilji nýta sér þennan valmöguleika eins og þú. Þú býrð til spurningalista til þess að vera með öll svör á hreinu þegar nemendur sem vilja ekkert með upplýsingatækninga gera tala við þig.

Hvað er upplýsingatækni?

Af hverju að nota upplýsingatækni?

Hvernig er hægt að nýta upplýsingatæknina í náminu?

Bjargir (námur)

breyta

http://wikipedia.org - Wikipedia getur hjálpað þér

http://www.google.is/ - Google sömuleiðis

http://www.educause.edu/ir/library/html/nli0004.html - Hvernig nota á upplýsingatækni til að bæta framleiðni í námi

http://process.umn.edu/groups/ppd/documents/appendix/useguidelines.cfm - Ýmsir punktar um notkun á upplýsingatækni

http://is.wikipedia.org/wiki/Flokkur:Uppl%C3%BDsingat%C3%A6kni - Íslenska Wikipedia um upplýsingatækni

http://www.menntagatt.is/default.aspx?pageid=496

Verkefnið byggist á því að leita að svörum við spurningunum sem fram koma hér að ofan. Mikilvægasta spurningin er þó hvernig nemendur gætu mögulega nýtt sér upplýsingatæknina í náminu og þarf hún að vera nokkuð ítarleg. Þið finnið amk 2 aðrar spurningar sem koma efninu við og svara þeim. Loks skuluð þið skrifa örstuttar niðurstöður um það hvernig þið nýtið ykkur upplýsingatæknina við ykkar nám.

Skila verður til kennara lýsingu á því hvernig verkefnið fór fram, svörunum við öllum spurningum ásamt niðurstöðunum.

Þetta verkefni er einstaklingsverkefni. Þið skuluð skrifa niður svörin við spurningunum. Þegar allir hafa lokið við þennan vefleiðangur munum við hafa umræðutíma um niðurstöðurnar sem þið komust að.

Verkefnið verður metið eftir nákvæmni niðurstaða nemenda úr spurningunum. Auka stig eru gefin fyrir spurningar sem nemendur koma með sjálfir. Verkefnið verðu metið út frá eftirfarandi punktum.

  • skipulagi
  • innihaldi efnis
  • spurningin – hvernig upplýsingatæknin nýtist í námi.
  • Spurningar og svör sem koma frá nemenda.
  • Niðurstöðum – ef þú notar upplýsingatæknina ekki neitt þá er flott að fá að vita af hverju?
  • Þáttöku í umræðutíma.

Niðurstaða

breyta

Þegar verkefninu lýkur eiga nemendur að vera búnir að fræðast mikið um upplýsingatækni og hvernig nýta megi hana í náminu. Nemendur munu vonandi sjá að upplýsingatæknin er mikið þarfaþing og koma til með að nýta sér hana í meira mæli.

(þessi uppsetning á vefleiðangri er byggð á sniði frá upphafsmanni vefleiðangra Dodge, aðlagað af Salvöru Gissurardóttur)