Hjálp:Að byrja nýja bók

Wikibækur leggja engar reglur um það hvernig Wikibækur skuli settar upp. Mismunandi bækur krefjast enda mismunandi aðferða. Þessi síða inniheldur hinsvegar tillögur frá Wikibókarhöfundum um það sem reynst hefur vel.

Síður bundnar í bók

Tölvubundnar bækur bjóða upp á möguleika sem ekki finnast í hefðbundnum bundnum bókum. Síður má binda saman ólínulega, þær geta innihaldið margmiðlunarefni og boðið notandanum á að víxlverka við sig.

Síður bókar skal setja undir aðalsíðu hennar svo:

  • bókartitill/síða

Oft kann það að hjálpa að raða síðum í kafla. MediaWiki hugbúnaðurinn sem Wikibækur keyra á, búa sjálfvirkt til tengla frá undirsíðum yfir á yfirsíður. Það er því oft hentugt að hópa síðum saman með því að gera þær að systursíðum undir annarri síðu, svo:

  • bókartitill/síða/undirsíða/undir-undirsíða

Varist þó að búa til of djúpt kerfi undirsíða.

Þessir tenglar birtast rétt fyrir neðan titil síðunnar. Það kann einnig að hjálpa að búa til leiðarsnið til að greiða lesendum leið um ákveðinn hóp undirsíða sem og bókina alla.

Efnisyfirlit

Sé efni bókar skipt niður á undirsíður kann að vera hentugt að bjóða upp á yfirlit með tenglum í hina ýmsu hluta bókarinnar.

Góðar vinnureglur

Það er gott að venja sig á ákveðnar vinnureglur þegar maður lærir hlutina.

  • Mundu að vanda stafsetningu, málfar og uppsetningu efnis.
  • Það er í lagi að myndskreyta textann en helst skyldu allar myndir vera frá commons.wikimedia.org
  • Ekki má afrita efni orðrétt án heimildar höfundarrétthafa. Þú skalt gera skrá yfir þær heimildir sem stuðst er við.

Sjá einnig

Eftirfarandi hjálparsíður á Ensku Wikibókum eru ágætar til íhugunar.