Hestar
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema |
Höfundur Carola Björk Tschekorsky Orloff
Í þessari bók ætla ég að fjalla almennt um hesta, hvað þarf að hafa í huga í umhirðu og notkun þeirra, fjalla um reiðtygi og notkun þess. Svo ætla ég að kynna mismundandi hestakyn í heiminum.
Inngangur
breytaÞessi bók er hugsuð meira sem uppflettirit heldur en fræðirit um hestar. Samt á að gera grein fyrir þeim og notkun þeirra. Þar sem efnið um hesta er mjög stórt og vítt ákvað ég að afmarka mig við það mikilvægasta í sambandi við daglega umhirðu og notkun þeirra. Ég mun sumstaðar fara frekar ýtarlega í útskýringar til að koma í veg fyrir mistök og til að fræða betur um efnið. Eins og ég hef sagt áður standa verklegir þættir til daglegrar notkunar hér í fyrirrúmi.
Ég mun bara til skemmtunar kynna hér líka önnur hestakyn sem finnast í heiminum til að víkka sjónarmið hvers og eins.
Hesturinn
breytaHesturinn er spendýr sem kemur af hófdýraættbálki og er fleiri milljóna ára gamall. Latneska fræðiheitið hans er Equus caballus. Hann er ein af sjö eftirlifandi tegundum Equusættkvíslinni. Hestur er flóttadýr af eðli sínu þar sem hann hefur verið veiddur af rándýrum til margra miljóna ára. Það þarf alltaf að hafa það í huga þegar verið er að umgangast þá. Hesturinn er grasbítur. Hestar hafa skipt miklu máli í mótun samgangna og vinnutækja í heiminum. Talið er að hestur nútímans hafi verið fyrst notaður til að auðvelda manninum vinnu sína um 2000 f. Kr. Í dag er hesturinn meira notaður sem húsdýr og tómstundagaman en í þriðja heiminum er hann enn mikið notaður við ýmis störf, sérstaklega í landbúnaði.
Reiðtygi
breytaTil eru mismunandi gerðir af reiðtygi bæði erlendis og hérlendis. Fer það alltaf eftir því hvers konar hestamennska er stundað. Gróflega er hægt að flokka hestamennskuna í nokkrar tegundir t.d. dressúr, hindrunarstökk, veðhlaup, fjölnotkun (undir þennan flokk tilheyrir hestamennskan okkar þar sem við erum að nota hestana bæði til tómstundagamans og keppnis), vestræn (kúrekarnir eru í því) og svo má fleiri telja. Það sem ber að hafa í huga þegar reiðtygi eru bæði notuð og geymd að það sé gert á réttan hátt. Reiðtygi er búið til úr leðri sem er eins og húðin á okkur. Það andar og getur þornað. Þegar það er orðið þurrt en samt í notkun er hætta á því að það brotni og framhald af því er slit. Til að koma í veg fyrir það er mikilvægt að hugsa vel um reiðtygin sín. Reglulega á að hreinsa þau af óhreinindum með mjúkri leðursápu. Þegar það er orðið þurrt þá er best að bera aðeins í það. Þegar eitthvað nýtt t.d. reiðmúll er keypt þá er mjög mikilvægt að bera í hann áður en hann er notaður. Slíkt kemur of þurrt úr búðunum og er þá hætta á því að eyðileggja það strax. Ef reiðtygi er ekki notað mikið dugar að taka það alveg í gegn tvisvar á ári, þá áður en það er notuð á veturna og um vorið/sumarið. Meiri norkun á því krefst meiri umhugsun. Þegar á að hreinsa reiðtygið sitt skal opna alla lása og taka allt í sundur. Svo skal leðrið vera hreinsað með mjúkri tusku og leðursápu. Hún ofþurrkar ekki leðrið. Mikilvægt er að gæta að því að gegnbleyta ekki leðrið. Samt er gott að bíða í smástund áður en borið er á. Til þess skal nota sérstaka leðurolíu (mér finnst hún betri en feiti). Það er mjög gott að hita hana aðeins í vatnsbaði. Setja s.s. smá í litla krukku og setja hana í pott með heitu vatni, hér dugar kranavatn það þarf ekki sjóða. Þannig gengur hún betur í leðrið og nær að næra það betur. Svo er bara bera í þangað til leðrið er mettað (dregur ekki lengur eins mikið í sig). Það er hægt að gera annaðhvort með mjúkum klút eða pensil. Góða skemmtun.
Fóðrun hesta
breytaÞegar fóðra á hestinn þarf að hafa margt í huga. Mikilvægast af öllu er hins vegar að þekkja hestinn sinn sem einstakling í fóðrun. Fóðurtöflur og útreikningar geta bara verið til viðmiðunar. Það eru skiptar skoðanir um það hvað er lágmark að gefa hrossum af gróffóðri (heyi) en miða má við að lágmark sé 1 kg af gróffóðri á hvern 100kg af líkamsþunga, þ.e.a.s að gefa ísl. meðalhesti (um 370 kg)að lágmarki um 4kg af heyi á dag. Þessar tölur miðað auðvitað við það að heyið er þurrt (eins og var hér áður fyrr í litlum böggum í hlöðunum). Þarfir hestanna eru metnar í svokölluðum fóðureiningum. Ein fóðureining (FE) samsvarar því magni af nýtanlegri orku sem er að finna í einu kg af heyi með 85% þurrefni. Til er líka fórmúla til að reikna út hvað það er mikið á hvern hest. Ég set hana hérna inn bara til fróðleiks. FE til viðhalds= þungi hests/100 – 0,4. En til að reikna út hversu margar fóðureiningar eru í heyinu þarf að láta greina heyið. Átgeta: Hross éta í þurrefni sem nemur á bilinu 1,5-3,5% af eigin þunga. Fullorðin geld hross á bilinu 1,5-2,5% af eigin þunga. Þannig að hestur sem er 370kg og étur í þurrefni 2,0% af eigin þunga, étur 7,4kg af þurrefni (2/100x370kg). Sé heyið 85% þurrt má gera ráð fyrir að hesturinn geti étið 7,4/0,85= 8,7kg af heyi. Hesturinn étur sem sagt meira því blautara heyið er!!! Það verður að gefa meira af blautu heyi til að ná sama þurrefnismagn og í þurru heyi. Ekki er æskilegt að gefa hrossum svo mikið að þau leifi, þau eiga frekar að vera aðeins svöng þannig að þau éti alltaf með lyst það sem þeim er gefið. Ef hestur „slær út“, (útskýring: hann svitnar í nára og jafnvel víðar) er orsökin sú að gefið er annaðhvort af mikið af heyi eða að heyið er of sterkt. Þá er nauðsynlegt að minnka gjöfina þar til hesturinn hættir að svitna. Síðan má auka hana smám saman aftur eftir því sem hesturinn þolir. Lágmark er að gefa hrossum tvisvar á dag, gott að gefa þrisvar. Mjög æskilegt er að hafa reglu á gjöfum, gefa þeim alltaf á sama tíma sólarhringsins, því þau eru mjög vanaföst. Venja flestra er að gefa um 30-40% af dagsgjöfinni á morgnanna en 60-70% að kvöldi. Ef nota á hestinn er æskilegt að hann fái að minnst 30-60 mínútna hvíld eftir gjöf áður en farið er í reiðtúr. Ef hestar standa lengi inni án þess að þeir eru notaðir geta þeir orðið leiðir og jafnvel þunglyndir. Hreyfing er mikilvæg fyrir hesta sem komnir eru á hús. Það dugar stundum að láta þá bara hlaupa aðeins í gerðinu til að teygja úr þeim.
Farið í reiðtúr
breytaÞegar á að fara í reiðtúr þarf að hafa margt í huga. Fyrst og fremst þarf að athuga hestinn og ganga úr skugga um hvort að hann er heilbrigður eða slasaður. Binda skal hestinn ávallt á stallmúl EKKI á beisli þar sem það bíður bara slysahættunni heim. Svo þarf að kemba hestinn og hreinsa lausu hárin af honum ef hann er að ganga úr á veturna. Sérstaklega þarf að hreinsa bakið þar sem hnakkurinn á að vera og undir maganum þar sem gjörðin kemur til með að vera. Ef það er ekki gert og óhreinindin skilin eftir nuddast þeir og geta hestar særst undan þeim. Næsta skref er svo að fara yfir reiðtygin og athuga hvort að allt er í lagi eða hvort að einhvers staðar sé hætta á því að það slitni. Ef svo er þarf að skipta því strax út. Mjög gott er að hafa hnakkdýnu undir hnakknum, hún verndar hnakkinn frá óhreinindum, dregur svita hestsins í sig (þannig að hann fer ekki í leðrið og skemmir það) og hnakkurinn liggur stöðugri á hestinum. Svo er miklu auðveldara að setja hana í þvottavél en hnakkinn. Svo er lagt á hestinn. Hnakkurinn rennist frá hnakanum og aftur í rétta stöðu. Auðveld er að finna hana með því að finna endann á herðarblaðinu. Á milli hnakksins og herðarblaðsins á að passa u.þ.b. ein hönd, þá geta hestarnir hreyft herðarnar frjálslega. Svo er hesturinn beilsaður. Til þess þarf að taka stallmúlinn af og best er að setja hann utan um hálsinn á hestinum svo að hann er ekki laus. Ef hann opnar ekki muninn fyrir mélin þarf að stinga putta í munnvikin. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að vera bitin þar sem hestar eru tannlausir á þessu svæði. Þegar búið er svo að leggja á hestinn og beisla hann er allt klárt til að fara í reiðtúr. Nema að knapinn á eftir að setja hjálminn á sig. Takið svo í taumana og stigið á bak. ATH að setjast mjúklega í hnakkinn!!! Fara þarf rólega af stað þar sem hesturinn er kaldur og þarf hann fyrst að hitna eins og hver annar íþróttamaður. Munið svo að koma rólega heim líka þar sem hestar eru vanafastir. Ef þeir læra að fá að hlaupa heim munu þeir alltaf vilja gera það og taka þar með stjórn af knapanum. Sprettið af hestinum en munið að leysa reiðann fyrst og svo gjörðina. Leyfið hestinum að velta sér þó að kalt er í veðri. Ef kalt er í veðri eða blautt þarf að hýsa þá. Að sumri til er best að setja þá bara út á hagabeit. Mikilvægt er bara að hestar hafi alltaf frjálsan aðgang að fersku og hreinu vatni og saltsteini.
Hestakyn í heiminum
breytaHestakyn heimsins eru skipt í mismunandi flokka á mismunandi hátt. Algengast er að skipta eftir stærð eða betur sagt eftir fóðurþörfum. Þá er oft talað um hesta og smáhesta eða „pónýs“. Íslenski hesturinn er flokkaður sem smáhestur þar sem hann er akkúrat á mörkunum á að vera hestur út frá stærðinni en líffræðilega séð tilheyrir hann meira smáhestunum.
En svo er líka hægt að skipta hestunum upp eftir því hvort að þeir eru með þeim þremur grunngangtegundum: fet, brokk og stökk eða hafa fleiri gangtegundir. Bæði er algengt og mun ég hér notfæra mér þá síðustu.
Ganghestar: íslenski hesturinn, Aegidienberger, Paso Fino, Paso Peruano, American Saddlebred Horse, Mangalarga Marchador, Racking Horse, Spotted Saddle Horse, Missouri Foxtrotting Horse, Tennessee Walking Horse.
Hestar: Arabhestar, frísneskir hestar, þungir dráttarhestar (notað til að draga timbur í skógum), Mustang Dartmoor smáhestar, Hjaltlandshestar, færeyski hestur, veðhlaupahestar, Haflinger hestar, ofl.
Spurningar
breyta- Eftir hverju er algengast að flokka hesta?
- Hvað eru grunngangtegundir hests?
- Hverju þarf að gæta þegar hestum er gefið?
- Hvaða þumalputtaregla gildir við fóðrun hrossa?
- Hvernig hreinsi ég reiðtygi frá óhreinindum?
- Hvernig er best að geyma reiðtygi?
- krossapróf
Heimildir
breytaJung, Hildegard. 1994. Reiten auf Gangpferden: Isländer, Pasos, Saddlebred Horses und andere Freizeitpferde. Falken, Deutschland.
Rostock, Andrea-Katharina og Walter Feldmann. 1986. Islandpferde Reitlehre. Thenée Druck KG, Bonn.
Eigin glósur úr námi við Hólaskóla í Hjaltadal veturinn 1999/2000.