Heimaey
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema |
Höfundur: Magnús Matthíasson
Landnám Eyja
breytaTalið er að fyrstu landnámsmenn Eyjanna hafi verið þrælar Hjörleifs landnámsmanns sem höfðu flúið réttvísina til Eyja. En sagan segir að þeir hafi myrt Hjörleif fóstbróður Ingólfs við höfða sem við hann er kenndur, Ingólfshöfði. Skömmu eftir að hann hafði fundið Öndvegissúlur sínar í Reykjavík mun Ingólfur Arnarson hafa uppgötvað morð bróður síns þegar hann hafði haldið austur á bóginn í leit að honum. Nafn Eyjanna, Vestmannaeyjar, mun vera til komið vegna þess að þrælarnir voru svokallaðir Vestmenn, þ.e menn frá vestrinu, séð frá meginlandi Evrópu eða Englandi þ. Írar
Um Vestmannaeyjar segir í Landnámubók Sturlubók:
Ingólfur gekk þá upp á höfðann og sá eyjar liggja í útsuður til hafs; kom honum það í hug, að þeir mundu þangað hlaupið hafa, því að báturinn var horfinn; fóru þeir að leita þrælanna og fundu þá þar sem Eið heitir í eyjunum. Voru þeir þá að mat, er þeir Ingólfur komu að þeim. Þeir urðu felmtsfullir, og hljóp sinn veg hver. Ingólfur drap þá alla. Þar heitir Dufþaksskor, er hann lést. Fleiri hljópu þeir fyrir berg, þar sem við þá er kennt síðan. Vestmannaeyjar heita þar síðan, er þrælarnir voru drepnir, því að þeir voru Vestmenn.
Lega
breytaVestmannaeyjar eru eyjaklasi sem samanstendur af 14 eyjum, 30 dröngum og skerjum u.þ.b. 10 km suður undan Landeyjasandi
Eyjarnar í Vestmannaeyjaeyjaklasanum eru:
- Heimaey (13,4 km²)
- Surtsey (1,9 km²)
- Elliðaey (0,45 km²)
- Bjarnarey (0,32 km²)
- Álsey (0,25 km²)
- Suðurey (0,20 km²)
- Brandur (0,1 km²)
- Súlnasker (0,03 km²)
- [[w:Geldungur|]Geldungur] (0,02 km²)
- Geirfuglasker (0,02 km²)
- Hani, Hæna og Hrauney, ásamt skerinu Grasleysu, heita sameiginlega Smáeyjar.
Ennfremur eru nokkur sker og drangar sem eru þekktir:
- Faxasker
- Stóri- og Litli stakkur
- Latur
Heimild: Menningarsöguvefur um Vestmannaeyjar
Fiskimið
breytaEin meginástæðan fyrir því að fólk settist að í Eyjum var sú að fljótt áttuðu menn sig á því að við Eyjar eru mjög fengsæl fiskimið Hér er krækja á kort af hinum fengsælu fiskimiðum.
Fuglabjörg
breytaHin meginástæðan fyrir því að fólk settist að í Eyjum er fuglalífið, þar sem fugl er þar er af nógu að taka. Fugl og egg hafa í gegnum aldirnar verið stór hluti þeirra bjarga sem eyjaskeggjar hafa haft. Skipta má fuglaveiðum eyjaskeggja í tvennt, annars vegar fýls- og súluveiðar og hinsvegar lunda-og svartsfuglsveiðar. Fýllinn hefur í gegnum aldirnar verið ein helsta matarkista Eyjanna, Fýllinn var saltaður að hausti og entist sem forði allann veturinn. Í dag er hann ekki eins mikið snæddur, en eggin þykja þó enn lostæti. Súla er ekki mikið veidd í dag, enda þykja mörgum súluveiðar ógeðfeldar, en súlan er sleginn til bana með barefli. Eggin eru þó borðuð enn þann dag í dag. Svartfuglinn er skotinn og etinn. Lundi er gríðarlega mikið veiddur í Eyjum, talið er að rúmlega 100.000 fuglar séu veiddir árlega, en stofninn við Eyjar mun telja á milli 5-7 milljónir fugla.
Eldgos á Heimaey
breytaAðfaranótt þriðjudagsins 23. Janúar 1973 um kl. 1.55 hófst eldgos í um 1600 m. langri gossprungu á austanverðri Heimaey í Vestmannaeyjum. Eldgosið kom mjög á óvænt og fyrirvaralaust. Að vísu höfðu fundist nokkrir vægir jarðskjálftakippir á Heimaey frá kl.10 um kvöldið, og varð snarpasti kippurinn kl. 1.40 um nóttina.
Kvöldið áður 22.janúar tók fólk á sig náðir á Heimaey á venjulegum tíma. Landlega var hjá bátaflotanum, en um daginn hafði gengið yfir stórviðri af suðaustri með 12 vindstigum og rigningu. Upp úr miðnætti aðfararnætur 23.janúar voru fáir á ferli í Vestmannaeyjakaupstað.
Skömmu fyrir kl.2 var hringt á lögreglustöðina og tilkynnt að jarðeldur væri kominn upp skammt ofan og austan Kirkjubæjar, austast í kaupstaðnum. Gaus þá þegar í sprungunni endilangri, og var kvikustrókaröðin svo þétt, að líktist samfelldum eldvegg. Gosið hafði byrjað, þar sem nú er aðalgígur nýja eldfjallsins, sem síðar var nefnt Eldfell.
Hraun rann þegar í upphafi úr gossprungunni undan halla til austurs og norðausturs og tók þá þegar að myndast hraunbreiða í sjó fram. Brunalúðrar voru þeyttir og bruna og lögreglubílar óku um götur með vælandi sírenum til að vekja fólk. Á þriðja tímanum munu flestir bæjarbúar hafa verið komnir á ról, og tóku þá þegar að streyma niður að höfn.
Eins og áður sagði, voru allir bátar í höfn vegna óveðursins daginn áður. Voru það Eyjabátar svo og aðkomubátar, sem leitað höfðu vars í Eyjum, búnir til brottfarar í skyndi og lagði fyrsti báturinn af stað til Þorlákshafnar um kl. hálfþrjú og síðan hver af öðrum.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja ákvað um nóttina, að af öryggisástæðum skyldi flytja alla bæjarbúa til lands nema þá, sem hefðu skyldustörfum að gegna, enda gat svo farið, að innsiglingin lokaðist, ef gossprungan lengdist til norðurs, og eins gæti flugvöllurinn lokast ef hún lengdist til suðurs. Flugvélar fluttu um nóttina um 300 manns til Reykjavíkur, einkum sjúka og aldraða.
Upp úr kl.4 um nóttina tók Ríkisútvarpið að útvarpa tilkynningum og fréttum af gosinu. Telja má að um 5000 manns hafi verið flutt frá Heimaey fyrstu gosnóttina, langflestir með bátum. Flutningarnir gengu vel og slysalaust. Kom það einkum til af því að veður var eins hagstætt um nóttina og hugsast gat og eins það, að fólk var rólegt þrátt fyrir ósköpin sem yfir gengu.
Að morgni þriðjudagsins 23.janúar var því þeim björgunaraðgerðum lokið, sem mestu máli skiptu, og íbúar Vestmannaeyja sloppnir heilir á húfi burtu frá mestu hættu, sem steðjað hefur að íbúum þéttbýlis á Íslandi. Eftir voru í Eyjum 200-300 manns til að sinna þeim verkum, sem varð að vinna.
Heimild: http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041020153739/www.eyjar.is/eyjar/