Harkhagkerfið
Ólafur Þórisson, 2020. Þessi wikilexía er í smíðum. Hér kemur wikilexía um harkhagkerfið (e. gig economy).
Harkhagkerfið hefur það verið kallað hið nýja samband atvinnurekanda og starfsmanns þar sem verkafólkið ræður sig ekki beint í vinnu heldur gerist það sjálfstæðir undirverktakar á vegum fyrirtækja á borð við Uber, Deliveroo eða Amazon og fær verkefni, gigg, í gegnum stafrænan vettvang.
Námsefni þetta er hugsað fyrir nemendur á framhaldsskólastigi. Markmið lexíunnar er að fræða nemendur um harkhagkerfið, kosti þess og galla, umfang þess og skoða það út frá sjónarhóli einstaklings annars vegar og atvinnurekenda hins vegar.
Hvað er harkhagkerfið?
breytaÍ gegnum tíðina höfum við haft það form á hinum hefðbundna vinnumarkaði að við erum annars vegar með starfsmann á einum endanum og svo hins vegar atvinnurekanda á hinum endanum. Þeirra á milli er svo skriflegur samningur, svokallaður ráðningarsamningur.
Þróun sem á sér stað í síauknu mæli er vinnumarkaður þar sem starfsmaður er ekki í beinu ráðningarsambandi við atvinnurekanda, heldur er einstaklingurinn meira eins og sjálfstætt starfandi og við erum ekki með beinan atvinnurekanda, heldur fremur er það eitthvað fyrirtæki út í bæ. Í þessum heimi leita hvort heldur sem er starfsmaður og atvinnurekandi að störfum eða verkefnum á þessum rafræna vettvangi.
Hvernig er þátttakan í harkhagkerfinu?
breytaTil að fanga umfang þessarar nýju sýnar á vinnumarkaði, þá getum við skoðað hlutfall þeirra sem starfa við óstaðlaða vinnu á vinnumarkaði það er að segja vinna sem 1) hlutastörf, 2) tímabundin störf og 3) sjálfstætt starfandi.
Hins vegar er þróun vinnumarkaðar í þessa átt hæg. Í opinberum tölum um þátttöku á vinnumarkaði kemur fram að á síðustu 20 ár eða frá aldamótum hefur hlutfalll þeirra einstaklinga sem er í fullu starfi haldist nokkuð stöðugur hér á landi og sama gildir um hin Norðurlöndin. Þó getum við ekki útilokað að þessi þróun sé hraðari en opinberar tölur segja til um. Við höfum að minnsta kosti ekki neina opinbera tölfræði eða gögn um að svo sé.
En í hvaða atvinnugreinum er mest um að einstaklingar vinni sem sjálfstætt starfandi? Vissulega á hinum og þessum sviðum en mest í þjónustu, í sjávarútvegi og í byggingariðnaði.
Er hugmyndin um harkhagkerfið ný á nálinni?
breytaÍ sjálfu sér ekki. Í gegnum tíðina hafa einstaklingar verið að taka að sér verkefni svo sem þýðingarverkefni sem einstaklingar hafa unnið heima hjá sér eða önnur einstök verkefni. Breyting felst í því að við erum komin með þennan vettvang gerir það að verkum að mun auðveldara er að nálgast fólk, þú getur fundið þá sem eru með sérfræðiþekkingu á auðveldan hátt. Það er því tæknibreytingin sem gerir þetta mun aðgengilegra en áður. Hér áður fyrr þá þurftir þú að spyrjast fyrir eða leita meðmæla í gegnum kollega eða vini og kunningja. Í dag getur þú farið á netið og fundið einstaklinga hvar sem er í heiminum með einhverja ákveðna sérþekkingu sem ég get fengið til að vinna ákveðin verkefni.
Hvernig er umfang harkhagkerfisins?
breytaHér á landi hefur ekki verið gerð nein rannsókn á umfangi harkhagkerfisins, en rannsókn frá árinu 2017 frá Danmörku bendir til að umfang þessa hagkerfis se enn mjög lítil í stóra samhenginu. Þar kom fram að einungis 1% Dana aflaði tekna í gegnum rafrænan vettvang einstaklinga (e. labour platform) til dæmis á borð við Upwork
eða Happy Helper. Þá kom fram að 1,5% Dana aflaði tekna gegnum rafrænan vettvang atvinnurekanda (e. capital platform) til dæmis á borð við Airbnb
eða GoMore
. Þá kom fram að stór hluti þessara tekna hjá þessum aðilum var að fjárhæð 25000 DKK (3300 EUR) eða minna á ári fyrir skatta.
Hvaða hópar eru það notfæra sér harkhagkerfið til tekjuöflunar?
breytaÍ sömu rannsókn frá 2017 í Danmörku kom fram að stærstu hóparnir sem notfæra sér þetta form eru í annarri fastri vinnu (47%), nemar (36%) og atvinnulausir (9%). Þetta er því vanalega tekjur til viðbótar við venjulega vinnu en þarna kemur jafnframt fram að meirihluti eru einstaklingar sem eru ungir, með lágar tekjur, ómenntaðir, oft innflytjendur og eru oft að vinna í skammtímaverkefnum. Þetta er því ekki örugg vinna og sjaldnast einhver framtíðarvinna. Það er því áhyggjuefni, fari svo að þetta form vinnu verður vaxandi að hér er um ræða í mörgum tilvikum skammtímaverkefni sem sjaldnast fela í sér einhvern starfsframa. EInstakingar sem vinna á þessum vettvangi öðlast engin réttindi svo sem lífeyrissjóðs- eða stéttarfélagsréttindi því enginn kjarasamningur er gerður, þá borgar enginn fyrir þjálfun í starfi, og engin foreldraleyfi eða fæðingarorlof.
Hvernig lítur hinn dæmigerði einstaklingur út sem vinnur í harkhagkerfinu?
breytaDæmigerður starfsmaður í harkhagkerfinu er lítið menntaður ungur maður á lágum launum. Þá er hann karlkyns innflytjandi sem býr í þéttbýli. En þetta er mjög breytilegt og langt frá því að vera algilt.
Hver er hvati fyrirtækja til að taka þátt í harkhagkerfinu?
breytaFyrir fyrirtæki þá er mikið tækifæri í að nýta sér harkhagkerfið í ljósi lágs viðskiptakostnaðar þar sem auðvelt er að tengja saman verkefni og sérfræðinga. Þá er eftirsóknarvert að komast í þennan aðgang að stórum hópi sérfræðinga með ólíka sérþekkingu. Þetta leiðir af sér hagkvæma dreifingu verkefni og getur í leiðinni minnkað fjárfestingu í fastafjármunum því að fyrirtæki þurfa ekki að fjárfesta í til dæmis skrifborði eða tölvu. Hindranir fyrir fyrirtæki í að nýta sér harkhagkerfið felast í því að verkefni geta verið flókin og eru oft hluti af stærri verkefnum sem þarf að samþætta sem getur reynst erfitt þegar starfsmaðurinn er ekki hjá þér. Þá getur það leitt til vandræða að þú veist ekki nógu mikið um einstakinginn í ljósi ósamhverfra uppplýsinga og þú reiðir þig á einkunnagjöf og umsagnir og annar galli gæti verið að það er lítið framboð af sérfræðingum og þar af leiðandi áttu erfitt með að finna rétta sérfræðinginn.
Hver er hvati starfsmanna að taka þátt í harkhagkerfinu?
breytaKostir geta verið þeir að þú getur haft miklar tekjur hafir þú næg verkefni. Annar kostur er að þú getur valið út verkefni en mikilvægast af öllu er að einstaklingar í harkhagkerfinu fá þennan sveigjanleika. Þá getur þátttaka í harkhagkerfinu hjálpað einstaklingum að fást við atvinnuleysi með að fá einhvern verkefni til að vinna. Gallarnir eru þeir að þetta eru ekki öruggar tekjur, það geta verið miklar sveiflur í tekjum og þá er stór galli að þú hefur lítil sem engin réttindi s.s. veikindarétt eða fæðingarorlof.
Harkhagkerfið í bíómyndum
breytaÞessi nýja tegund vinnu er viðfangsefni kvikmyndarinnar Sorry we missed you frá árinu 2019, nýjustu kvikmyndar breska leikstjórans Ken Loach.
Heimildaskrá
breytaGögn frá OECD um sjálfstætt starfandi.
Tölur frá Hagstofunni um íslenskan vinnumarkað á 1. ársfjórðungi 2019.
Sjálfstætt starfandi á Norðurlöndunum.
Krossapróf
breyta