Höfundarréttur og Internetið

<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundarréttur á efni á Interneti

Höfundur Salvör Gissurardóttir

Markmið

breyta

Þessi wikilexía fjallar um höfundarrétt á efni á opnum vefsíðum með sérstakri áherslu á skólastarf. Hún er ætluð öllum þeim sem vilja setja efni á vefinn og nota efni sem aðrir hafa sett á vefinn. Markmiðið er sérstaklega að þjálfa kennara og kennaranema í að finna og nota myndir úr Commons og myndir með CreativeCommons leyfi bæði fyrir framsetningu á eigin efni en ekki síður til að þeir geti tamið nemendum sínum þau vinnubrögð að nota efni og aðföng með þannig höfundarleyfi að því má dreifa, fjölfalda og breyta og vinna áfram með.

Leitast er við að

  • kynna hvaða lög og reglur gilda um höfundarrétt á efni á Internetinu
  • upplýsa hvaða efni má nota á vefsíðum og á hvaða hátt og hver er staðan í heiminum árið 2007 varðandi höfundarrétt á stafrænu efni
  • rökstyðja hvaða breytinga er þörf á lagaumhverfi miðað við tæknina og netumhverfi nútímans
  • rökstyðja hvaða kostir eru við að nota opin höfundarleyfi eins og CC

Commons og Creative Commons

breyta

Þegar þú semur námsefni þá viltu gjarnan nota myndir, myndskeið eða hljóðskrár. Oft átt þú þess ekki kost að nota eigin myndir og vilt gjarnan nota myndir sem þú finnur á Netinu. Þú verður þá að gæta þess að nota eingöngu löglegt efni og brjóta ekki höfundarréttarlög. Sumir telja að allt efni sem þeir finna á vefnum sé frjálst til afnota og að það sé allt í lagi að hlaða niður og setja það á eigin blogg og vefsíður. Það er ekki rétt, efni sem er á vefnum er útgefið efni og um það gilda í meginatriðum sömu lög og gilda um annað birt efni. Meginreglan er því sú að ekki má taka efni sem er á vefsíðum annarra og nota það á eigin vefsíðum nema því aðeins að það sé skýrt að þú hafir leyfi höfundarrétthafa til þess eða það sé enginn höfundarréttur á efninu.

Oft er tiltekið neðst á vefsíðum hvernig megi nota efnið. Stundum er sérstaklega tekið fram "All rights reserved" en stundum er tekið fram að nota megi efnið í menntatilgangi (educational use) ef það er ekki í ábataskyni (noncommercial). Þó það standi ekkert um höfundarrétt þá er samt höfundarréttur að efninu.

Einfaldast er í skólastarfi að nota sem mest og helst eingöngu efni sem er með þannig höfundarleyfi að það megi afrita og fjölfalda og í sumum tilvikum vinna áfram með efnið og nota það í önnur verk. Það getur þú gert með að nota myndefni úr almenningssvæðum eins og Commons og myndefni þar sem höfundarrétthafar hafa heimilað not.

Wikipedia alfræðiritin eru til á mörgum þjóðtungum. Oft eru skýringarmyndir og ljósmyndir með greinum. Það er oft hægt að nota sömu skýringarmyndina með grein t.d. á kínversku og grein á þýsku t.d. ljósmynd af einhverju dýri og það er hentugt að það sé samvinna um myndasafn þannig að myndum sé safnað í einn stóran banka og geymdar þar og hægt sé að kalla í þær úr hinum ýmsu Wikimedia verkefnum. Þannig varð gagnabankinn commons.wikimedia.org. Þetta er sameiginlegur gagnabanki yfir myndir og ýmis konar margmiðlunarefni sem er hugsaður fyrir Wikipedia alfræðiritin þannig að margmiðlunarefnið sé geymd á einum stað og vísað eins í það hvort sem það er í þýsku wikipedia eða tyrknesku wikipedia eða ensku wikiversity. Þú getur fundið myndir, hljóðskrár og myndskeið til að nota í wikibókum eða nota í annars konar námsefni t.d. í glærusýningu eða stuttmynd.

CreativeCommons

breyta
 

Creativecommons eða CC er höfundarréttarleyfi sem hefur þróast á undanförnum árum út af brýnni þörf. Það er skammstafað með CC. Ef efni á vefnum er með hefðbundnu höfundarréttarleyfi þá þarftu alltaf að hafa samband við þann sem á höfundarréttinn ef þú vilt nota efnið. Það getur verð býsna snúið og erfitt að komst í samband við hann. Þess vegna er miklu hentugra að höfundarrétthafi tiltaki hvernig má nota efnið um leið og hann setur það á vefinn. Þá má nota efnið á þann hátt án þess að hafa samband við höfundarrétthafa og biðja hann um leyfi til að nota efnið. Höfundur getur þannig sett efnið sitt á vefinn og sagt að það sé allt í lagi að afrita, fjölfalda og nota efnið. Það er einfaldast fyrir höfunda að gera slíkt með því að gefa efni út með CC leyfi. Það stendur þá neðst eða aftast á vefsíðum og öðru efni (t.d. glærum) að þetta höfundarverk séu gefið út með CC leyfi. Þróuð hefur verið sérstök leitarvél á CreativeCommons.org sem leitar á vefnum aðeins að slíku efni.

Ef þú smellir á CC merkið sem þú sérð neðst á vefsíðum þá færðu nánari upplýsingar um CC höfundarleyfi viðkomandi vefsíðu. CC leyfin geta verið mismunandi, stundum má aðeins afrita og fjölfalda en ekki endurblanda og nota áfram. Stundum er tiltekið að það megi nota efnið í verslunar- og viðskiptatilgangi en stundum er það ekki leyfilegt.

Creative commons notar ákveðin tákn fyrir hvers konar leyfi höfundarrétthafi veitir. Hér sérðu þessi tákn, þú sérð hvað þau merkja með að láta músina yfir þau.

Creative Commons tákn

breyta
Creative Commons myndtákn Creative Commons litatákn

         

       

Dæmi um notkun á CC leyfi

breyta

Til frekari útskýringar þá skulum við skoða dæmi um íslenskt efni sem gefið er út með CC leyfi er t.d. allar myndir á vefnum Götulist í Reykjavík með CC leyfi, nánar tiltekið Creative Commons Attribution-Noncommercial-Share Alike 3.0 License. Þetta merkir að þú mátt afrita,dreifa og endurblanda (remix) en þú verður að vitna í það á réttan hátt (segja frá hvaðan þú hefur fengið efnið) og þú mátt ekki nota það í viðskiptatilgangi og ef þú notar þetta efni sem hráefni í þín verk þá verður þú að dreifa þeim verkum með sams konar eða svipuðu höfundarleyfi.

Sem sagt, þú mátt gjarnan taka myndir af vefnum Götulist í Reykjavík og nota þær t.d. sem bakgrunna eða borða á vefsíður eða í myndbönd eða sem myndskreytingar en þá verður þú líka að dreifa því efninu sem þú býrð til líka með CC leyfi. Þú mátt ekki taka þessar myndir og nota í eigin verk og gefa þau út og segja "Öll réttindi áskilin, Afritun óheimil!. Þú mátt heldur ekki taka þessi verk og nota þau í þín eigin verk ef þú ætlar að selja þau.

Commons

breyta
 
Hægt er að tengja í mynd á Commons á einfaldan hátt þannig að hún birtist á wikisíðu. Þessi mynd heitir Skaleyjar-fjara.jpg og það er hægt að tengja í hana með því að skrifa
[[Mynd:Skaleyjar-fjara.jpg]]

Commons eða vefsvæðið http://commons.wikimedia.org er gagnabanki sem heldur utan um myndir, hljóðskrár og vídeó sem vísa má í á auðveldan hátt í öllum verkefnum sem tengjast Wikimedia, t.d. úr Wikipedia alfræðiritum á öllum þjóðtungum og úr Wikibooks og Wikiversity og Wikitravel. Í byrjun nóvember 2007 voru um 2 milljónir skráa í Commons. . Haustið 2010 voru komnar 7.3 milljónir skráa í Commons. Stærstur hluti skráa á Commons er myndir en sívaxandi hluti er hljóðskrár og myndbönd. Það má hlaða inn myndum og ýmis konar margmiðlunarefni inn á Commons svo fremi sem það sé efni sem er frjálst höfundarleyfi á og þá er það efni á vísum stað til þess að nota í wikimedia verkefnum víða um heim.

Commons myndabankinn notaður í Wikipeda greinum

breyta

(eftirfarandi kafli á eingöngu við ef verið er að skrifa greinar í wikipedia) Tökum sem dæmi að ég hafi tekið góða mynd af fjörunni í Skáleyjum sem er ein af eyjum Breiðafjarðar og ég vilji nota þá mynd í grein úm Breiðafjörð á ensku Wikipedia.

Ég byrja á að hlaða myndinni inn á Commons og gef henni heitið Skaleyjar-fjara.jpg og þá er hægt að nota þessa mynd í öllum Wikipedia alfræðiritum með því að vísa í heitið á myndaskránni, það þarf eingöngu að setja hana einu sinni í gagnasafnið t.d. getur hún birst í greininni Breidafjord á norsku Wikipedia og greininni Breiðafjörður á hollensku Wikipedia


Ákaflega einfalt er að vísa á efni á commons og það er hægt að vísa í mynd sem er geymd á Commons með nafni myndarinnar t.d.

Ef þú vilt vísa í myndasöfn á Commons t.d. um rjúpu þá er ritháttur svona:

{{commons|nafn á myndasafni|nafn sem þú vilt láta birtast}} t.d. {{commons|Category:Lagopus_muta|rjúpum}}

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:


Vefslóðir

breyta


Tónlist með CC leyfi

breyta

Skjákennsla

breyta

Sama skjákennsla á wmv formi:

Hvað er vandamálið?

breyta

Það ber mikið í milli þess veruleika sem er nú á Internetinu og þeirra höfundarréttar og hugverkalaga sem gilda á Vesturlöndum. Internetið hefur gert afritun og dreifingu á stafrænu efni einfalda, fljótlega og ódýra. Í upplýsingasamfélagi nútímans eru ekki lengur skörp skil á milli neytanda og framleiðanda eða þess sem býr til efni og þess sem notar það sem áhorfandi/hlustandi/áheyrandi.

Notandinn ætlar í mörgum tilvikum að nota hugverk frá öðrum áfram í sínu umhverfi, blanda því og breyta og deila með öðrum þannig að það hæfi betur því umhverfi sem notandinn er í. Listsköpun nútímans og vinnsla eins og hugbúnaðargerð byggir í vaxandi mæli á því að nota einingar eða brot úr verkum sem aðrir hafa gert og endursemja, endurblanda og dreifa þeim áfram. Það er einnig eðli vinnu og listsköpunar í hinum nýja samtengda heimi að það eru margir höfundar að vinna saman að einu verki.

Það er knýjandi þörf á breytingum á hugverkaréttindum og að það séu fleiri valkostir. Sérstaklega slæmt að lögin eru sjálfkrafa núna þannig að sá sem býr eitthvað hugverk til hann hefur sjálfkrafa einkarétt á því og aðrir mega ekki fjölfalda það og nota inn í sínum verkum. Því hafa komið fram annars konar kerfi þar sem sá sem býr til hugverk getur tiltekið hvernig hann vill leyfa öðrum að nota verk sín. Má dreifa verkinu áfram ókeypis? Má dreifa verkinu áfram og rukka fyrir það? Má breyta verkinu og nota það áfram í eigin verkum?


Lög sem gilda á Íslandi

breyta
 

Kjarninn í núgildandi höfundarréttarlögum er að höfundur hefur einkarétt til að heimila afnot verka sinna og ekki má taka verk og dreifa þeim, birta á vefsíðum, breyta eða blanda upp á nýtt nema með leyfi höfundarrétthafa. Höfundarréttur er á bókmenntaverkum og listaverkum þangað til 70 ár eru liðin frá láti höfundar. Það þýðir að núna árið 2007 verður höfundur að hafa látist fyrir 1937 eða fyrr til að við getum notað efnið á Netinu án þess að afla sérstaks leyfis.

Það má birta tilvitnun í birt bókmenntaverk eða listaverk ef hún er gerð í sambandi við gagnrýni, vísindi, almenna kynningu eða í öðrum viðurkenndum tilgangi, enda sé hún gerð innan hæfilegra marka og rétt með efni farið. Það er með sömu skilyrðum heimild að birta myndir og teikningar af birtum listaverkum og gögnum. Ef birtar eru myndir eða teikningar af tveimur verkum eða fleiri hins sama höfundar í sambandi við meginmál, sem lýtur að almennri kynningu þarf að greiða fyrir það

Eftirgerð ljósmynda, sem ekki njóta verndar laga sem listaverk er óheimil án samþykkis ljósmyndara og höfundarrétthafa uns liðin eru 25 ár frá því hún var gerð.

Ísland er aðili að mörgum alþjóðlegum samningum og svipuð lög gilda um hugverk hérna og annars staðar í Evrópu.

Eftirfarandi aðilar gæta hagsmuna höfundarrétthafa og á vefsíðum þeirra eru ýmsar upplýsingar um höfundarrétt:

Verkefni

breyta

Opnar spurningar

breyta

Krossapróf

breyta

(í smíðum) Myndin Group SHot er merkt með BY-SA hvað þýðir það?


Vefrallý

breyta

Það kemur sér vel að vera fljótur að finna myndir á Commons. Nú skaltu æfa þig í því.

Hversu fljót(ur) ertu að finna eftirfarandi myndefni á Commons?

  1. Áskirkja í Reykjavík
  2. Flatey á Breiðafirði
  3. Dómkirkjan í Reykjavík
  4. Ósvörin í Bolungarvík
  5. Kakótré (latneskt heiti Theobroma cacao)
  6. Íslenskum hesti að vetrarlagi
  7. Mynd eftir Leonardo da Vinci
  8. Mynd af Óðni á hestinum Sleipnir (e. Odin)
  9. Jarðfræðikort af Íslandi
  10. Mynd af íslenskum kindum (category:Animals of Iceland)
  11. Mynd af kóngamörgæsum (e. king Penguins latína Aptenodytes patagonicus)
  12. Gamla teikningu eða málverk af hvalveiðum (leitarorð Cetacea hvaling)
  13. Mynd af margæs (e. Brent goose, latína Branta bernicla)

Ítarefni

breyta