Glerskurður, glerbræðsla

<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur Bragi Jóhannsson

Brot á gleri breyta

Hér er að finna leiðbeiningar um brot á gleri og skurð þess. Fyrir lítið reynda er æskilegt að lesa fyrst textann hér neðar á síðunni. Hér er fjallað um þann hluta glerbræðslu sem á ensku er kallað slumping og fusing. Íslensk hugtök sem gætu verið lýsandi eru flatbræðsla og formmótun glers. Glerblástur fellur ekki innan þessa handverks.

Glerskurður, breyta

1. Þrif glers. Til að auka endingu á biti hnífa borgar sig að þrífa glerið áður en hafist er handa. Við þrifin koma þá jafnvel strax fram gallar í glerinu. Rauðspritt, blandað 1-8 í vatn, hefur reynst mjög góð leið til að afmá flest óhreinindi af gleri. 2. Olía. Hún hjálpar til við skurðinn og eykur endingu bitsins í hnífnum. Hnífar fagmanna eru jafnan sjálfsmyrjanlegir, með útskiptanlegum hnífshausum. 3. Góður beinn skurður. Galdurinn á bak við góðan skurð er að halda hnífnum beinum, (nálægt 90° á glerflötinn), þrýsta honum þétt á glerið þannig að það syngi í glerinu þegar hann er dreginn að sér. - Ef það brakar, þá er þrýst of fast, eða bit hnífsins orðið lélegt. Flestir nota skurðarborð með landi sem hnífurinn er dreginn meðfram. Galdurinn er æfing, æfing og æfing. 4. Fríhendisskurður, eða skurður eftir línum. Þá er gott að skera í áttina frá sér. Þannig reynist mun auðveldara að fylgja línum en um leið þarf að vanda sig betur við að halda hnífnum beinum.

 

Af hverju brotnar glerið? breyta

Glerið brotnar í rákinni eftir glerhnífinn. Það er í raun ekki vegna þess að glerið hafi skorist, heldur að mestu leiti vegna þess að rétt beiting hnífsins hitar rákina. Rákin kólnar svo of hratt til þess að glerið myndi samskonar spennu og er annarstaðar í glerinu. Það hefur einnig þanist ögn út og er því veikara í skurðinum en annarsstaðar. Þess vegna er auðvelt að sprengja glerið eftir rákinni. Talað er um að glerskurður grói ef rákin eftir skurðin hefur náð sama hitastigi og glerið í heild. Þá er orðið mun erfiðara að opna glerið og brotið verður ekki eins beint

Brotið með töng breyta

Góð verkfæri, sérstaklega ef skera þarf mjóar ræmur. Töngin er sett inn á skurðarrákina, ögn frá brún. Oftast er rák á töngunum sem á að vera beint yfir skurðinum. Þrýstið þétt og aukið þrýsting rólega. Ef vel hefur tekist til þá opnast glersprungan rólega eftir sprungunni. Ef glerið opnast ekki getur verið gott að snúa ögn til beggja hliða með tönginni og þá þrýstist sprungan venjulega af stað.

 

Þumalfingursgrip breyta

Það er fljótlegt við brot á stærri glerflötum að kreppa báða hnefa, láta skurðin á glerinu hvíla ofan á vísifingrum og þrýsta ofan á glerið með þumlum. Svo er glerið spennt þannig að endar leiti niður og miðjan upp. Ef þetta tekst ekki í fyrstu umferð þá borgar sig að nota töng. Þessi aðferð gefur oft ójafnara brot en aðrar. Hentar hins vegar vel þegar allt vinnuplass er lítið og verið er að búta stærri plötur niður til geymslu.

Mynd:Breakglass1.jpg

Brot á borðbrún breyta

Brot á borðbrún er fljótlegasta aðferðin ef fletir beggja vegna skurðs ná 10 cm. Glerið er dregið út á borðbrún þannig að skurðarrákin nemi nákvæmlega við borðbrúnina. Glerinu er lyft og hendurnar halda við glerið sitt hvorum megin við skurðarrákina. Glerinu er skellt snöggt á brúnina og opnast þannig. Ef þetta tekst ekki í fyrstu umferð þá borgar sig að nota töng. Ath. varist að lata glerbrún snerta lófann sem heldur um glerið vegna slysahættu.

Að þrýsta með þumalfingri breyta

Að þrýsta með þumalfingri. Ef búið er að skera út fríhendis í gler, sem og hringi eða sívalan skurð er gott að leggja glerið á mjúkt efni, t.d. þykkt teppi eða handklæði. Svo er glerinu snúið við þannig að skurðarrákin vísi niður. hafið plástur á þumalfingrinum til að forðast skurði. Svo er þrýst á rákina með fingrinum þangað til það myndast sprunga. Þumalfingurinn færuður nánast að enda sprungunnar og þrýst aftur þannig að sprungan haldi áfram að opna sig, svo koll af kolli.

Að þrýsta með trékubb breyta

Þjónar sama tilgangi og þumalsfingursþrýstingurinn, nema eykur ögn hættu á að glerið springi á rangan máta. Valin er lítill trékubbur sem rúmast vel í lófa. Ekki þarf sérstaklega mjúkt undirlag svo hægt sé að nota þessa aðferð. Glerinu er snúið við þannig að skurðarrákin vísi niður. Svo er þrýst á rákina með brún á kubbnum þangað til það myndast sprunga. Kubburinn er færður nánast að enda sprungunnar og þrýst aftur þannig að sprungan haldi áfram að opna sig, svo koll af kolli.

Hringskurður breyta

Hringskurð er þægilegast að vinna með hringskera. Fyrst er glerið þrifið og skerinn smurður. Svo er þrýst þéttingsfast ofan á skerann og hringurinn skorinn út með einni langri hreyfingu. Glerinu er snúið við og skurðurinn sprengdur í gegn, t.d. með trékubb. Svo er skorið með hefðbundnum glerskera frá hringnum að útbrun með reglulegu millibili (sjá mynd neðar). Að lokum er gott að nota töng til þess að opna skurðina varlega inn að hring og þannig losa hann frá. Ath. ekki lyfta plötunni langt fra borði því óvist er hvenær afskurðurinn springur frá.

Bræðsla og hiti breyta

Vandalmál á borð við að gler verði stökkt, brúnir þess of ávalar eða kantaðar, það fali illa að móti og hrökkvi í sundur í ofni er oft hægt að leysa með því að læra betur á ofninn sem er verið að nota og á glertegundina sem er verið að nota. Hér getur þú fundið annars vegar leiðbeiningar um hvaða ályktanir má draga af glermunum sem þú hefur brætt og hins vegar töflu sem hægt er að útfæra eftir þeim ofni og glertegundum sem þú ert að nota.

Glerbræðsla - að finna rétta bræðsluaðferð. breyta

Hér eru gefnar upplýsingar um hvernig þú getur náð tökum á bræðslu í eigin ofni. Þú færð viðmiðunartöflu með því að smella hér, en upplýsingarnar hér að neðan eru nauðsynlegar til þess að geta útfært hana að eigin þörfum.

1. Athyglisgáfan og skráning er eina leiðin til þess að ná fullu valdi á glerinu vegna þess að:

a. Glertegundir eru margar og misjafnar. Grunnhráefni glers eru alltaf sandur og sódi, en íblöndunarefni glerframleiðanda ráða miklu um hegðun glersins á meðan bræðslu stendur. - Því er ekki til algilt bræðsluferli fyrir gler. b. Að sama skapi verða hitamælingar í ofnum ólíkar eftir gerð ofna og staðsetningu hitaskynjara. Þess vegna þarf að móta töflu sem hér fylgir að eigin reynslu.

2. Gögn sem þarf að skrá um hráefnið Hvaða gler telur þú að þú sért að fara að bræða? Hver er framleiðandi? Hversu þykkt er glerið? Hvaða glergerð/einkenni er um að ræða? Hvað var gert og hvernig tókst það? Þessar upplýsingar hjálpa þér til að læra að bræða rétt.

3. Ályktanir út frá fyrri reynslu af glertegundinni - Hvað stendur til? a. Ef festa á lit á gler þá þarf lægsta hitastigið. b. Næst minnsta hitann þarf hlutur sem hefur verið flatbrenndur áður en hann er látinn bráðna ofan í eða utan um mót. c. Ef festa á saman gler - flatbrenna þá er topphitinn hærri en annars þarf að vera. d. Ef mýkja á brúnir í fyrstu brennslu þá þarf hitinn að fara upp fyrir fyrri áhrif. e. Ef hlutur á að leka ofan í mót þá þarf hitinn að vera hærri en hér hefur verið að fram talið. f. Ef filma á borð við K-filmu er á glerinu sem á að bræða er hitastigið ennþá hærra.

Ef gler á að bráðna að fullu, þá þarf hitastigið að ná vel yfir 900° í flestum tilfellum, stundum mun hærra.

4. Ályktanir út frá gripum sem hafa verið bræddir a. Útbrunir eru mjög ávalar > bræðsluhiti of hár og/eða hæsta hitastigi haldið of lengi. b. Útbrúnir hafa mýkst lítillega, en glerið fallið illa að forminu > bræðsluhiti of lágur og/eða hæsta hitastigi haldið of stutt. c. Útbrúnir eru mjög ávalar og glerið hefur fallið vel að forminu > hægt að ná köntum beinni með því að flatbrenna glerið fyrst og endurbræða svo á lægri hita og/eða styttri tíma. d. Litir dofna mjög mikið > bræðsluhitastig of hátt e. Litur á filmugleri, t.d. K-gleri, framkallast illa og springur lítið. > bræðsluhitastig of lágt f. Misjöfn áferð á grip og misvel bráðinn > Staðsetning í ofni röng - leitast við að hafa gripi sem mest fyrir miðju á ofni og ef margir hlutir eru bræddir í einu þannig að miðjun er ekki möguleg, þá er best að hægja á þeim hraða sem ofninn hitnar á, lækka hitatoppinn, halda honum lengi og kæla hægt. g. Hlutir á efri plötum í ofni bráðna meira en á neðri plötum. > Röðun gripa röng og/eða kæling of hröð. Stórir hlutir og þykkara gler ofar, smærri hlutir neðar. Samskonar hlutir á mörgum hæðum þurfa lægri hitatopp en ella, vera lengur að hita ofninn, halda topphita mun lengur og kæla hægt. Eftir þvi sem fleiri hlutir eru bræddir í einu, þeim mun erfiðara er að láta alla hluti fá sömu áferð.

Hitabræðslutafla breyta

Hér er hitabræðslutafla sem ætluð er til viðmiðunar við að ná tökum á eigin glerbræðslu.

 

 

Þykkt
Hitun
Að hitastigi
Hitastigið haldið í
mm
C ° á klst.
mínútur
.
Hámarkshitun
200°
15 mín
2
270
550°
0 mín.
3
260
550°
0 mín.
4
240
550°
0 mín.
5
220
550°
0 mín.
6
200
550°
0 mín.
7
180
550°
0 mín.
8
165
550°
0 mín.
9
150
550°
0 mín.
2
Hámarkshitun
800°
1 mín
3
Hámarkshitun
800°
2 mín
4
Hámarkshitun
800°
3 mín
5
Hámarkshitun
800°
4 mín
6
Hámarkshitun
800°
5 mín
7
Hámarkshitun
800°
6 mín
8
Hámarkshitun
800°
7 mín
9
Hámarkshitun
800°
8 mín
2
Hámarkskæling
530°
8 mín
3
Hámarkskæling
530°
10 mín
4
Hámarkskæling
530°
13 mín
5
Hámarkskæling
530°
16 mín
6
Hámarkskæling
530°
20 mín
7
Hámarkskæling
530°
26 mín
8
Hámarkskæling
530°
33 mín
9
Hámarkskæling
530°
40 mín
2
400
45°
0 mín
3
365
45°
0 mín
4
330
45°
0 mín
5
295
45°
0 mín
6
260
45°
0 mín
7
225
45°
0 mín
8
190
45°
0 mín
9
155
45°
0 mín

 

Upprifjunarspurningar breyta

1. Hvers vegna er hagkvæmt að þrífa gler fyrir skurð?

2. Er skorinn hringur sprengdur upp í gegnum glerið áður en farið er að skera frá honum?

3. Í hvaða tilfellum er gott að skera frá sér?

4. Hver er orsökin ef filma á K-gleri hefur ekki hvítnað við bræðslu?

5. Ef brúnir glers eru mjög ávalar eftir bræðslu, en ætlunin var að hafa þær sem beinastar, er þá eðlilegt að lækka hitann í næstu tilraun við að smíða hlutinn?

6. Er rétt að þykkara gler þurfi lengri tíma til að kólna en þynra gler?

7. Hvers vegna er æskilegt að skrá lýsandi upplýsingar niður um hvern hlut sem er smíðaður?

8. Þarf flotgler (rúðugler) minni eða meiri hita til bræðslu en gler sem er ætlað til glerblásturs?

Gagnlegir tenglar breyta

http://groups.google.is/group/rec.crafts.glass/topics

Ýtarefni á Wikibooks breyta

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:

Ekki er mikið um ýtarefni á Wikibooks, hvorki á ensku né íslensku, vegna flatbrennslu og formmótun glers.