Geta beitt hugtökunum vinna, orka og afl og lýst tengslum á milli þeirra
2-3 Vinna, orka og afl
breytaVinna og orka
breyta- Vinna er það þegar hlutur færist úr stað fyrir tilstilli krafts.
- Sú vinna sem unnin er þegar hlutur er færður er margfeldi af kraftinum sem beitt er við færslu hlutarins og vegalengdinni.
- Vinna = kraftur \* vegalengd
- Eining vinnu er njútonmetri Nm sem er líka kölluð júl ( 1NM= 1J)
- Hversu mikla vinnu þarf til að lyfta 200N þungum hlut 0,5m? 200N\*0,5=100Nm eða 100 J.
Afl
breyta- Afl er mælikvarði á hversu hratt vinna er unnin, það hversu mikil vinna fer fram á tímaeiningu.
- Afl er vinna eða orka deilt með tímanum sem verkið tekur.
- Afl = vinna/tíma = orka/tíma.
- Afl = kraftur \* vegalengd / tíma
- Eining afls er vatt, W, sem er júl á sek. Eitt vatt jafngildir einu júli á sek, 1 J/sek.
Heimildir
breyta- Kraftur og hreyfing, Bls. 44-55. Hálfdan Ó. Hálfdanarson þýddi og staðfærði. fl. 1998, Námsgagnastofnun.