Geislavarnir og barnaröntgenmyndataka

<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur Jórunn Garðarsdóttir

Röngenmynd af hrygg fyrir aðgerð
Mynd af hrygg eftir aðgerð

Röntgenmyndataka af börnum er að mörgu leyti frábrugðin myndatöku af fullorðnum. Um er að ræða einstaklinga sem hafa langan líftíma fyrir höndum, þar sem skaðleg áhrif geislunar geta komið fram. Talið er að börn séu mun næmari fyrir geislun, þar sem vefir þeirra eru í sífelldum vexti. Auk þess eru börn í mörgum tilfellum ekki samvinnuþýð, liggja ekki kyrr, anda hraðar og auka þannig líkurnar á endurtekningum.

Grundvallaratriði er að öll geislun sé réttlætanleg, þannig að það á að vera viðkomandi sjúklingi til meira gagns að beita geislun en hugsanleg skaðsemi sem geislunin getur valdið.


Framkvæmd rannsóknar

breyta

Framkvæmd rannsóknarinnar sjálfrar á einnig að framkvæma þannig að tryggð er aðlögun tökugilda að aldri og stærð sjúklingsins í öllum tilfellum. Þannig er stuðlað að því að notuð er eins lág geislun og mögulegt er, án þess að takmarka greiningarupplýsingar.

Útskýra vel

breyta

Það þarf alltaf að útskyra rannsóknina vel fyrir bæði foreldrum og barninu sjálfu áður en rannsóknin hefst . Með góðri samvinnu við barnið má auka líkur á að rannsóknin heppnist. Ef barnið er kyrrt og andar á réttan hátt má koma í veg fyrir að það verði fyrir óþarfa geislaskammti, sem gæti orsakast af því að myndin er hreyfð og ekki nógu góð og endurtaka þarf hana. Þetta þarf þó ekki að þýða að áhættan fyrir börn sé miklu meiri en fyrir fullorðna þar sem í flestum tilfellum er hægt að taka röntgenmyndir af börnum með mun lægri geislaskömmtum en hjá fullorðnum. Þannig þarf lungnamynd af barni aðeins 1/10 af þeirri yfirborðsgeislun sem þarf við lungnamynd hjá fullorðnum. Minnka má geislaskammta barna með ýmsu móti, m.a. með að nota ekki dreifigeislasíu á yngstu börnin og síur með lægra síuhlutfall en almennt er notað (r = 1:8, 40L/cm) fyrir eldri börn. Slíkt getur lækkað geislun 3 – 4 falt. Ávallt skal not blýsvuntur/buddur þar sem því verður við komið.

Að takmarka skyggnitíma vegur einnig þungt og þá sér

Ekki endilega meiri geislaskammtur

breyta

staklega að velja minna svæði en filmuhylki segir til um þegar notuð er sjálfvirk afblendun. Einnig er það talið æskilegt á þeim stöðum þar sem mikið er um röntgenrannsóknir af börnum að sérþjálfað starfsfólk sjái um þær, t.d. geislafræðingur með sérþjálfun. Í desember 2003 var barnaröntgenstofa LSH flutt á nýjan stað og er hún á sama gangi og bráðamóttaka barna á Barnaspítala Hringsins.

Með tilkomu digital röntgenbúnaðar má áætla að geislaskammtur sjúklinga hafi minnkað verulega þar sem minna er um endurtekningar og myndirnar er hægt að lagfæra eftir á.

Tökur

breyta

Nokkur atriði varðandi töku röntgenmynda á börnum:

• Þegar verið er að taka röntgenmyndir af smábörnum, er mjög mikilvægt að geislasviðið sé eins lítið og mögulegt er m.t.t. þess svæðis sem skoða þarf. Þá er mikilvægt að ljóssvið passi mjög vel við geislasviðið og skal það atriði prófað vikulega á tækjum sem notuð eru til myndatöku af börnum. • Í mörgum myndatökum af börnum þarf ekki að nota dreifigeislasíu og er þá filman sett beint undir barnið. Barnið er það lítið að dreifigeislun er lítil og því ónauðsynlegt að nota dreifigeislasíu eða filmuhylki með dreifigeislasíu sem eykur geislaskammt á barnið. • Þar sem hægt er skal nota sérstök filmuhylki sem eru með framhlið úr kolfiberefnum, og með eins næmum mögnunarþynnum og mögulegt er m.t.t. myndgæða. • Við skyggnirannsóknir er í flestum röntgentækjum hægt að færa dreifigeislasíu frá, þ.e. út úr geislasviðinu og dregur sú aðgerð verulega úr geislun á barnið. Mikilvægt er að blenda vel af og halda skyggnimagnara eins nálægt barninu og hægt er. • Halda skal skyggnitíma eins stuttum og hægt er og nota púlserandi skyggningu þar sem því verður við komið.

Krossapróf úr texta

breyta

Krossapróf úr myndunum að ofan

breyta

Heimildir

breyta

Unnið upp úr kennsluefni frá Geislavörnum ríkisins og upplýsingar af vef.

Ítarefni

breyta
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt: