Garden planner
Leiðbeiningar um notkun á hönnunarforritinu Garden planner
breytaUm Garden planner
Garden planner er forrit sem notað er til þess að hanna og skipuleggja garða og önnur lokuð svæði. Það er mjög einfalt í uppsetningu og notkun. Forritið krefst lágmarks tölvukunnáttu svo hægt sé að nýta sér það. Einungis þarf að sækja forritið og setja það upp. Mögulegt er fá prufueintak í 15 daga til þess að kanna hvort viðkomandi hafi áhuga.
Hvernig er hægt að nálgast Garden planner
Slegin er inn slóðin garden planner software. Valin er slóðin download.cnet.com/Garden-Planner/3000-18499_4-10285889.html – Þá kemur upp síðan með Garden planner og er valið download now. Mögulegt er að kaupa forritið strax eða fá prufueintak til 15 daga.
Fyrstu skrefin
Ef valin er prufukeyrsla af Garden planner er spurt í hvert skipti sem farið er inn í forritið í 15 daga hvort viðkomandi hefur áhuga á að kaupa núna eða ætlar einungis að prufa áfram.
Notkun
Í byrjun er valin leiðin new garden plan. Kemur þá upp rúðustrikað skjal. Til vinstri á skjánum er hægt að velja á milli lista yfir hluti sem mögulegt er að setja í skjalið svo sem tré, runna, blóm eða garðhúsgögn og lista með tækjum og tólum. Sem dæmi um tæki og tól má nefna línur sem hægt er að móta að eigin vali og skyggingar. Til þess að setja inn tré, runna og garðhúsgögn o.fl. þarf einungis að draga þá gerð sem valin er yfir á vinnuplanið. Ef ætlunin er að halda áfram með skjalið síðar er það einfaldlega vistað.
Notkunarmöguleikar í námi og kennslu
Forritið er sérlega einfalt í notkun og getur hentað nemendum á grunnskólastigi. Býður það upp á að hanna garða og önnur lokuð svæði. Forritið getur hentað vel í námi og kennslu. Mögulegt er að m.a. þjálfa rýmisgreind og umhverfisgreind nemenda. Forritið getur hentað við kennslu í náttúrufræði þar sem mögulegt er að brjóta upp hefðbundið bóknám.
Aðrir notkunarmöguleikar
Það sem einungis þarf lágmarkskunnáttu á forritið getur það hentað mjög mörgum. Forritið getur hentað öllum þeim sem eignast nýjan garð og vilja skipuleggja hann sjálfir frá grunni og þeim sem vilja rækta garðinn sinn og hanna hann á auðveldan og hentugan hátt. Auk þess hentar það þeim sem hafa áhuga á skipulagi og hönnun garða almennt.
12. desember 2009. (UTC) Guðrún Brynja Bárðardóttir