Frumur
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema |
Höfundur Salvör Gissurardóttir
Inngangur
breytaÞessi lexía fjallar um frumur og er ætluð nemendum sem eru í kjarnaáfanga í líffræði í framhaldsskóla. Þessi lexía er ítarefni með 3. kafla (bls. 47-65) bókarinnar Líffræði - Kjarni fyrir framhaldsskóla eftir Örnólf Thorlacíus.
Greinar á íslensku wikipedíu
Dýrafruma
breyta
Dýrafruma ; frumuhimna, örpíplur, kjarni, safabóla, leysibóla, frymisnet : hrjúft – slétt, hvatberi, frymisflétta. Og deilikorn, þau eru ekki í plöntufrumum.
Plöntufruma ; frumuveggur, frumuhimna, örpíplur, kjarni, safabóla, leysibóla, frymisnet : hrjúft – slétt, hvatberi, frymisflétta. Og grænukorn.. það eru ekki grænukorn í dýrafrumum.
Skilgreiningar á hugtökum
- Sveim
- Osmósa
- Innhverfing
- Úthverfing
Helstu frumulíffæri í plöntum og dýrum
breyta- w:Frumuveggur er til styrktar og verndar
Frumuhimna
breyta- w:Frumuhimna/frymishimnur umlykja frumur og frumulíffæri og stjórna för efna út og inn. Það er bæði frumuhimna utan um frumu og inn í henni utan um einstök frumulíffæri. Frymishimnur eru valgegndreypar sem þýðir að þær geta valið hvaða efnum er dælt út og inn og þannig haldið réttri samsetningu. Í frymishimnum er tvöfalt lag af fitusameindum.
Kjarni
breyta- w:Kjarni geymir erfðavitneskju. Í kjarnanum myndast DNA og RNA.
Kjarnakorn
breyta- w:Kjarnakorn þar myndast netkorn.
Netkorn
breyta- w:Netkorn (ríbósóm) Þar myndast prótín.
Í rásum frymisnetsins má greina eins konar korn sem nefnd eru ríbósóm. Aðalefni þeirra er kjarnsýran RKS. Í ríbósómunum tengjast amínósýrur saman og mynda prótín. Ríbósómin eru vel sett þar sem þau sitja föst í frymisnetinu.
Frymisnet
breyta- w:Frymisnet er vökvi sem umlykur kjarnann og sem er sífellt á hreyfingu. Frymisnetið tekur þátt í smíði og flutningum á prótíni.
Hrjúft frymisnet Hrjúfa frymisnetið er tengt netkornum, sem mynda prótín úr amínósýrum.
Slétt frymisnet
breytaSlétta frymnisnetið er án netkorna, það framleiðir fitu(lípíðefni) t.d. fyrir frumuhimnuna. Í slétta frymisnetinu eru prótínin ,,fín pússuð”.
Frymisflétta
breytaw:Frymisflétta Frymisflétta / Golgi kerfið er stafli af flötum belgjum, er flutningskerfi frumunnar. Golgi kerfið tekur við afurðum frymnisnetsins (prótein eða fita) og flytur það um eða út úr frumunni. Leysikorn eru myndaðar af golgifléttum og innihalda ensím sem sundra frumuhlutum sem ekki eru lengur notaðir. Leysikorn eru meltingartæki frumunnar. Þau geyma ensím sem sjá um að brjóta niður fæðuefni og þá sérstaklega stóra harðmelta fæðu. Þar næst er fæðan send til hvatberanna sem sjá um að brenna fæðuna til að fá orku í staðin.
Bólur og korn
breytaSafabólur eru vökvafylltir belgir á floti í umfryminu. Þær er að finna í bæði frumum plantna og dýra. Safabólur eru nokkurs konar geymslutankar frumuna. Í þeim eru geymd ýmis efni sem fruman þarf á að halda, t.d. fæðuefni og ensím.
Leysibólur
breytaLeysibólur sjá um að eyða aðskotaefnum. Þær innihalda ensím sem sundra ýmsum efnum og er stundum lýst sem meltingarkerfi frumnanna. þær geta eyðilagt heilar frumur sem eru að einhverjum hluta óþarfar. Af þessum sökum hafa þær líka fengið nafnið ,,Sjálfsvígsbelgir”.
Hvatberar
breyta- Hvatberar eru helsta orku uppspretta frumunnar. Þeir eru nokkuð stærri en ríbósómin. Í hvatberum fer fram sundrun glúkósa og annarra einfaldra fæðuefna. Við það losnar mikil orka þegar fæðuefnin eru brotin niður. Hvatberar beisla þessa orku. Hvatberar eru með mikið eða dálítið af eigin DNA. Talið er að fyrir milljónum ára hafi hvatberar verið sjálfstæðar lífverur. Hvatberi er belglaga frumulíffæri sem sundrar fæðuefnum við hægan bruna (frumuöndun) og framleiðir efni sem heitir ATP sem er eina efnið sem að frumur geta notað sem orkulind, því eru hvatberar stundum kallaðir „orkuver frumna“.
Grænukorn
breytaGrænukorn stuðla að ljóstillífun. Grænukornin hafa tvöfalda himnu og innan hennar eru grönur, í þeim er grænt litarefni, blaðgræna. Blaðgrænan drekkur í sig orku úr sólarljósi(eða rafljósi, t.d. frá gróðurhúsa lömpum). Svo virkjar grænukornið orkuna við að mynda úr orkusnauðum, einföldum efnum - koltvíoxíð(CO2) og vatni(H2O) - orkurík, flókin fæðuefni sem fruman getur nýtt sér.
Frymisgrindin er beinagrind frumunnar, hún er kvik. Hún er úr óleysanlegum próteinþráðum og er gerð úr öllum 3 stærðum próteinþræða sem eru Aktín-þræðir, milli-þræðir og örpípur. Hún er gerð úr holum, strengjum og örðpíplum. Hlutverk hennar er að frumulögun, innanfrumu skipulag, flutningur efna innan frumu, tengja saman frumu og mynda vef og einnig stiðja við frumuna og móta hana.
Bifhár og svipur
breyta- w:Bifhár og svipur
Deilikorn
breytaDeilikorn eru örpíplusívalningar og liggja hornrétt á hvort annað. Deilikornin liggja við hlið kjarnans og taka þátt í frumuskiptingunni. Í dýrsfrumu eru deilikornin tvö. Í upphafi frumuskiptingar þegar geislaskautið skiptir sér þá tvöfaldast deilikornin og þá fer eitt par af deilikornum í sitt hvort skautið, en geislaskautin fara síðan sitt hvoru megin við kjarna dýrsfrumunnar.
Verkefni
breyta- Lýstu frumukenningunni með eigin orðum.
- Nefndu nokkur frumulíffæri
- Lýstu frumuhimnu
- Teiknaðu dýrsfrumu og plöntufrumu og merktu inn á teikningarnar helstu frumulíffæri.
- Hvaða munur er á dæmigerðri frumu í plöntu og í dýri?
- Hver er helsti munur á kjarnafrumu og dreifkjarnafrumu?
- Hvað gerist í grænukornum?
- Hvað eru netkorn og hvað gera þau?
- Hvað er innhverfing?
- Hvað er úthverfing?
- Hvaða starfsemi fer fram í hvatberum?
Vefleiðangrar
breyta- A cell is a small city
- http://www.scsc.k12.in.us/SMS/Teachers/Martin/intro.htm
- http://www.avonworth.k12.pa.us/kwalbush/cell_webquest.htm
- http://schools.sd68.bc.ca/coal/themepage/grade6/cellweb.htm
- http://www.glencoe.com/sec/science/webquest/content/newresearch.shtml
- http://web1.ww-p.org/HSN/teachers/astewart/index.htm
- http://myschoolonline.com/page/0,1871,48624-196200-51-116395,00.html
- http://www.kn.pacbell.com/wired/fil/pages/webcellsmr.html
- http://oneweb.utc.edu/~deborah-mcallister/educ575/wq03RobbieLittlejohn/WQRobbieLittlejohn.htm
- http://www.radford.edu/~sbisset/cellswq.htm
- http://iseagle.sas.edu.sg/emillar/Cell%20Webquest.htm
- http://www.nasalearn.org/re_wq_acellisasmallcity.htm
- http://teachers.henrico.k12.va.us/henrico/epps_s/cellwebquest/Cell%20Webquest.htm
- http://www.pendergast.k12.az.us/edservices/cis/Resources/Science/cells.html
- http://classroom.jc-schools.net/sci-units/cells.htm
- http://www.indiana.edu/~tickit/projectgallery/ind_details02-03/darrell1.htm
- http://www.netxv.net/esc/technology/InstructionalTechnology/webquest%20examples/WebQuestPS10/Microscopic%20Factory.htm
- http://web.archive.org/20031215195139/homepage.mac.com/cohora/ext/cell.html
- http://hrsbstaff.ednet.ns.ca/dnichol1/WebQuest/cell%20webquest/biology.htm
- http://scott.k12.va.us/yuma/Yuma%20WebQuest/yuma_webquest_activities.htm
- http://www.can-do.com/uci/ssi2003/introcell.html
Tenglar
breyta- Innra líf frumu (The Inner life of Cell). sjá einnig á youtube
- Vísindavefurinn - Hvert er hlutferk safabólu?
- [Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau?]
- Cell structure and processes
- Cells Alive animations!
- The Virtual Cell
- NIGMS Inside the cell
- Háskólinn í Utah - Inn í frumunni
- Háskólinn í Arizona - Frumulífffræði
- Biology Corner Cellular Biology