Forsetar á Íslandi
Frá stofnuna lýðveldis á Íslandi 1944 hafa verið 6 forsetar sem setið hafa í mismunandi tíma. Ein kona hefur setið sem forseti og fimm karlmenn. Forseti Íslandi býr á Íslandi, nánar tiltekið Bessastöðum á Álftanesi, Garðabæ þar sem hann hefur aðseturen skrifstofa forseta er á Sóleyjargötu.
Aðsetur Forseta
breytaForseti Ísland hefur aðsetur á Bessastöðum þar sem hann býr. Skrifstofa Forseta er staðsett á Sóleyjargötu 1.
Fyrrum forsetar
breytaFimm fyrrum forsetar hafa setið á Íslandi og einn þeirra lét lífið meðan hann gengdi embætti. Sveinn Björnsson var fyrsti forseti Ísland en hann sat frá 1944 - dauðadags 25.janúar 1952.
Ásgeir Ásgeirsson var næsti forseti Ísland en hann sat frá 1952 - 1968. Hann var fyrsti forsetinn sem var kjörinn í almennum kosningum. Mikil spenna var fyrir kosningar 1952 og fór svo að Ásgeir sigraði Séra Bjarna Jónsson og Gísla Sveinsson. Ásgeir hlaut 46,7% atkvæða. Mikill hiti var eftir þetta og bæði Ólafur Thors og Hermann Jónsson voru ósáttir við að Ásgeir varð forseti. En ekki var hægt að deila við vilja almennings og Ásgeir sat í fjögur kjörtímabil. Hann fékk aldrei mótframboð svo augljóslega var hann að gera eitthvað rétt. Ásgeir var fyrsti forseti sem fór í opinbera heimsókn þegar hann heimsótti Friðrik 9 Danakonung og tók svo einnig á móti honum. Ásgeir féll frá árið 1972, 68 ára að aldri
Kristján Eldjárn var þriðji forseti Ísland og sat frá 1968 - 1980. Í forseta kosningum 1968 valtaði Kristján fyrir Gunnar Thoroddsen með 2/3 hluta atkvæða. Gunnar þessi var tengdasonur Ásgeir Ásgeirsson fráfarandi forseta. Kristján var mjög óeftirminnalegur forseti sem hafði lítil sem engin afskipti af Alþingi sem á sínum allra síðustu árum. Hann tilkynnti að hann myndi ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Kristján létst 1982.
Vigdís Finnbogadóttir 1980 - 1996 var fjórði forseti Ísland og fyrsti kvennkynsforseti heims. Segja má að Vigdís hafa verið rétt kona á réttum tíma. Hún var alþýðukona og þjóðin líkaði vel við hana. Vigdís bar sigurorð af Guðlaugi Þorvaldssyni með 33,8% atkvæða einu og hálfu á undan Guðlaugi. Það sem varð Guðlaugi að falli var að hann var tengdur flokkum á Alþingi sem fólkið vildi ekki. Vigdís líka náði vel til fólksins og var flottur forseti í 16 ár. Hún fékk aldrei mótframboð.
Ólafur Ragnar Grímsson 1996 - 2016 var fimmti forseti Ísland og sá sem hefur setið lengst. Ólafur Rangar var oft á tíðum umdeildur maður en barátta hans gegn hlýnun jarðar og bráðnu íss á Norðurslóð hefur vakið heimsathygli. Ólafur fékk aldrei almennilegt framboð á móti sér nema árið 2012 þegar Þóra Arnarsdóttir fjölmiðlakona bauð sig fram gegn honum. Ólafur vann á endanum öruggan sigur. Í kosningum 1996 vann Ólafur einnig öruggan sigur. Hann hlaut einnig mótframboð árið 2000.
Guðni TH Jóhannsson 2016 - xx er sjötti forseti Íslands. Guðni situr á Bessastöðum í dag eftir að hafa sigrað nokkuð skemmtilega kosningabaráttu 2016. Það var í tísku fyrir kosningar að bjóða sig fram og alls buðu 22 sig fram en aðeins 9 voru svo á kjörskrá. Fór svo að Guðni hlaut 38,49% atkvæða en næstur á efitr honum kom Halla Tómasdóttir með 27,51% atkvæða. Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson og Sturla Jónsson fengu einnig atkvæði fyrir 3%
Forsetar
breytaMynd | Forseti | Tók við embætti | Lausn frá embætti | Sat í | Kjörtímabil | Aldur í forsetatíð |
---|---|---|---|---|---|---|
Sveinn Björnsson | 17. júní 1944 | 25. janúar 1952Snið:Stjarna | 2.778 daga | 2 | 63 til 70 ára | |
Ásgeir Ásgeirsson | 1. ágúst 1952 | 31. júlí 1968 | 5.844 daga | 4 | 58 til 74 ára | |
Kristján Eldjárn | 1. ágúst 1968 | 31. júlí 1980 | 4.383 daga | 3 | 51 til 63 ára | |
Vigdís Finnbogadóttir | 1. ágúst 1980 | 31. júlí 1996 | 5.844 daga | 4 | 50 til 66 ára | |
Ólafur Ragnar Grímsson | 1. ágúst 1996 | 31. júlí 2016 | 7.304 daga | 5 | 53 til 73 ára | |
Guðni Th. Jóhannesson | 1. ágúst 2016 | 31. júlí 2024 | 2 | 48 til 56 ára |
Mynd:Halla Tómasdóttir Halla Tómasdóttir 1. ágúst 2024 |situr í embætti| |1| 56 ára|}
Snið:Stjarna Sveinn Björnsson lést í embætti. Handhafar forsetavalds fóru með völd forseta fram að innsetningu Ásgeirs Ásgeirssonar í embættið þann 1. ágúst sama ár.
Heimildir
breytaForseti.is https://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/06/26/gudni_kjorinn_forseti_islands_5/