Forgangsröð aðgerða

Höfundur Sigrún Eugenio Jónsdóttir

Námsefni þetta er hægt að nýta sér í eldri bekkjum grunnskólans auk grunnáfanga framhaldsskóla í stærðfræði. Námsefni kennir helstu reglur sem gilda um forgangsröð aðgerða.


Forgangsröð aðgerða breyta

  Í þessari wikibók er ætlunin að skoða helstu reglur sem gilda í forgangsröðun aðgerða í algebru. Þessar aðgerðir gilda janfn um tölustafi og bókstafi.

Stærðartákn og stæða breyta

Þegar tölur og/eða bókstafir eru tengdar með reikniaðgerðum (+,-,*,/) er talað um stærðartákn, sem oft er nefnt stæða (en. algebraic epression)


Reglur

1. Fyrst er reiknað úr öllum svigum (ef þeir eru fyrir hendi).

2. Reikna síðan veldi og draga kvaðratrót (ef slíkt er fyrir hendi).

3. Margfalda og deila.

4. Leggja saman og draga frá.

Dæmi breyta

Forgangsröð aðgerða - Dæmi
Expression Jafna Reikniaðgerð
4 × 2 + 1 = 4 × 2 + 1 Margföldun
= 8 + 1 Samlagning
= 9
12 - 9 ÷ 3 = 12 - 9 ÷ 3 Deiling
= 12 - 3 Frádráttur
= 9
3 + 12 ÷ (5 - 2) = 3 + 12 ÷ (5 - 2) Svigar
= 3 + 12 ÷ 3 Deiling
= 3 + 4 Samlagning
= 7
7 × 10 - (2 × 4)2 = 7 × 10 - (2 × 4)2 Svigar
= 7 × 10 - 82 Veldi
= 7 × 10 - 64 Margföldun
= 70 - 64 Frádráttur
= 6

Ítarefni breyta