Fjölmennasta land í heimi
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema |
Höfundur Erla Kristín Svavarsdóttir
Í dag eru 1.095.351.995 íbúar á Indlandi en 1.313.973.713 íbúar í Kína. Indland verður líklega fjölmennara heldur en Kína eftir 20 ár. það er vegna þess að pör mega bara eignast eitt barn í Kína. En það eru engin takmörk á barneignum á Indlandi. Það fæðast mörg börn á Indlandi 22,01 fæðingar á 1000 íbúa og 8,18 dauðsföll á 1000 íbúa. En í Kína eru 13,25 fæðingar á 1000 íbúa og 6,97 dauðsföll á 1000 íbúa. Líklegt er að íbúafjöldi í Kína verði 1,5 milljarðar árið 2027 og á Indlandi verði 1,6 milljarðar árið 2027.
Indland
breytaIndland er ríki í Suður-Asíu, sjöunda stærsta og annað fjölmennasta ríki jarðar. Þvert yfir norðurhluta liggja Himalafjöll (hæsti tindur: Kanchendunga 8586m) og Karakoramfjallgarður sem nær inn í norðvestanvert landið. Sunnar taka við frjósamar og fullræktaðar ársléttur stórfljótanna Indus, Ganga og Brahmapútra. Fólksfjölgunin er helsta vandamál Indverja sem fjölgar um 2,3% á ári (1978-1985). Efnahagsmálum landsins er stýrt með fimm ára áætlun og leitast er við að framleiða allar neysluvörur innanlands. Um 63% landsmanna stunda landbúnað.
Kína
breytaKína er ríki í Austur-Asíu. Kína er þriðja víðlendasta ríki heims. Kína er að mestu hálendi, þar sem skiptast á fjallgarðar og víðlendar sléttur með lössjarðvegi. Láglendi er mest í Austur-Kína. Kína er fjölmennasta ríki heims. Íbúadreifing er mjög breytileg, í árdölum og á frjósömum sléttum eru íbúar víða yfir 100 áa ferkílómetra en til fjalla er afar strjábýlt. Aðalatvinnuvegur kínverja er landbúnaður og 63% landsmanna starfa við hann.
Kort af Indlandi
breyta
Kort af Kína
breyta
Krossapróf
breyta