Fjölærar jurtir
Fjölærar plöntur eru þær sem blómgast ár eftir ár. Venjan er að skipta þessum hópi í tvennt: jurtkennda fjölæringa og trjákennda fjölæringa. Jurtkenndir fjölæringar mynda stöngul, blöð og blóm að vori en deyja þegar vetur gengur í garð. Rótin lifir hins vegar af veturinn og af henni vex plantan að nýju að vori. Kartafla og rabarbari flokkast til jurtkenndra fjölæringa. Til trjákenndra fjölæringa teljast runnar og tré sem hafa trékennt ytra byrði. Trékenndur stöngullinn lifir veturinn af og ber blóm og fræ á hverju ári.