<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur Helena Björk Guðmundsdóttir

Þetta er wikibók um röskunina einhverfa. Það verður farið lauslega yfir helstu einkenni einhverfu, hverjar eru taldar orsakir hennar, helstu úrræði og tíðni einhverfu.


Einkenni

breyta
 
18 mánaða einhverfur drengur staflar upp hlutum

Einhverfa er þroskaröskun sem kemur fram fyrir 3 ára aldur og felur í sér mikla skerðingu í félagslegri virkni, greind, tilfinningatengslum, máltjáningu og öðrum boðleiðum og samskiptum við annað fólk og umhverfið. Önnur helstu einkenni einhverfu eru einnig óeðlileg eða óæskileg hegðun eins og sjálfsörvandi hegðun sem er síendurtekin hegðun eins og rugg eða hlutum er snúið, áráttu hegðun, bergmál en það er þegar endurteknir eru hlutar af setningu eða heilar setningar sem aðrir segja annað hvort strax eftir að setning heyrist eða eftir að ákveðinn tími hefur liðið, sjálfsskaðandi hegðun og mikil skapofsaköst. Börn með einhverfu tala oft í einum flötum tóni, sýna öðru fólki engin viðbrögð, sýna slakt eða ekkert augnsamband, skilja ekki félagslegar vísbendingar eins og svipbrigði eða líkamstjáningu. Magn einkenna og styrkleiki eru þó mjög einstaklingsbundin og einnig breytast þau hjá hverjum einstaklingi yfir tíma.


Orsakir

breyta

Áður fyrr var talið að orsök einhverfu lægi hjá foreldrum og þá aðallega móður og að uppeldið væri orsök hennar. Foreldrar barna voru þá taldir kaldir og tilfinningalausir og því kæmu þessi einkenni fram hjá börnunum. Einnig voru uppi hugmyndir um að einhverfa væri geðröskun sem væri tengd geðklofa en nú er vitað að hún er sjálfstæð röskun og tengist ekki geðklofa. Í dag eru flestir sammála því að einhverfa sé röskun sem eigi sér taugafræðilegar orsakir sem virðast tengjast genum sem enn á þó eftir að finna. Þroskahömlun og flogaveiki er algeng meðal barna með einhverfu.


Úrræði/meðferð

breyta

Snemma var vitað að finna þyrfti aðferðir til að breyta og hafa áhrif á hegðun og komu fljótt margar kenningar fram um hvernig mætti gera það en langur tími leið þar til meðferðir eða námsinngrip urðu til, sem hefðu þá áhrif á hegðun. Um 100 ár liðu frá því kenningar fóru að koma fram og þar til fyrstu meðferðirnar urðu til sem hafa áttu áhrif á hegðun. Þá var talið að nóg væri að kenna börnum með einhverfu málnotkun og það myndi hafa áhrif á og breyta annarri hegðun. Þær meðferðir sem notaðar voru áður fyrr voru flestar byggðar á kenningum sálkönnunar (psychodynamic) sem gengu þá út frá því að orsök einhverfu væru tengdar uppeldi og þá sérstaklega móðurinni og umhverfinu í kringum börnin. Þær meðferðir einblíndu oft á afmarkaða hegðun sem reynt var að hafa áhrif á og reyndust slíkar meðferðir ekki bera mikinn árangur. Það hefur komið í ljós að hjá flestum börnum sem greinst hafa með einhverfu hafa batarhorfur ekki verið góðar og margir telja að einhverfa sé röskun sem ekki sé hægt að vinna gegn eða hafa áhrif á. Flestar rannsóknir hingað til hafa bent til þess að einhverfa sé þroskaröskun sem hjá flestum er ævilangt ástand.

Þær meðferðir sem helst hafa verið notaðar með börnum með einhverfu eru atferlismeðferð og TEACCH. Atferlismeðferð er sú meðferð sem hefur mestan raunvísindalegan bakgrunn. Atferlismeðferð sem notast við aðferðir hagnýtrar atferlisgreiningar leggur áherslu á að einstaklingar með einhverfu verði óþekkjanlegir frá öðrum jafnöldrum en TEACCH virðir samfélag einstaklinga með einhverfu. Atferlismeðferð kennir hæfileika sem börnin hafa ekki og leggur áherslu á að þróa nýja hæfileika en TEACCH leggur áherslu á að byggja á styrkleikum, áhuga og hæfileikum einstaklingsins. TEACCH einblínir á breytur sem ekki hægt er að skoða eins og hugsun einstaklingsins en þeir er aðhyllast atferlismeðferðar telja að slíkar breytur geti ekki haft áhrif á hegðun. Báðar meðferðir stuðla að sjálfstæði einstaklinga með einhverfu en gera sér þó grein fyrir því að algjört sjálfstæði er oft óraunhæft markmið. Báðar meðferðir telja einnig að þátttaka foreldra sé mikilvæg. Meðferðirnar eru ólíkar að mörgu leyti en þær eiga þó einnig ýmsilegt sameiginlegt.

Rannsóknir hafa sýnt að einhver árangur næst með TEACCH. Rannsóknir hafa sýnt að með þeirri aðferð næst að hækka greindavísitölu, hækkunin hefur verið frá 3 stigum upp í 24 stig, árangur reynist mismunandi eftir rannsóknum. Sú aðferð virðist þó bera mestan árangur fyrir þau börn sem sýna mikil þroskafrávik fyrir inngrip. Þá hafa rannsóknir á árangri atferlismeðferðar gefið góða von um að hægt sé að vinna gegn einkennum einhverfu, bæta líf þeirra sem greinast með einhverfu og jafnvel að eyða öllum einkennum einhverfu. Sýnt hefur verið fram á að hún nái að auka málnotkun, félagsfærni, leik og námsfærni ásamt því að draga úr óæskilegri hegðun. Það virðist þó vera að mismunandi börn þurfa mismundandi meðferð, engin ein meðferð virðist henta öllum börnum með einhverfu. Algengast er að notaðar séu einhvers konar námaðferðir eins og TEACCH eða atferlismeðferð og sum börn þurfa á lyfjagjöf að halda.

Tíðni

breyta
 

Fleiri börn greinast nú með einhverfu en áður. Líklegt þykir að ekki sé um rauna aukningu á tilfellum að ræða heldur að aukin þekking, betri tækjabúnaður til greiningar, breytingar á skilgreiningu hugtaksins einhverfa og það að fólk sé orðið mun meðvitaðara um einhverfu og aðrar þroskaraskanir bæði almenningur og sérfræðingar ,hafi leitt til þess að fleiri tilvísanir eiga sér stað sem svo veldur því að fleiri börn greinast með einhverfu en áður. Ekkert bendir til þess að það sé eitthvað sem við kemur umhverfinu sem hafi ollið þessari aukningu í fjölda barna er greinast með einhverfu.

Talið er að um 4 -5 af hverjum 10.000 börnum séu með einhverfu en sú tala virðist fara hækkandi með árunum. Einhverfa fyrir finnst alls staðar í heiminum og í öllum samfélagsstéttum. Kynþáttur virðist ekki hafa áhrif á tíðni einhverfu. Fleiri drengir en stúlkur greinast með einhverfu, tíðnin er 4,3 drengir á móti 1 stúlku.

Heimildir

breyta

Fombonne, E. (2003). Epidemiological surveys of autism and other pervasive developmental disorders: An update. Journal of Autism and Developmental Disorders, 33, 365-382.

Fombonne, E. (2003). Modern views of autism. The Canadian Journal of Psychiatry, 48, 503-505.

Jennett, H. K., Harris, S. L. og Mesibov, G. B. (2003). Commitment to philosophy, teacher efficacy, and burnout among teachers of children with autism. Journal of Autism and Developmental Disorders, 33, 583-593.

Lovaas, O. I. (1981). Teaching Developmentally Disabled Children. Austin, Texas: Proed.

Lovaas, O. I. (1993). The development of a treatment – research project for developmentally disabled and autistic children. Journal of applied behavior analysis, 26, 617-630.

Matson, J. L., Benavidez, D. A., Compton, L. S., Paclawskyj, T. og Baglio, C. (1996). bahavioral treatment of autistic persons: A review of research from 1980 to the present. Research in Developmental Disabilities, 17, 433-465.

Maurice, C. (Ritstj.). (1996). Behavioral Intervention for Young Children With Autism: A Manual for Parents and Professionals. Austin, Texas: Proed.

Páll Magnússon og Evald Sæmundsen. (2001). Prevalence of autism in Iceland. Journal of Autism and Developmental Disorders, 31, 153-163.

Schreibman, L. (2000). Intensive behavioral/psychoeducational treatments for autism: research needs and future directions. Journal of Autism and Developmental Disorders, 30, 373-378.

Sigríður Lóa Jónsdóttir og Ingólfur Einarsson. (2005). Snemmtæk atferlisþjálfun barna með einhverfu. Glæður. 12-19.

Smith, T. (1999). Outcome of early intervention for children with autism. Clinical Psychology: Science and Practice, 6, 33-49.

Ítarefni

breyta