<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur: Elva Björk Ágústsdóttir

Hér er fjallað um einelti, einkenni, áhrif og úrræði. Námsefnið hentar vel í lífsleiknu kennslu bæði í grunn- og framhaldsskóla. Einnig sem fræðsluefni fyrir foreldra og einstaklinga sem vinna með börnum og unglingum.

Hvað er einelti?

breyta
 
 

Einelti hefur verið skilgreint sem endurtekin áreiti eða valdbeiting, munnleg, sálfræðileg eða líkamleg, framkvæmd af einstaklingi eða hópi einstaklinga sem beitir sér gegn annarri manneskju eða öðrum hópi einstaklinga gegn þeirra vilja.

Það er til dæmis einelti þegar eitthvað af eftirfarandi er framkvæmt.

  • Uppnefningar og baktal
  • Sögur gerðar til að koma öðrum í vandræði
  • Telja fólki frá því að spjalla eða vingast við ákveðna einstaklinga
  • Þegar gert er grín af öðrum vegna útlits eða þyngdar
  • Hæðst af menningu, trú eða húðlit eintaklings
  • Hæðst af fötlum eða heilsuleysi
  • Þegar ákveðnir einstaklingar fá ekki að vera með í leikjum
  • Gert grín ítrekað að einstakling sem tekur því nærri sér
  • Illkvittin sms eða netpóstur
  • Þegar neitað er að vinna með ákveðnum einstaklingum í skólanum
  • Eigur annarra eyðilagðar
  • Líkamlegar meiðingar, sparkað, slegið, hrækt eða fellt einstakling


Einkenni þolenda

breyta

Það er ekkert eitt sem segir hver verður fyrir einelti. Gott er þó að hafa í huga punkta sem benda til þess og vera enn meira vakandi því sjaldnast segja fornalömbin frá.

Einkenni þolenda geta verið ýmis konar. Hér að neðan eru dæmi um einkenni sem þolandi eineltis gæti sýnt:

  • Oft fara börn að sýna meiri ótta við félagslegum aðstæðum og bresta auðveldlega í grát við mótlæti
  • Léleg sjálfsmynd
  • Oft undir meðallagi hvað varðar námsárangur
  • Oft finna þau vini sem eru yngri
  • Skólaleiði eða skólakvíði. Neita jafnvel að fara í skólann
  • Kvíði gagnvart ferðum í og úr skólum, biðja foreldra um far í skólann og heimta að vera sótt
  • Endurteknar martraðir og friðlaus svefn
  • Skapsveiflur og þunglyndi
  • Einangrun
  • Óútskýranleg sár og marblettir
  • Eigna missir s.s. föt hverfa og bækur og aðrar eignir skemmdar
  • Óöryggi í líkamstjáningu/beitingu t.d. niðurlútur, klaufalegur/vandræðalegur gangur
  • Tíð smávægileg veikindi, sérstaklega hausverkir og magaverkir
  • Væta rúmið
  • Hættir að vera með gömlu vinunum
  • Vilja helst halda sig heima
  • Árásargirni gagnvart systkinum
  • Kvíði og áhyggjur

Áhrif

breyta

Áhrif eineltis geta verið margs konar. Svo sem:

  • Líkamlegar þjáningar
  • Andleg þjáning
  • Tilfinningalegar þjáningar
  • Félagsleg útilokun og einangrun
  • Stress og þunglyndi
  • Sjálfsmorðs hugleiðingar

Einelti hefur fyrst og fremst slæm áhrif á sjálfstraust þess sem fyrir því verður. Það getur auk þess haft áhrif á námsárangur og valdið skólaleiða og kvíða. Langvarandi einelti veldur streitu sem getur leitt til alvarlegri vandamála.Rannsóknir hafa sýnt fram á að þolendur eineltis hafa fleiri kvíða- og þunglyndiseinkenni en þau börn sem ekki hafa orðið fyrir einelti. En þó er erfitt að segja til um hvort börnin urðu fyrir einelti vegna þess að þau sýndu þessi einkenni eða hvort þetta sé bein afleiðing af eineltinu. En hvort sem einkennin eru orsök eða afleiðing þá er ljóst að það að lenda í einelti veldur enn meiri einkennum. Einnig hefur komið í ljós að þau börn sem orðið hafa fyrir einelti tilkynna oftar um heilsufarsleg vandamál en þau sem ekki hafa lent í einelti (almenn veikindi, líkamlegar kvartanir, kvíði, þunglyndi og sjálfssmorðshugleiðingar). Félagsfælni hefur þar að auki verið tengd við einelti.

Úrræði

breyta

Hvað getur þú gert ?

Það er ekki auðvelt að komast að því hvort börnin okkar séu lögð í einelti, síst þegar það er að byrja þar sem þau trúa því almennt að þetta hætti og verða síðan dofin fyrir ástandinu og það getur versnað svo um munar. Þau sýna frekar breytta hegðun heldur en að segja frá.

Gott er að spjalla við barnið í róleg heitum, yfir matarborðinu eða í einhverjum hversdagslegum athöfnum svo barnið finni ekki fyrir „yfirheyrslu“. Gott er að hafa þessar spurningar til viðmiðunar þegar þú ert að tala við barnið þitt:

  • Hvað gerðir þú í skólanum í dag
  • Hvað var skemmtilegt
  • Var eitthvað sem þér fannst leiðinlegt
  • Með hverjum ertu í frímínútum
  • Var gaman
  • Langaði þig að gera eitthvað annað / leika við einhverja aðra – Af hverju?
  • Hlakkar þú til að fara í skólann?

Síðan auðvitað að hafa í huga ef barnið er eldra að miða spurningarnar við það.

  • Hvað gerðir þú í hádegishléinu??
  • Bauð einhver skólafélaganna þér heim??
  • Er einhver kennslustund verri en önnur??
  • Líkar þér ekki við einhvern í skólanum og af hverju??
  • Hlakkar þú til að fara í skólann á morgunn?

Það er mikilvægt að þú látir barnið vita að þú sért ánægð/ur með að það skuli hafa sagt þér frá erfiðleikum sínum.

  • Hlustaðu á barnið og láttu það vita að þú sért til staðar fyrir það
  • Trúðu barninu og vertu vinur þess
  • Taktu barnið alvarlega – sýndu samúð og skilning gagnvart því
  • Hafðu samband við skólann sem fyrst
  • Skoðaðu aðgerði gegn einelti í skólanum og ræddu við skólann um það hvað þeir ætli að gera í stöðunni
  • Aflaðu þér upplýsingar um einelti t.d. á netinu, bókum og tímaritum.

Spurningar

breyta
  • Skilgreindur einelti
  • Hver eru einkenni þolenda?
  • Hvaða áhrif getur einelti haft á þolendur?
  • Hvað er til ráða?
  • Hvað getur ÞÚ gert þegar þú sérð einhvern verða fyrir einelti?
  • Veistu hvaða leiðir eru í boði ef þú sérð einhvern verða fyrir einelti, eða lendir í því sjálfur?

Krossapróf

breyta

1 Það er dæmi um einelti þegar

sagðar skrýtlur í matartímum
hæðst er að fötlun eða heilsuleysi
notuð eru viðurnefni um einstaklinga
foreldrar skammast yfir drasli í herbergjum barna sinna

2 Börn sem orðin hafa fyrir einelti

hafa fleiri kvíða- og þunglyndiseinkenni en önnur börn
eru óþekkari og uppstökkari en önnur börn
gengur verr í skóla en öðrum börnum
eru trúræknari en önnur börn

3 Hvað getur þú gert ef þig grunar að barn hafi orðið fyrir einelti

keypt meira dót handa barninu og hughreyst það þannig
spjallað við barnið í rólegheitum og spurt það spurninga
farið út að leika með barninu
látið sem ekkert væri


Heimildir og ítarefni

breyta