Einærar plöntur eru plöntur sem lífsferillinn spannar aðeins eitt ár. Þær koma upp af fræi, vaxa og bera fræ og deyja á einu ári. Dæmi um einærar plöntur eru margar algengar garðplöntur svo sem stjúpur og morgunfrúr. Einnig er haugarfinn, sem er ekki eins vinsæll í görðum, einær planta auk nytjajurta eins og hveiti, bygg og hafrar.