Saga Pascal breyta

Delphi eða Dephi Object Pascal er hlutbundin afleiða af forritunarmálinu Pascal. Pascal er ekki hlutbundið og er stefjumál. [1]

Pascal var hannað af Niklaus Wirth árið 1969 og var gefið út árið 1970. Það var þróað í anda Algol 60 og átti að endurbæta með Nafnið kemur frá stærðfræðingnum Blaise Pascal. Tilgangur þess var kennsla, forritunarmálið átti að byggja á hugmyndafræði um skipulagða forritun. Höfundur þess vildi búa til mál til að kenna nemendum forritun og vildi ekki notast við Fortral og Algol sem voru málin sem áttu að vera notuð til kennslu. Hann vildi nota mál sem sýndi fram á stíl, samræmi og glæsileika í forritun sem einnig væri nýtanlegt í vinnu utan kennslustofunnar. [2]

Pascal kom einnig við sögu í hönnun í stýrikerfum Apple. Apple Lisa heimilistölvan sem kom út árið 1982 og var búin stýrikerfi sem hét sama nafni. Mikið af grunnkóðanum í Lisu var skrifaður í Pascal. Pascal var mest notað í grunnkóðanum en þó var eitthvað skrifað í COBOL og BASIC. Áhugaverð staðreynd um stýrikerfið er að þar var að finna rúmlega 90,000 línur af Pascal kóða. Forritin sem fylgdu með voru einnig stór en hvert forrit (t.d. reiknivél, ritill) innihélt 50,000 línur af Pascal kóða. [3]

Sérkenni breyta

Pascal er ekki frábrugðið öðrum stefjumálum í útfærslu. If, while og for lykkjur eru svipaðar eins og tíðkast í öðrum forritunarmálum. Pascal hefur þó nokkrar sérstöður. Pascal þýðendur gera ekki mun á milli hástafs og lágstafs, þ.e. MyString, mystring og MYSTRING eru sama nafnið á einni strengjar breytu. Pascal forritarar voru einnig þeir fyrstu til að íhuga mjög útlit á kóða og hversu fallegur og skiljanlegur hann getur orðið. Gott dæmi um þetta er svo kallað "Pretty Printing" þar sem röð aðgerða er röðuð eftir skilyrðum.[4]

if ... then begin

 statement1;
 statement2;

end;

Halló Heimur breyta

Gott dæmi til að sýna málskipan er einfalt "Hello World" forrit.

program HelloWorld(output);
begin writeln('Hello, World!') end.

Þýðendur breyta

Pascal á sér frægan þýðanda. Borland þróaða Turbo Pascal árið 1983 og í kjölfar þess varð Pascal vinsælt forritunarmál fyrir PC. Turbo Pascal var einnig einn fyrsti IDE, þ.e. Integrated Development Environment sem í stuttu máli má kalla ritil þar sem hægt er að skrifa og greina kóða línu fyrir línu og keyra hann í sama umhverfi. [5]

  1. http://www.swissdelphicenter.ch/en/niklauswirth.php
  2. http://www.swissdelphicenter.ch/en/niklauswirth.php
  3. http://www.cs.oberlin.edu/~jwalker/lisa-legacy/
  4. http://www.marcocantu.com/epascal/English/ch02code.htm
  5. http://www.marcocantu.com/epascal/English/ch01hist.htm