<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Listdanskennsla

Höfundur : Asako Ichihashi

Listdans breyta

Listdans er dansform sem sýnt er sem sviðform. Kennslutímar í listdansgreinum geta flokkast í sex mismunandi greinar sem eru klassískan ballett, nútimadans, jazzballett, karakterdans, dansspuni og danscomposition(danssmíði).

Klassískur ballett breyta

 
Marie Tagiloni, í táskóm

Klassískur ballett byrjaði á 16. öld og er elsta dansform á sviði. Hreyfingar eru léttar og nota útsnúning til að búa til fallegar líkamslínur og fótum er lyft hærra. Kvendansarar nota táskó.


Stutt saga breyta

Klassískur ballett byrjaði á endurreisnartímanum á 16. öld á Ítalíu. Mjög ör þróun var á honum í Frakklandi. Kóngurinn í Frakklandi, Louis XII var mjög áhugasamur um ballett og dansaði hann líka sjálfur. Hann stofnaði ballettskólann Académie Royale de la Dance árið 1661 sem heitir nú Paris Opera Ballet. Á þessum tíma voru búin til orð yfir spor og líkamsstöður í ballett á frönsku sem eru ennþá notuð í dag . Á 18. öld breyttist ballettinn frá hallardönsum ríka fólksins í dansform á sviði. Í byrjun 19. aldar byrjaði rómantískt balletttímabil. Marie Taglioni var fyrsti dansarinn sem dansaði á táskóm í “La Sylphide”.

Á seinni part 19. aldar fór ballettinn í Frakklandi að dala, en á sama tíma tók hann að vaxa og styrkjast í Danmörku undir stjórn August Bournonville, í Rússlandi undir stjórn Jules Perrot og Marius Petipa. Marius Petipa er mest þekktur sem danshöfundur í heiminum. Hann samdi t.d Svanavatnið, Hnotubrjótinn og Þyrnirós eftir tónlist Péturs Tchaikowsky. Þessi tími er kallaður klassíski balletttíminn og var byrjað að nota tutu pils (stutt pils) til að sýna betur fótaburð og hreyfingar. Mikil tæknileg þróun var á þessum tíma og voru gerðar æ meiri kröfur til dansara um erfiða snúninga og hopp.

Á 20. öld, stofnaði Sergei Diaghilev dansflokkinn Ballet Russe í París og danshöfundarnir Michel Forkine og Vaslav Nijinsky breyttu dansinum í meiri dramatískan og afstraktan nútíma ballett t.d. verk eins og Petrushka, Firebird og Rite of Spring eftir Igor Stravinsky. Eftir seinni heimstyrjöldina flutti George Balanchine til Bandaríkjanna og stofnaði New York City Ballet. Hans verk notast ekki við söguþráð, heldur túlkar hann tónlistina með hreyfingum.


Kennslutímar breyta

Kennslutímar í klassískum ballett eru oft hefðbundnir. Byrjað er að hita upp með litlum hreyfingum og síðan eru gerðar stærri hreyfingar vegna þess að líkaminn eru orðinn heitari og því auðveldara með að hreyfa sig.

Sýnikennsla eru helstu kennsluaðferðir sem notaðar eru við kennslu á fyrstu stigum námsins. Í hefðbundinni kennslustund læra nemendur æfingar sem kennari sýnir þeim og endurtaka undir klassískri tónlist.

Æfingar eru gerðar við stöng, til að læra rétta líkamsstöðu og til að fá stuðning við að halda útsnúningi og jafnvængi. Úti á gólfi er eins og grunnæfingar á stöng nema þar eru fleiri hreyfingar með hoppum, snúningum og notkun á rými. Stúlkur sem eru lengra komnar fara í táskó og æfa dansa á tánum, piltur sem er lengra komnir æfa stór hopp og snúninga. Og pas de deux ( tvídans) þar sem strákur og stúlka æfa sig í að dansa saman, með því að pilturinn lyftir og styður stúlkuna. Á seinni stigum er stuðst við samvirkt nám þar sem nemendur þurfa að vinna hver með öðrum og læra dansbrot úr ballettverkum.

Hreyfingar og stöður líkamans eru oft nefndar á frönsku vegna þess að balletinn þróaðist í Frakklandi. Nemendur þurfa því að læra nöfn á sporum og stöðum handleggja og höfuðs o.s.frv. á frönsku.


Markmið kennara breyta

Kenna rétta stöðu líkamans, notkun líkamans, sérstaklega að hreyfa vöðva rétt og bæta almenna tækni. Útgeislun og túlkun hlutverka.

Nútimadans breyta

 

Nútimadans á sviði byrjaði að þróast á 20.öld. Allar hreyfingar eru frjálslegri og með öðruvísi áherslum, hæð, þunga o.s.fr. Tækni og stíll er mismunandi eftir sköpun hvers listamanns.

Stutt saga breyta

Nútímadans byrjaði á seinni part 19.aldar í Európu og í Bandaríkjunum. Nokkrir ballettdansarar sem voru ekki ánægðir með krassískan ballett, sköpuðu nýjan hreyfistíl. Hreyfingar voru meira mannlegri, frjálslegri og notuðu eðlilegri hreyfingar. Dansað var berfætt. Í Bandarikjunum, Loie Fuller, Isadora Duncan, Ruth St. Denis, Doris Humphrey og Martha Graham þróuðu þeirra eigin tækni og dansform. Í Evrópu, Francois Delsarte, Émile Jaques-Dalcroze og Rudolf von Laban bjuggu til kenningu og aðferðir um hreyfingar og tjáningar mannslíkamans. Eftir 1950, Martha Graham, Jóse Limón, Paul Taylor, Alvin Ailey, Alwin Nikolais og Merce Cunningham þróuðu sína eigin tækni gegnum verk sín. Í dag hefur nútímadans þróast margar áttir t.d. í dansleikhús, butoh og fl.


Kennslutímar breyta

Kennslutímar í nútímadansi fer eftir bakgrunni hvers kennara og hvaða tækni og stíl þeir hafa lært, er öðruvísi. Til dæmis, ef maður tekur Graham tækni sem ég hef lært þá byrjar hún alltaf á því að sitja á gólfinu og eru byrjunaræfingarnar alltaf eins. Æfingarnar byrja á upphitun á miðju gólfi, sitjandi. Eins og í ballett þá byrja þær með litlum hreyfingum og fara út í stærri hreyfingar. Oft er klassískur grunnur notaður. Fyrst í kyrrstöðu og síðan notkun á öllu rými sem er til staðar. Æfingar er gerðar með undirleik píanóleikara eða slagverksleikara sem þeir spinna sinn takt og tilfinningu eftir hreyfingum dansarana. Notast er líka við allskonar tónlist af geisladiskum. Í nútímadanstíma eru notuð spor og orð sem koma frá klassískri balletthefð frá Frakklandi. Einnig eru notuð ensk orð vegna þess hversu mikil þróun hefur farið fram í Bandaríkjunum. Megin munur frá klassískum ballett er, notkun á meiri þunga í hreyfingum og í standandi kyrrstöðu. Notkun á gólfinu er miklu meiri og er dansað á því ýmist; liggjandi, sitjandi eða rúllandi. Það þýðir meiri jarðbundnari og mannlegri hreyfingar. Notkun á samsíða og flex fótastöðum. Dansað er berfætt. Nútímadansinn er ekki staðlað form eða stíll, heldur er dansað með meiri tilfinningu og frelsi.


Markmið kennara breyta

Kenna tækni, öndun, styrkja líkamann, kenna nemendum að nota stórt rými og dansa með innlifun og tilfinningu.

Jazzballett breyta

 
Josephine Baker er að dansa Chaleston

Jazzballet er dönsuð með popptónlist. Í samanburði við klassískan ballett og nútímadans, þá er takturinn hraðari og hreyfingarnar kröftugri. Dansformið skapast af hvaða tónlist er í tísku, menningar straumum hvers tíma og hvað er að gerast í samfélaginu.


Stutt saga breyta

Jazzballet á rætur sínar að rekja frá amerískum blökkudansi á seinni part 19.aldar. Um 1950 var dansað við jazztónlist eins og Cakewalk, Chaleston Boogie Woogie og Swing. Katherine Dunham þróaði karabískan dans í sviðsformi. Síðan hefur dansformið þróast í söngleikjadans á Brodway, sem er samansett af danstækni, klassískum ballett, nútímadansi sem dansað er við skemmtitónlist. Bob Fosse´s samdi t.d. Chicago, Cabaret og Jerome Robbins samdi Petur Pan, King and I, West Side Story,o.s.fr. Í dag, jazzdans er í söngleikjum og tónlistarmyndböndum. Á áttunda áratugnum byrjaði Michael Jackson að nota mikið dans í tónlistarmyndi sínu Thriller.


Kennslutímar breyta

Sýnikennsla er helsta kennsluaðferðin. Byrjað er með því að hita upp og styrkja líkamann og teygja á miðju gólfi í kyrrstöðu, stundum gerir kennarinn æfingarnar líka með. Oft eru þessar upphitunar og styrktaræfingar endurteknar í hverjum kennslutíma og þurfa nemendur því að muna og læra þær vel. Klassísk grunntækni er notuð. Eftir að teygjuæfingum á miðju gólfi er lokið, þá er byrjað að nota allt rýmið með hoppum og snúningum. Í enda kennslutímans læra nemendur danssamsetningu, stuttan dans sem kennarinn hefur samið. Kennarinn sýnir sporin og nemendur læra þau og sýna. Hann sýnir þeim stutt brot úr samsetningunni sem þeir læra, síðan er haldið áfram að bæta við þangað til öll samsetningin á dansinum er komin. Þessi danssamsetning getur verið kennd í nokkrum kennslutímum. Að læra danssamsetningar er góð leið fyrir nemendur að læra spor fljótt og rétt, auk þess sem það hjálpar ekki bara til að sýna þau heldur til að sýna þau á tilfinningalegan hátt sem listamaður.


Markmið kennara breyta

Kenna tækni, styrkja líkamann, kenna nemendum að læra spor fljótt og rétt og að dansa með krafti og tilfinningu.Maður þarf samt mikla æfingu í að vera geggjaður í þessu en munið eftir orðunum”æfingin skapar meistaran”.

Karakterdans breyta

 

Karakterdans er þjóðdans sem breyttist í dans á sviði, kom oftast frá vestur og austur Evrópu.

Oft notaður í stórum ballettverkum eins og Svanvatninu, Þyrnirós o.s.frv. Til dæmis, Czardas, Polka, Mazurka, Spænska dans, og Rússneskan dans. Í þjóðdönsum er notast við mikið af mismunandi munstrum og er oft mikil taktföst fótavinna í þessum dönsum . Í rússneskum dönsum fyrir karldansara er mikið um fimleika og hopp.


Kennslutímar breyta

Kennslutímar í karakterdansi eru líkir klassískum balletttímum og eru oft hefðbundnir. Sýnikennsla eru helstu kennsluaðferðirnar. Æfingar eru framkvæmdar við stöng, til að læra rétta líkamsstöður og til að fá betri stuðning og til að halda betra jafnvængi. Úti á gólfi eru gerðar stærri hreyfingar með flóknari fótavinnu og snúningum.


Markmið kennara breyta

Kenna nemendum grunnspor í þjóðdansi. Taktföst fótavinna.

Dansspuni breyta

 

Dansspuni er að læra tjáningu, skapandi dans, þróa samsetningar og að læra grunnhreyfingar í dansi.

  • Líkaminn- hvaða líkamshluta er gott að nota og hvernig hreyfast þeir. Ganga, hlaup, hopp og valhopp.
  • Rými- lögun, jafna, stefna, stærð, fókus, staður og leið.
  • Kraftur - áhlaup, þungi, styrkur, flæði.
  • Tími - taktur, áherslur, hraði, tímalengd og form.


Kennslutímar breyta

Kennsluaðferð er ekki sýnikennsla heldur leikræn tjáning. Nemendur kanna líkama sinn sjálfir.

  • Upphitun í kyrrstöðu.
  • Gólfæfingar fram og til baka.
  • Kynna þema.
  • Rannsaka þema í hverjum tíma sem einstaklingur eða sem hópur.
  • Sýna vinnuna.


Markmið kennara breyta

Kenna nemendum grunnæfingar í dansi, skapa hreyfingar með líkamanum sjálfur eða sem hópur. Hvernig á að þróa hreyfingar. Undirbúningur fyrir að semja frumsaminn dans.

Danscomposition - Danssmíði breyta

 
 

Þróa formið spuni og fleiri þróaðri stig.

Markmiðið breyta

Að læra að semja dans.

  • Hver eru frumatriði í danshreyfingum.
  • Hvernig þróa skal hreyfingar með því að nota frumatriðin í danshreyfingum.
  • Hvernig er uppbygging í dansi.

Nemendur vinna sjálfstætt eða sem hópur.

Verkefni – búa til dans breyta

  • Hvernig vinna á með verkefnið.
  • Að finna þema og finna hugmynd.
  • Velja tónlist.
  • Velja dansara.
  • Ákveða uppbyggingu.
  • Búa til spor og þróa dansinn.
  • Búningar og sviðmynd.
  • Hafa sýningu.

Krossapróf breyta


1 Hver er elsti dansstíll á sviði?

Klassíkur Ballett
Nútímadans
Jazzdans
Karakterdans

2 Hvers vegna eru notuð frönsk orð í ballett?

Ballett er upprunninn í Frakklandi.
Fyrsti ballettdansflokkurinn og fyrsti ballettskólinn hóf göngu sína í Frakklandi.
Margir frægir ballettdansarar eru frá Frakklandi.
Franska hljómar svo vel og það er svo notalegt að hlusta á hana.

3 Hver dansaði ballett á táskóm verk í fullri lengd í fyrsta skiptið í sögunni

Anna Pavlowa.
Martha Graham.
Marie Taglioni.
Marius Petipa.

4 Hvernig þróaðist kenningin og tæknin í nútímadansi?

Hún var ákveðin í listaskóla í Bandaríkjunum.
Þróuð gegnum verk listamanna.
Af menningarstraumum hvers tíma og hvað var að gerast í samfélaginu.

5 Hver eru séreinkenni á hreyfingum í nútímadansi?

Jarðbundnar og mannlegar hreyfingar.
Léttar hreyfingar, og notkun á útsnúnum líkamsstöðum.
Fimleikar og hopp.
Rólegar og yfirvegaðar hreyfingar.

6 Í hvaða verkum sérð þú jazzdans?

Í verkinu eftir Martha Graham.
Í línudansi.
Söngleikjum og tónlistarmyndböndum.

7 Hver er mjög þekktir danshöfundar söngleika?

Jules Perrot og Marius Petipa.
Michel Jackson og Janet Jackson.
Bob Fosse og Jerome Robbins
Paul Taylor and Merce Cunningham.

8 Hvað er karakterdans?

Þjóðdans sem breyttist í dans á sviði.
Þróað form frá spuna.
Karabískur dans í sviðsformi.
Dansform sem skapast af hvaða tónlist er í tísku.

9 Hvaða kennsluaðferð er notuð í spuna?

Endurteknar æfingar.
Sýnikennsla.
Leikræn tjáning.
Fyrirlestur.

10 Hvert er aðalmarkmiðið í danssmíðatímum?

Að vera tæknilegri dansari.
Að læra að semja dans.
Að læra spor fljótt og rétt.
Að dansa fallega.


Sama próf á Hot potatos formi: Krossapróf um listdans

Ítarefni breyta

  • Gayle Kassing, Fanielle M. Jay. 2003. Dance Teaching Methods and Curriculum Design. Illinois, U.S.A.: Human Kinetics
  • Dansmennt Lokaskýrsla 2002
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt: