Flestar díóður hafa þann sameiginlega eiginleika að geta takmarkað leiðni í aðra átt.

Ljósdíóður (LED)

breyta

Ljósdíóður eru dæmi um P-N díóður. Þær er aðallega notaðar til þess að fá fram liti í regnboganslitum. Liturinn á ljósinu ræðst af eiginleikum orkugeil (energy band gap) hálfleiðarans sem notaður er til að búa til P-N samskeyti díóðunnar.

LED er skammstöfun á ensku sem stendur fyrir Light-emitting diode

Afriðunar díóður

breyta

Eru notaðar til. Að. Breita riðstraumi í jafn straum þáer oftast notað díóðu brú

Zener díóður

breyta

Zener díóða er sérstök tegund af díóðu sem leyfir ekki aðeins straum að flæða frá + í - heldur líka í öfuga stefnu þegar ákveðinn 'Zener spenna' er náð. Þessi spenna er yfirleitt skrifuð  .

Það sem er mjög gagnlegt við zener díóður er að þær hafa mjög nákvæmt gildi á bakspennu þegar gegnumbrot á sér stað. T.d. er hægt að hanna zener díóðu sem skilgreinir þetta gildi í nákvæmlega 5V og þá er hægt að nota zener díóðuna bakspennta til þess að fá 5V viðmið (reference) í rásina eða spennufall.

Schottky díóður

breyta

Kostir Schottky díóða er að þær hafa lága framspennu og mjög litla rýmd. Ef venjuleg P-N díóða t.d. eins og ljósdíóða hefur framspennu ca. 0.6-0.7V þá hefur Schottky díóðan framspennu á við 0.2-0.3V

Sem dæmi eru schottky díóður notaðar í rökrásum og til að mæla ýmis merki jafnt sem mörgu öðru gagnlegu.