Dæmi um ferilmöppu

<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur Sara Dögg Ólafsdótttir

Ferilmappa (portofolio) í kennslustofunni

breyta

Hér kemur góð hugmynd að möppugerð til þess að nota þessa skemmtilegu kennslu- og námsmatsaðferð, ferilmöppu eða portofolio.

Verkefnið er hugsað fyrir miðstig en það má einnig útfæra það fyrir yngri nemendur.


Kynning

Nemendur útbúa möppu þar sem öll verkefni og vinna verða sett og er það kennarinn sem metur vinnuna í lokin.


 


Efni

Þykkur pappír fyrir forsíðu

4 stk A3 blöð til þess að hafa sem millispjöld

3 stk plastvasar

Band, spottar eða annað til þess að binda möppuna saman

Litir eða annað til skreytinga


Tilgangur:

Tilgangurinn með verkefninu er að auka ímyndarafl og sköpun nemanda. Nemendur á miðstigi eru enþá börn sem hafa þörf fyrir að lita, klippa, líma og föndra – rétt eins og þau yngri. Nemendur fá alveg frjálsar hendur í að styrkja ímyndaraflið og framkvæma sínar eigin hugmyndir. Góð hugmynd er að nota slíka möppu fyrir þemaverkefni þar sem hún er metin í lokin. Annar tilgangur með möppugerðinni er að kenna nemendum að skipuleggja sig með því að útbúa möppuna þannig að öll vinna námskeiðsins sé þar skipulega sett inn.


 


1. brjóta saman forsíðuna

2. gata forsíðu ásamt millispjöldum

3. binda saman og skreyta jafnvel spottana með skrautkúlum eða öðru

4. skreyta möppuna