Saga Bjórsins breyta

Bjór er einn elsti drykkur sem menn hafa framleitt. Fyrsti efnafræðilega staðfesti byggbjórinn er frá 5. árþúsundi f.Kr. í nútíma Íran og var skráður í ritaða sögu Egyptalands til forna og Mesópótamíu og dreifðist um allan heim.

 
Dæmi um nokkrar bjórskíla

Þar sem næstum hvaða korntegund sem inniheldur ákveðna sykur getur gengist undir sjálfsprottna gerjun vegna villtra gers í loftinu, er mögulegt að bjórlíkir drykkir hafi verið þróaðir sjálfstætt um allan heim fljótlega eftir að ættkvísl eða menning hafði ræktað korn. Efnafræðilegar prófanir á fornum leirkrukkum leiða í ljós að bjór var framleiddur fyrir um 7.000 árum síðan í því sem í dag er Íran. Þessi uppgötvun leiðir í ljós eina af elstu þekktu notkun gerjunar og er elsta sönnun þess að bruggun sé til þessa.

Í Mesópótamíu er talið að elsta vísbendingin um bjór sé 6.000 ára gömul súmersk tafla sem sýnir fólk sem neytir drykkjar í gegnum reyrstrá úr sameiginlegri skál. 3.900 ára gamalt súmerskt ljóð til heiðurs Ninkasi, verndargyðju bruggunarinnar, inniheldur elstu bjóruppskriftina sem varðveist hefur og lýsir framleiðslu bjórs úr brauði úr byggi.

Í Kína sýna leifar leirmuna frá því fyrir um 5.000 árum að bjór var bruggaður með byggi og öðru korni.

Því hefur verið haldið fram að uppfinning brauðs og bjórs sé ábyrg fyrir getu mannkyns til að þróa tækni og byggja upp siðmenningu.Elsti efnafræðilega staðfesti byggbjórinn til þessa fannst við Godin Tepe í miðbæ Zagros-fjöllunum í Íran, þar sem brot úr könnu, frá 5.400 til 5.000 árum síðan, reyndust vera húðuð með bjórsteini, aukaafurð bruggunarferlisins. .

Bjór gæti hafa verið þekktur í Neolithic Evrópu eins langt aftur og 5.000 árum síðan, og var aðallega bruggaður á innlendum mælikvarða.

Bjór framleiddur fyrir iðnbyltinguna hélt áfram að framleiða og selja á innlendum mælikvarða, þó að á 7. öld e.Kr. var bjór einnig framleiddur og seldur af evrópskum klaustrum. Í iðnbyltingunni færðist framleiðsla bjórs frá handverksframleiðslu yfir í iðnaðarframleiðslu og innlend framleiðsla hætti að vera umtalsverð í lok 19. aldar. Þróun vatnsmæla og hitamæla breytti bruggun með því að leyfa bruggaranum meiri stjórn á ferlinu og meiri þekkingu á niðurstöðunum.

Í dag er bruggiðnaðurinn alþjóðlegt fyrirtæki, sem samanstendur af nokkrum markaðsráðandi fjölþjóðlegum fyrirtækjum og mörg þúsund smærri framleiðendum, allt frá bruggpöbbum til svæðisbundinna brugghúsa. Meira en 133 milljarðar lítra (35 milljarðar lítra) eru seldir á ári - sem skilar heildartekjum á heimsvísu upp á 294,5 milljarða dollara (147,7 milljarða punda) árið 2006.

 
Myndir sem hafa fundins í gröðum faróa

Saga bjórs á íslandi breyta

Öl, mungát og bjór

Upphaflega var innlent öl gert með mjaðarlyngi fremur en humlum. Öl var helsti áfengi drykkurinn á Íslandi fram eftir öldum og ölhitun hefur þekkst á landinu frá landnámi. Öl var ýmist kallað öl eða mungát. Hluti innihaldsins fyrir ölgerðina, s.s. malt og mjaðarlyng (pors), var gjarnan innfluttur en hugsanlega hafa innlendar jurtir á borð við vallhumal, mjaðjurt og augnfró verið notaðar til að krydda ölið í stað mjaðarlyngs. Þetta óhumlaða öl gat skemmst vegna skjaðaks. Ölgögn til heimabruggunar öls voru til víða og jafnvel sérstök hituhús þar sem bruggunin fór fram. Heimildir eru til um bruggun öls á biskupsstólunum og í klaustrunum. Malt virðist hafa verið álitin nauðsynjavara.

Á miðöldum var farið að nota orðið bjór yfir innflutt öl kryddað með humlum fremur en mjaðarlyngi eða öðrum jurtum. Þetta innflutta öl hafði mun meira geymsluþol en hið innlenda. Innflutta ölið var kallað Prýssing, Hamborgaraöl, Rostokkaröl og Lýbikuöl eftir uppruna þess en hefðbundna mjaðarlyngsölið porsöl eða porsmungát til aðgreiningar. Íslendingar keyptu öl bæði af verslunarskipum og duggurum (sem drukku það nær eingöngu þar sem það skemmdist síður en vatn í tunnum). Sumar heimildir geta þess að Íslendingar hafi verið svo sólgnir í innflutt öl að þegar kaupstefnur voru hafi þeir sest að hjá skipum kaupmanna og drukkið þar til birgðirnar voru uppurnar. Eftir að hert var á verslunareinokuninni undir lok 17. aldar varð brennivín algengari drykkur þar sem hagkvæmara var fyrir kaupmanninn að flytja það inn.

 
Bjór frá færeyjum

19. öldin Á 19. öld jukust vinsældir bjórs aftur, einkum innflutts bjórs frá Þýskalandi og Danmörku en einnig enskra tegunda. Mikið hefur líklega verið framleitt af bjór í heimahúsum ef miðað er við magn innflutts maltextrakts á þessum tíma. Bakarar brugguðu öl til að viðhalda geri sem þeir notuðu til brauðgerðar og gátu þá selt aukaafurðina, ölið, sérstaklega á stöðum utan Reykjavíkur þar sem innfluttur bjór var sjaldséðari. Einhverjar tilraunir voru til ölgerðar í atvinnuskyni í Reykjavík, meðal annars í húsi Ísafoldarprentsmiðju af Guðmundi Lambertsen kaupmanni sem rak þar litla verslun eftir miðja öldina. Fram að áfengisbanninu var bjór seldur í almennum verslunum.

1891 var fyrsti ölskatturinn settur á í Danaveldi og miðaðist við allt öl með meira en 2,25% vínandamagn. Léttöl var þá auglýst sem „skattefri“. 1917 var nýtt skattþrep tekið upp fyrir lager léttöl en undanþegið var þá aðeins yfirgerjað öl, hvítöl og svokallað skipsöl. Ölgerðir sem auglýstar voru í íslenskum dagblöðum um og eftir aldamótin 1900 voru lageröl eða „bajerskt öl“, porter, maltextrakt (maltöl), Vínaröl, hvítöl, pilsner og export (sterkt öl) frá dönsku brugghúsunum Carlsberg, Tuborg, Marstrands bryggerier og De forenede bryggerier.

Bjórbannið

Þórsbjór var íslenskt léttöl framleitt 1930-1931 1915 gekk algjört áfengisbann í gildi á Íslandi en 1922 var leyft að selja léttvín vegna viðskiptasamninga við Spán. 1. febrúar 1935 var bannið afnumið alveg fyrir flestar tegundir áfengis í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu nema áfengt öl. Ástæður þess eru flóknar: Í upphaflegum drögum að fremur ströngum áfengislögum árið 1934 var gert ráð fyrir því að hægt yrði að heimila framleiðslu á áfengu öli í landinu, en annars var í lögunum bann við framleiðslu alls áfengis. Pétur Ottesen sem mælti fyrir hagsmunum bindindismanna setti sig mjög upp á móti þessu ákvæði. Hermann Jónasson sagðist þá vera mótfallinn innflutningi á áfengu öli þar sem það myndi kosta landið gjaldeyri sem að mestu rynni til Danmerkur. Ákvæðinu var þá breytt í bann við innflutningi á áfengu öli. Rökin sem ýmsir ræðumenn færðu fyrir þessu voru þau að bjórdrykkja leiddi til áfengisfíknar meðal unglinga, að ölið sem er ódýrara en sterka vínið yki áfengisdrykkju meðal verkafólks, og að auðvelt myndi reynast að stemma stigu við smygli á öli, en meginröksemd stuðningsmanna laganna var sú að þau myndu uppræta heimabrugg og smygl á áfengi. Eftir stóð að þegar lögin voru samþykkt var í þeim lagt bann við innflutningi og sölu á áfengu öli.

Ljóst léttöl (oft kallað „pilsner“), óáfengur mjöður, maltöl og dökkt öl sem er kallað ýmist hvítöl eða jólaöl, var framleitt á bannárunum og framleiðslan hélt áfram eftir 1935. Mörkin voru dregin við 2,25% vínandamagn. Ölgerðin Egill Skallagrímsson var stofnuð 1913 þegar fyrir lá að af áfengisbanninu yrði þannig að hún framleiddi til að byrja með aðeins óáfengt öl. Ölgerðin Þór var stofnuð í Reykjavík 1930 og keppti við Egil um sölu á léttum bjór og lageröli þangað til Egill eignaðist Þór árið 1932. 1966 hóf Sana hf á Akureyri framleiðslu á léttöli. 1978 sameinaðist það reykvíska dreifingarfyrirtækinu Sanitas.

Á stríðsárunum fékk Ölgerðin undanþágu til þess að framleiða áfengan bjór, Polar Ale, fyrir breska setuliðið og þegar Varnarliðið tók við Keflavíkurstöðinni var íslenskur bjór framleiddur til sölu þar með sérstakri undanþágu.[6] Þessi bjór var 4,5% að styrkleika og nefndist einfaldlega Export Beer en landsmenn nefndu hann Egil sterka til 1960 þegar hann var nefndur Polar Beer. 1966 hóf Sana hf. á Akureyri einnig framleiðslu áfengs öls til útflutnings sem nefndist Thule Export. 1984 kom síðan Viking Beer á markað. Þessi bjór var mest fluttur út auk þess sem erlend sendiráð höfðu undanþágu frá bjórbanninu og hægt var að kaupa hann í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli til neyslu á staðnum.

 
1 mars 1989

Fríhöfnin í gömlu flugstöðinni hafði takmarkaða aðstöðu til að geyma bjór. 1965 var áhöfnum flugvéla og flutningaskipa leyft að taka með sér takmarkað magn bjórs inn í landið. 15. desember 1979 keypti Davíð Scheving Thorsteinsson kassa af bjór í fríhöfninni á leið sinni til landsins og bar fyrir sig jafnræðisreglu þegar hann var stöðvaður í tollinum. Eftir það var öllum ferðamönnum til landsins leyft að taka með sér ákveðið magn bjórs en það ár (1980) fengust þar einungis þrjár tegundir af innfluttum bjór: Löwenbräu, Beck's og Carlsberg. Íslenskur bjór hafði ekki fengist þar um nokkurt skeið.

Oft var deilt um bjórbannið og lagafrumvörpum var stefnt gegn því nokkrum sinnum en fengust aldrei samþykkt. Eftir 1970 voru stofnuð fyrirtæki um innflutning og sölu vín- og ölgerðarefna sérstaklega ætluðum fyrir heimabruggun. Þó nokkuð var deilt um þennan innflutning og rætt um að banna hann. Árið 1978 kom germálið upp þegar fjármálaráðuneytið lagði til að allt ger yrði tekið af svokölluðum „frílista“ yfir vörur sem hver sem er mátti flytja inn. Ríkið hafði raunar haft einkasölu á geri frá breytingu sem gerð var á áfengislögunum 1928 til 1970 eða þar um bil þegar innflutningur á geri var gefinn frjáls. Gereyðingarfrumvarpið svokallaða dagaði raunar uppi á þingi, rétt eins og bjórfrumvörpin.

1983 opnaði Gaukur á Stöng í Reykjavík, en staðurinn var ölkrá að þýskri fyrirmynd. Þar sem ekki var heimil sala bjórs tóku eigendur staðarins upp á því að selja svokallað „bjórlíki“, blandaðan drykk sem minnti á bjór en flestum bar saman um að stæðist ekki samanburð við fyrirmyndina. Bjórlíkið varð þó svo vinsælt að ástæða þótti til að banna sölu þess árið 1985.

Eftir bjórbannið Banni við sölu bjórs var ekki aflétt fyrr en 1. mars 1989. Fyrsta daginn fengust fimm bjórtegundirnar í Vínbúðum í Reykjavík, Egils Gull frá Ölgerðinni, Löwenbräu, Sanitas Pilsner og Sanitas Lageröl frá Sanitas og Budweiser frá Bandaríkjunum, en fljótlega bættust við innfluttu tegundirnar Kaiser Premium frá Austurríki og Tuborg og seinna Pripps frá Danmörku.Fljótlega eftir það varð bjór aftur vinsælasti áfengi drykkur landsins, einkum lagerbjór, en á síðustu árum hafa vinsældir annarra gerða bjórs aukist talsvert með tilkomu nýrra innlendra tegunda.

Á 10. áratugnum var samkeppni milli ölgerðana hörð og allt kapp lagt á að tryggja markaðshlutdeild vörumerkja þeirra (Egils Gull, Viking og Thule) í ljósum lagerbjór. Oft tók samkeppnin á sig skrýtnar myndir þar sem ekki var leyfilegt að auglýsa með hefðbundnum hætti. 1994 breytti Sanitas nafni sínu í Víking hf (eftir vinsælustu bjórtegund fyrirtækisins) og 1997 sameinaðist það Sól hf. 2001 sameinaðist þetta fyrirtæki Vífilfelli. Bruggverksmiðja fyrirtækisins var áfram rekin á Akureyri. 2006 opnaði fyrsta örbrugghús landsins, Bruggsmiðjan, á Árskógssandi við Eyjafjörð. Tvö örbrugghús bættust síðan við árið 2007; Mjöður hf. í Stykkishólmi og Ölvisholt brugghús í Flóahreppi. Árið 2010 var síðan örbrugghúsið Borg brugghús opnað hjá Ölgerðinni. Þessi brugghús hafa mjög litla framleiðslugetu miðað við stóru bruggverksmiðjurnar tvær en geta nýtt sér sveigjanlegri framleiðslulínu til að bregðast hraðar við þróun markaðarins. Þau stunda einnig útflutning í litlum mæli.

Einkaréttur á sölu Sem fyrr segir hefur íslenska ríkið einkarétt á smásölu áfengra drykkja í smásöluverslunum og rekur í þeim tilgangi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR). Samkvæmt áfengislögum sem sett voru 1998 þarf leyfi til innflutnings til endursölu, heildsölu, smásölu eða framleiðslu áfengis á Íslandi. Undantekning er að öllum er frjálst að flytja inn áfengi til eigin nota svo fremi að ekki sé verslað af innlendum seljenda. Samkvæmt 10. grein þeirra laga hefur ÁTVR einkarétt á smásölu áfengis. Skilningur flestra á þessu er sá að að einkaaðilar geta einvörðungu stundað endursölu á sviði heildsölu áfengis eða áfengisútsölu en það þýðir að áfengisins sé neytt á staðnum. Hins vegar hefur oftar en einu sinni verið sett fram frumvarp til laga um sölu léttvíns og bjórs í almennum verslunum en það hefur ekki náð að ganga fram.

Neysla

 
Tilefni til að fagna

Kort sem sýnir ársneyslu bjórlítra á mann eftir löndum árið 2016. Í könnunum sem gerðar voru árið 2002 sagðist 62% svarenda á aldrinum 15-80 ára hafa drukkið bjór einu sinni eða oftar á síðastliðnum þremur mánuðum. Eftir að sala bjórs var lögleidd hafa seldum alkóhóllítrum sterks áfengis fækkað en heildarsala alkóhóllítra aukist. Rétt er að vekja athygli á verulegum mælingavanda þar sem erlendum ferðamönnum hefur fjölgað stórlega á tímabilinu. Samkvæmt Lýðheilsustöð er „meiri áfengisneysla síðustu ára […] að stórum hluta vegna aukinnar neyslu á bjór. Íslenskir karlmenn eru að jafnaði að drekka áfengi mun oftar en áður og stærri hluti kvenna drekka nú áfengi en áður.“ Bjórneysla á mann á Íslandi var árið 2007 meiri en í Noregi og Svíþjóð en minni en í flestum öðrum Evrópulöndum. samkvæmt opinberum tölum sem þó innihalda ekki innflutning ferðamanna né heldur vínáhugamanna til eigin nota. Erfitt er að aðgreina neyslu erlendra ferðamanna á Íslandi. Frá 2007 hefur áfengisneysla dregist saman samkvæmt tölum OECD og var árið 2010 lítið meiri en áfengisneysla á Ítalíu og nokkuð minni en neysla í Noregi og Svíþjóð.

Bruggun breyta

Bjór hefur fylgt mannkyninu að minnsta kosti frá tímum faraóanna. Á þessum tíma hafa margar og ólíkar bjórtegundir verið bruggaðar, allt frá hunangsmiði víkinganna til reykbjórsins frá Bamberg í Bæjaralandi. Bruggferlið er í aðalatriðum það sama fyrir flestar bjórtegundir. Meginhráefnin eru malt, vatn og ger. Humlar eru settir í flestan bjór, en þeir bæta bæði bragð bjórsins og geymsluþol. Auk þessa setja sumir bjórframleiðendur ýmis auka- og hjálparefni út í bjórinn. Malt er spírað korn. Við maltframleiðslu er kornið, sem í flestum tilfellum er bygg, látið liggja í bleyti og síðan breitt út á heitt gólf. Þar er því snúið reglulega meðan á spíruninni stendur. Hversu mikið maltið er látið spíra fer eftir því í hvaða bjórtegund bruggararnir ætla að nota það. Að spíruninni lokinni er maltið þurrkað við hita þar til það hefur fengið á sig þann lit sem bruggarinn kýs. Að auki er malt í dökkan bjór brennt í vélum, líkt og kaffi, til að ná þeim lit og bragði sem sóst er eftir hverju sinni.

Malt er eitt af þremur meginhráefnum í bjórframleiðslu.

Líkt og maltið þarf vatnið sem notað er til bruggunar að hafa mismunandi eiginleika eftir því hvers konar bjór skal brugga. Þannig hentar hart vatn (vatn með hátt steinefnahlutfall) vel til ölframleiðslu en mjúkt vatn (vatn með lágt steinefnahlutfall) betur til lagerbruggunar, þ.e. til bruggunar á svokölluðum lagerbjór. Styrkur ýmissa annarra snefilefna í vatninu skiptir einnig talsverðu máli. Sem dæmi um það má nefna að bruggararnir í Burton-on-Trent nota vatn með miklu súlfati í og það veldur því að daufur brennisteinskeimur finnst af bjórnum. Ger var óþekkt sem sérstakt efni fram á átjándu öld, og var því yfirleitt ekki talið sem hráefni. Hins vegar vissu bruggarar að geyma þurfti froðuna úr gerjunarámunum til að nota við næstu lögun. Í dag vita bruggarar hins vegar að ger er einfruma sveppur. Þeir þekkja virkni gersins og hafa einangrað ýmsar gertegundir. Fyrsta lagerölsgerið, Saccharomyces carlsbergensis, var einangrað hjá Carlsberg brugghúsinu í Kaupmannahöfn í kringum 1890. Þar sem maltbragðið af bjórnum er óþægilega sætt hafa ýmsar jurtir og krydd verið notuð til bragðbætingar við bjórbruggun í gegnum tíðina, þar á meðal rósmarín og einiber. Ekkert bragðefnanna hefur hins vegar náð viðlíka vinsældum og humallinn. Notkun humla í bjór mun hafa hafist í Bæjaralandi á níundu öld og síðan hefur hún breiðst út um allan heim. Úr humlunum koma lífrænar sýrur og olíur sem gefa bjórnum súrt og beiskt bragð og auka einnig geymsluþol hans. Þannig var ljósölið sem Bretar fluttu sjóleiðis til Indlands (e. India Pale Ale) haft sérlega humlaríkt svo það þyldi ferðina.

Blómkollur humals (Humulus lupulus). Humall er hávaxin vafningsjurt af hampætt (Cannabaceae) og eru blóm hennar notuð til bjórgerðar um allan heim.

Bruggunin sjálf fer þannig fram að maltið er kurlað og blandað heitu vatni í stóru keri, meskikerinu, þar sem blöndunni er haldið við ákveðið hitastig í nokkrar klukkustundir. Við meskinguna brjóta ensím sterkjuna úr maltinu niður í fásykrur, einkum maltósa, sem hægt er að gerja. Maltvökvinn er þá síaður yfir í suðuketil þar sem hann er soðinn í nokkrar klukkustundir. Meðan á suðunni stendur er humlunum bætt út í, gjarna í nokkrum skömmtum. Þá er lögurinn síaður og kældur, honum dælt í gerjunarker og fljótandi geri hrært saman við hann. Við gerjunina breyta gersveppirnir sykrinum í maltvökvanum í vínanda. Bjór er alla jafna flokkaður í yfir- og undirgerjaðan bjór eftir eiginleikum gerjunarinnar. Yfirgerjun tekur aðeins nokkra daga og fer fram við 18 stiga hita (eða þar um bil), þar sem gerið myndar þykka froðu ofan á leginum. Undirgerjun fer hins vegar fram við lágt hitastig og tekur lengri tíma. Venjulega er lögurinn látinn gerjast í tvær vikur við 6-8 stiga hita og því næst geymdur (þý. gelagert) við frostmark í 2-3 mánuði á meðan gerjunin klárast. Þekktar yfirgerjaðar bjórfjölskyldur eru til dæmis enska ljósölið, írskur stát, belgískur ávaxtabjór og þýski altbjórinn. Þekktustu tegundir undirgerjaðs bjórs eru án efa tékkneski pilsnerinn og ljósi bæverski lagerbjórinn (þý. Helles), sem eru fyrirmyndir allra pilsnera og lagera heimsins.

Ger er mikilvægt hráefni í bjórgerð. Ger sem sérstakt efni var þó óþekkt fram á átjándu öld, hins vegar vissu bruggarar að geyma þurfti froðuna úr gerjunarámunum til að nota við næstu lögun.

Ýmis brugghús nota aukaefni í bjórinn, sérstaklega í yfirgerjaðan bjór. Til dæmis eru maísflögur oft settar út í til að auðvelda meskinguna og einnig bæta ölbruggarar stundum meiri sykri í bjórinn meðan á suðunni stendur. Notkun íbótar- og aukaefna er þó verr séð í bruggun á undirgerjuðum bjór. Að sama skapi þykir það koma niður á gæðum framleiðslunnar að sumar stóru „alþjóðlegu” bruggverksmiðjurnar stytta geymslutímann og lagera bjórinn ekki nema 1-2 vikur. Ekki er hægt að fjalla um bjórbruggun án þess að minnast á bæversku hreinleikalögin (þý. das bayerische Reinheitsgebot), sem Vilhjálmur IV. hertogi yfir Bæjaralandi setti árið 1516. Lögin voru byggð á eldri lagasetningu frá München og kváðu á um að engin efni mætti nota til bjórbruggunar nema vatn, maltað bygg og humla. Eftir að gerið var uppgötvað var það einnig leyft, enda verður enginn bjór til án þess, og síðar var notkun hveitimalts leyfð við bruggun á yfirgerjuðum bjór, svokölluðum hveitibjór (þ. Weißbier). Hreinleikalögin náðu talsverðri útbreiðslu; þau voru einnig lögfest í Bæheimi, Mæri og ýmsum ríkjum núverandi Þýskalands, og loks í Þýskalandi öllu árið 1906. Enn í dag eru velflestar þýskar og tékkneskar bjórtegundir bruggaðar eftir forskriftinni góðu frá 1516 og bjórdrykkjumenn þar veigra sér við að drekka „efnabjórinn” sem er bruggaður með öðrum hætti.

Korn breyta

 
Korn í ræktun

Þó kornrækt hafi verið að byggjast upp jafnt og þétt hér á landi er það nýtilkomið að bændur séu í miklum mæli að þurrka kornið frekar en að súrsa það. Þurrkun kornsins er skilyrði þess að hægt sé að nota það til manneldis en fram að þessu hefur það nánast einvörðungu verið notað sem skepnufóður. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur nýlega hafið framleiðslu á bjór sem bruggaður er úr íslensku byggi frá nokkrum bændum í Leirársveit í Borgarfirði. "Við byrjuðum með Egils Þorrabjór í janúar í ár og fengum mjög góðar viðtökur við honum," segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Þorrabjórinn var alfarið bruggaður úr góðu íslensku byggi. Eftir það var sett af stað ný tegund, Egils Premium, sem kom á markað í vor. Andri segir þetta enn vera þróunarverkefni og að menn séu að prófa sig áfram. "Eiginleikar kornsins hér á landi eru aðrir þar sem veðurfarið er öðruvísi hér." Ölgerðin flytur því enn inn mestallt það bygg sem hún þarf til bjórframleiðslunnar og því verður ekki hætt í bráð. "En þetta er kostnaðarlega raunhæft í framtíðinni" segir Andri um það að íslenskt korn leysi hið innflutta af hólmi. Að sögn

Andra er ennfremur aldrei að vita nema í framtíðinni opnist möguleikar á að nota íslenskt bygg í vodka- og viskíframleiðslu. Í Skagafirði hafa nokkrir einstaklingar tekið sig saman um að hefja á næst misserum bruggun í litlum stíl. "Hugmyndin er sú að opna lítið brugghús," segir Vilhjálmur Baldursson rekstrarhagfræðingur, sem er stjórnarformaður undirbúningsfélags um bruggunina. Fyrst um sinn verður byggið flutt inn. "En menn sjá fyrir sér að í framtíðinni verði notað íslenskt korn." Upphaf verkefnisins má rekja til þess að skagfirskir bændur fóru að þurrka kornframleiðsluna og vildu prófa sig áfram með að malta kornið, en verka þarf kornið sérstaklega fyrir bruggunar. Vilhjálmur segir íslenskt korn vera jafngott til bjórbruggunar og hið innflutta, og þó hár flutningskostnaður á korni geri það að verkum að íslenskt korn verði hagkvæmara í framtíðinni.

Humlar breyta

Humall (Humulus lupulus) er hávaxin vafningsjurt af hampætt (Cannabaceae). Hún er ræktuð víða enda mikilvæg nytjajurt. Blóm hennar sem á ensku nefnast hops eru notuð til bjórgerðar um allan heim. Humallinn gerir ölið biturt á bragðið en gegnir einnig því hlutverki að verja það gegn skemmdum. Humallinn vinnur gegn bakteríuvexti í bjórnum og hefur hagstæð áhrif á vöxt gersveppsins Saccharomyces cerevisiae. Víða í Evrópu, til dæmis í Þýskalandi og Tékklandi, eru víðáttumiklir humlaakrar. Ræktunin fer yfirleitt þannig fram að stengur eru reknar niður í jörðina og snúrur strengdar á milli, humallinn vefur sig síðan eftir þeim og getur vaxtarhraðinn við bestu aðstæður verið mjög mikill.

 
Dæmi um ferska humla

Fyrstu heimildir um notkun humals í bjórgerð eru frá borginni Babýlon frá 400 f.Kr. Á miðöldum var algengt að humall væri ræktaður í klaustrum en þá notuðu menn einnig aðrar plöntur í bjórgerð svo sem krosshnapp (Glemchoma hederace) og malurt (Artemisia absinthium). Nú til dags eru framleiddar bjórtegundir sem innihalda aðrar jurtir en humal, til dæmis Fraoch sem er skoskt öl og hinn franski Cervoise Lancelot. Höfundur þessa svars hefur nokkrar heimildir fyrir því að humall sé ræktaður hér á landi en í mjög litlum mæli. Ef ætlunin er að fara út í stórfellda humlarækt hér á landi, þyrfti að skoða ýmsa þætti vel, til dæmis líffræði plöntunnar og ýmsa hagkvæmnisþætti.

Pökkun breyta

Átöppunarlínur eru framleiðslulínur sem fylla bjór í flöskur í stórum stíl.

Ferlið er venjulega sem hér segir:

Að fylla flösku í áfyllingarvél (fylliefni) felur venjulega í sér að draga bjór úr geymslutanki Lokaðu flöskunni, merktu hana Pakkaðu flöskunum í hulstur eða öskjur Mörg smærri brugghús senda lausan bjór sinn til stórra aðstöðu til átöppunar á samningi - þó að sum muni flötast í höndunum.

Fyrsta skrefið í átöppun bjórs er brettaafgangur, þar sem tómu flöskurnar eru teknar úr upprunalegum umbúðum sem afhentar eru frá framleiðanda, þannig að hægt sé að meðhöndla einstakar flöskur. Síðan má skola flöskunum með síuðu vatni eða lofti og koltvísýringi er sprautað í þær til að reyna að draga úr súrefnismagni í flöskunni. Flaskan fer síðan í "fylliefni" sem fyllir flöskuna af bjór og getur einnig sprautað litlu magni af óvirku gasi (CO2 eða nitur) ofan á bjórinn til að dreifa súrefni, þar sem O2 getur eyðilagt gæði vörunnar með oxun.

Næst fer flaskan inn í merkimiðavél („merkimiða“) þar sem merkimiði er settur á. Varan er síðan pakkað í kassa og geymd, tilbúin til sölu.

Það fer eftir umfangi átöppunarleitarinnar, það eru margar mismunandi gerðir af átöppunarvélum í boði. Vökvastigsvélar fylla flöskur þannig að þær virðast vera fylltar í sömu línu á hverri flösku, en rúmmálsáfyllingarvélar fylla hverja flösku af nákvæmlega sama magni af vökva. Yfirfallsþrýstingsfyllingarefni eru vinsælustu vélarnar hjá drykkjarvöruframleiðendum en þyngdaraflfyllingarvélar eru hagkvæmustu. Hvað varðar sjálfvirkni eru innbyggðar áfyllingarvélar vinsælastar, en snúningsvélar eru mun hraðari þó miklu dýrari.

Lögun og stærð

Ástralskur 375 ml stubbie Stutt glerflaska sem notuð er fyrir bjór er almennt kölluð stubby, eða upphaflega steinie. Styttri og flatari en venjulegar flöskur, stubbar pakka í minna rými til flutnings. Steinie var kynnt á þriðja áratugnum af Joseph Schlitz Brewing Company og dró nafn sitt af líkingu þeirra við lögun bjórsteins, sem lögð var áhersla á í markaðssetningu.[4] Flöskurnar eru stundum gerðar með þykku gleri svo hægt sé að þrífa flöskuna og endurnýta áður en hún er endurunnin. Afkastageta stubba er yfirleitt einhvers staðar á milli 330 og 375 ml (11,6 og 13,2 imp fl oz; 11,2 og 12,7 US fl oz); kanadíska stubbýflaskan er venjulega 341 ml (11,5 US fl oz; 12,0 imp fl oz), en bandaríski langhálsinn var 355 ml (12,0 US fl oz; 12,5 imp fl oz). Sumir af þeim kostum sem búist er við við stubbnar flöskur eru: Auðvelt meðhöndlun; minna brot; léttari í þyngd; minna geymslupláss; og lægri þyngdarpunktur.[4]

Eftir lok banns í Bandaríkjunum árið 1933 hófu mörg brugghús að markaðssetja bjór í stáldósum. Gleriðnaðurinn brást við með því að búa til stuttar flöskur með litlum hálsi, kallaðar stubbar og tegundir með stuttan háls voru kallaðar steinies. Afkastageta var mismunandi, þar sem 12oz er algengasta stærðin sem notuð er fyrir gosdrykki. Steinie var allsráðandi í Bandaríkjunum árið 1950 og hálsinn varð lengri, eins og sést með kunnuglegu Budweiser flöskunni. Stubbies voru vinsælir í Kanada fram á 1980. Í dag er venjulegur SP Lager frá Papúa Nýju Gíneu einn af fáum bjórum sem enn eru seldir í 12oz hálslausum stubbum. Bandaríska steinie-formið er nú ráðandi fyrir litlar bjórflöskur um allan heim, í stærðum frá hálfpint til evrópsku 500 ml. Orðið stubbie er nú aðeins í almennri notkun í Ástralíu og Kanada.

 
Verði þér að góðu

Stubbar eru mikið notaðir í Evrópu og voru nánast eingöngu notaðir í Kanada á árunum 1962 til 1986 sem hluti af stöðlunarátaki sem ætlað er að draga úr brotum og kostnaði við að flokka flöskur þegar þeim var skilað af viðskiptavinum. Vegna nostalgíugildis þeirra voru stubbar teknir upp aftur af fjölda kanadískra handverksbruggara í byrjun 2000. Í Bandaríkjunum hafa stubbar almennt fallið í óhag, þar sem aðeins örfá vörumerki nota þá enn eins og Session Lager frá Full Sail Brewing Company, Switchback Brewing Co í Burlington, Vermont, Bandaríkjunum og Red Stripe, Jamaíka. vörumerki innflutningur. Coors Brewing Company notar nú stubba formið fyrir nostalgíska umbúðir Coors Banquet.




Belgíu Belgískum bjór er venjulega pakkað í 330 ml (11,6 imp fl oz; 11,2 US fl oz) flöskum í fjórum eða sex pakkningum, eða í 750 ml (26,4 imp fl oz; 25,4 US fl oz) flöskum svipað og notað er fyrir kampavín. Sumir bjórar, venjulega lambic og ávaxta lambics, eru einnig á flöskum í 375 ml (13,2 imp fl oz; 12,7 US fl oz) skömmtum.

Bretlandi Í gegnum síðari hluta 20. aldar notuðu flestir breskir bruggarar staðlaða flöskuhönnun, þekkt sem London Brewers' Standard. Þetta var í brúnu gleri,

Krossapróf breyta

1 Bjór er einn elsti drykkur sem menn hafa framleitt?

rétt
rangt

2 Hvaða hráefni þar við bjórbruggun?

vatn,korn,humlar,ger
vatn,humlar,korn
vatn,ger,korn
vatn,humlar

3 Hvar var algengt að humlar voru ræktaðir ?

Klaustum
Rússland
Italíu
Ameríku

4 hvernig geymist bjór best?

grænum föskum
brúnum flöskum
glæru gleri
bjórkútum


 
Ýmsar gerðir

Heimildir breyta

Gagnlegir tenglar og myndbönd breyta