Bash (Bourne again Shell) er skel sem túlkar (keyrir) kóða sem er annaðhvort slegin inn í gagnvirka skipanalínuskel (gagnvirka viðmótið) eða skrár með forskriftinni. Hér verður farið yfir bæði grunnatriðin í skipanalínunotkunina og gerð forskriftaskráa.

Gagnvirka skelin

breyta

Gagnvirka viðmót skeljarinnar er einstaklega þægilegt, sérstaklega þegar maður er að læra á skelina eða framkvæma skipanir sem maður notar bara einu sinni. Til að opna skelina þarf maður að fara í forrit sem heitir „Bash“ (eða „bash“) og er oft hægt að opna það með því að ýta á <alt> (alternate) og <F2> (function 2) eða Start —> Run og skrifa „bash“. Sértu þegar í POSIX skipanalínu (skeljar sem enda á –sh eða eru „sh compatible“) ætti að vera nóg að skrifa bash og Bash ætti að opnast. Athugið að Bash er ekki endilega inni á tölvunni þinni, en flest hérna gildir um allar POSIX skeljar, þ.m.t. sh (Bourne Shell).

Þegar Bash skelin (eða önnur POSIX skel) er opin skulum við skoða nokkur grunnatriði varðandi skipanalínuskeljar.

  • Það fyrsta sem skrifað er í línu heitir skipun
    • Dæmi:
      bash
      
    • Dæmi:
      man bash
      
    • Dæmi:
      less --help
      
  • Eftir skipun koma oft eigindi
    1. Dæmi:
      firefox -P
      
    2. Dæmi:
      bash --help
      
    3. Dæmi:
      GET http://is.wikibooks.org/wiki/Forsíða
      

Eins og sjá í dæmi þrjú um eigindi þá þarf ekki alltaf að vera bandstrik á undan gildum. Þau eru einungis til að gefa gildunum nafn. Sé eitt bandstrik skrifað þá er hver stafur sér gildi en séu þau tvö þá er einungis eitt.

seamonkey --help # gefur hjálp (e. help) með Mozilla SeaMonkey 
mkdir ~/Pictures/GHoC09 -v
rm ~/Documents/GHoC09 -vi # eyðir skránni ef hún er til en spyr þig fyrst og segir þér hvað er verið að gera