Barrtré á Íslandi
Barrtré á Íslandi
breytaHvað eru barrtré
breytaBarrtré eru tegundir trjáa sem hafa nálarlík lauf í staða laufblaða. Nálarnar er uppbyggðar líkt og upprúlluð laufblöð. Barrtré falla undir ætt berfrævinga, og flest þeirra mynda köngla. Vegna þess hve lauf barrtrjáa hafa lítinn yfirborðsflöt þurfa þau minna vatn til þess að þrífast, en þola einnig kuldann betur en lauftré. Þetta er ástæðar fyrir því að barrtré eru svo útbreidd á norðurhveli jarðar.[1]
Helstu flokkar barrtrjáa á Íslandi
breytaGreni eru hávaxta tré og þau vaxa í keilulaga formi þar sem þau eru breiðust niðri við jörðina en mjókka svo upp. Hæsta tré Íslands er af tegundinni sitkagreni og vex um allt að hálfann metra á ári. Talið er að tréð, sem er staðsett á Klaustri, muni ná 30 metra hæð árið 2022. [2] Nálarnar á grenitrjám eru ekki í þyrpingum, heldur stakar og sitja á hrufóttum greinum trjánna.
Furur eru sígrænar eins og greni og með nálar í stað laufblaða eins og önnur barrtré. Það sem einkennir furur er að nálarnar eru langar og mjúkar og eru ekki stakar á greinunum eins og á greninu. Nálarnar tengjast greinunum í litlum knippum, ýmist tvær eða fimm saman. [3]
Þrátt fyrir að lerki séu barrtré, þá er einkenni þeirra að þau gulna á haustin og fella barrið á veturna. Nálarnar á lerki trjám eru mjóar og margar saman í knippi á greinunum. Lerki er ein algengasta trjátegundin í barrskógum í barrskógabeltinu. [4]
Aðrar gerðir
breytaÞrátt fyrir að greni, furur og lerki séu lang algengustu tegundir barrtrjáa sem ræktuð eru á Íslandi eru fleiri tegundir einnig ræktaðar hér á landi.
Krossapróf
breyta
Heimildir
breyta- ↑ Skógræktin (e.d.) Barrtré. Sótt af:https://www.skogur.is/is/nyskograekt/trjategundir-og-trjaheilsa/barrtre
- ↑ Pétur Halldórsson (2020.21.08)Skógræktin: 30 metra markið nálgast. Sótt af: https://www.skogur.is/is/um-skograektina/frettir-og-vidburdir/frettir-og-pistlar/30-metra-markid-nalgast
- ↑ https://is.wikipedia.org/wiki/Furur |Grein á Wikipedia|
- ↑ https://en.wikipedia.org/wiki/Larch |Grein á Wikipedia|