Andrew Jackson
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema |
Höfundur Eiríkur Ólafsson
Þessi síða er ætluð áhugafólki og öðrum sem hafa gaman af bandarískum stjórnmálum.
Inngangur
Andrew Jackson, fæddist þann 15. mars 1767. Foreldrar hans voru Andrew og Elizabeth Jackson sem voru innflytjendur í Bandaríkjunum. Hann var yngstur þriggja bræðra og fæddist hann aðeins nokkrum vikum áður en faðir hans lést. Hann var lögræðingur og starfaði í Tennesse margir kölluðu hann þjóðhetju vegna þess að hann hafði verið í hernum og unnið glæstan sigur á Bretum. Andrew Jackson varð sjöundi forseti Bandaríkjanna. Hann gegndi embættinu á árunum 1829 til 1837, og hefur líklegast enginn haft eins mikil völd yfir að ráða á forsetatíð sinni líkt og Andrew Jackson gerði. Til marks um völd hans er komið heiti sem kallast Jacksonian democracy sem fjallar um sterkan og öflugan leiðtoga Bandaríkjanna og andsvar við Jeffersonian democracy.
Forsetakosningar 1824
Eftir að hafa átt stórann þátt í stríðum fyrir Bandaríkjanna ákvað Andrew Jackson að láta stjórnmál að sér varða að alvöru. Hann var skipaður öldungadeildarþingmaður fyrir Tenessee árið 1822. Þingið í Tenessee skipaði hann einnig sem frambjóðanda sinn árið 1824. Fékk hann flest atkvæði í kosningunum bæði af almenning og kjörmönnum og flestir telja að hann hafi átt að verða forseti þá.
Í kosningunum árið 1824 þá var það hins vegar fulltrúarþingið sem varð að úrskurða hver yrði forsetinn því enginn frambjóðandi náði meirihluta. Fulltrúarþingið valdi að John Quincy Adams yrði næsti forsetinn. Ekki var það síst að þakka stuðningi forseta þingsins, Henry Clay, að John Quincy Adams varð forseti. Þetta var hins vegar ekki nútímaleg kosningabarátta þar sem margir frambjóðendur tóku þátt í kosningunum og í raun engir almennilegir tjórnmálaflokkar sem stóðu að baki kosningunum. Andrew Jackson var ekki vinsæll meðal þingmanna því hann kallaði sig sem umboðsmann þjóðarinnar og boðaði miklar breytingar.
Forsetakosningar 1828
John Quincy Adams átti erfitt með að stjórna landinu í valdatíð sinni. Hann var ekki vinsæll hjá almenningi þar sem Andrew Jackson og fylgismenn hans gagnrýndu hann og náðu meirihluta bæði í fulltrúarþingi og í öldungarþingi. Þeir voru oft kallaðir Jacksonians eða menn Jackson. Andrew Jackson stofnaði flokk sem var kallaðaður demókratar en uppúr sem enn er við lýði. Megnir andstæðingar hans voru National Republikan seinna nefndir whings sem í raun mynduðust aðeins vegna andstöðu við Jackson. Andrew Jackson var oft kallaður Andrew 1 konungur og ástæða þess var að hann var eins og hershöfðingi yfir flokknum sínum meðan hann var til staðar. Hann vann kosningarnar 1828 með töluverðum meirihluta og kom upp tími með öflugum og sterkum forseta sem hikaði ekki að nota vald sitt.
Forsetatíð Andrew Jacksons
Andrew Jackson var fyrsti forseti Bandaríkjanna sem notaði neitunarvaldið að einhverju marki. Hann var á móti forréttindum og taldi að allir ættu að standa jafnt. Hann vildi minnka afskipti alríkisins og auka styrk fylkjanna. Hann lagði niður ríkisbankann og skar niður fjármuni til hersins. Hann hafði talið að þessi afskipti fyrri forseta hafi verið allt of mikið. Hann hikaði heldur ekki við það að nota hernum í fylkjunum svo sem dæmið um Norður-Karólínu. Andrew Jackson færði líka meira vald til handa almennings því með honum var það fólkið sem kaus kjörmennina en ekki fylkisþingið sem hafði kosið það sem gerði það að verkum að fólkið í landinu hafði meiri áhrif á kosningar. Hann afnam líka það að eign skildi vera skylda til að geta kosið. Það átti þó ekki við um konur og svertingja. Þetta kom á það að fleiri gátu kosið sem jók fylgi hans.
Hann átti þó í miklum vandræðum með þingið vegna þess að það taldi að Jacksson hefði ógnað því og vildi gera lítið úr áhrifum þess. Jacksson notaði neitunarvaldið mjög gjarnan á þingið. Fyrrverandi forsetar höfðu aðeins notað það níu sinnum en Andrew Jackson hikaði ekki við að nota það vald. Vegna þess neitunarvald taldi þingið að hann væri aðalandstæðingur þeirra úr báðum flokkunum og var hann of illa liðinn af þeim.
Hann taldi að forsetinn ætti að nota neitunarvaldið ekki aðeins þá það bryti í bága við stjórnaskrána heldur líka þegar það kæmi sér illa fyrir þjóðina. Andrew Jacksson var endurkjörin 1833 þrátt fyrir andstöðu þingmanna því hann var vinsæll meðal almennings. Hann tók síðan alla peninganna úr bönkunum sem voru lagður niður um tíma og lét peningana dreifast um fylkin sem voru sérstaklega hliðholl sér. Vegna þessa lét þingið hann fá ámæli og margir töluðu um að koma honum frá. Hann hafði það vandamál á valdi sínu að hann var alltaf að breyta ráðherraliði og hafði lítil samráð með þeim.
Eftir tíma Andrew Jackson
- Flokkarnir voru mun skipulagðari en áður þekktist
- Fjölmiðlar fengu að komast að forsetanum í meira mæli.
- Hann rak hlutlausa embættismenn og vildu fá fylgismenn og flokksmenn í hans liði sem ennþá tíðkast.
- Hann bjó til nýja stöðu en það var „post master general“ en sá sem gegnir því hefur umsjón með stöðuveitingum forsetans.
- Hann kom á skipulögðum flokksþingi og gerði starf stjórnmálaflokka skipulagt
- Andrew Jackson var fyrsti forsetinn sem var kosinn af almenningi
- Jók á lýðræði fyrir almenning
Krossapróf
Heimildir
- The American Presidency, 1776-1998, eftir Sidney M. Wilkes
- Andrew Jackson [1]
Ítarefni
- Forsetar Bandaríkjanna
- Andrew Jackson grein á ensku Wikipedia