Afstæðiskenningin/Tíminn í þyngdarsviði

Eins atburðir virðast ekki aðeins taka mislangan tíma eftir innbyrðis hreyfingu þeirra viðmiðunarkerfa sem þeir gerast í, heldur einnig eftir því í hvaða þyngdarsviði þeir gerast.

Segjum að Ari sé í fjarlægðinni r frá massamiklum hlut, til dæmis svartholi með massann M.


Áður en lengra er haldið er gott að reikna út svokallaðan Schwarzschilds-radíus þessa massa.
Hann er sá radíus kúlu sem þarf að innihalda massann M til að svarthol myndist og fæst af jöfnunni ,
þar sem G er þyngdarhröðunarstuðullinn G = (6,6742 ± 0,0010)·10-11 N·m²/kg² og c er ljóshraðinn c = 2,998·108 m/s.


Nú mælir Ari að einhver ákveðinn atburður tekur tímann um borð í geimskipinu sínu.
Bjarna, sem er mjög langt í burtu og fylgist með Ara, sýnist þá sem þessi atburður taki tímann T, þar sem .


Hér er forvitnilegt að benda á að ef Ari nálgast Schwarzschilds-radíusinn óhugnanlega mikið, fæst og þar með verður T óskaplega langur tími: Bjarna mun þá sýnast sem atburðurinn verði óskaplega lengi að gerast. Ef Ari kemst alveg að Schwarzschilds-radíusinum (án þess að rifna í tætlur af sjávarfallakröftum áður) mun Bjarni geta séð kyrrstæða mynd af honum um alla eilífð.