Að velja sér bók
Höfundur: Freydís Aradóttir
Þetta kennsluefni er ætlað grunnskólanemum. Það er hugsað til þess að auðvelda þeim leit að bókum á bókasafni bæði til skemmtilestrar og verkefnavinnu.
Bækurnar á bókasafninu skiptast í fræðirit og skáldrit.
Fræðirit eru bækur sem veita okkur upplýsingar um eitthvert tiltekið efni Dæmi um efni: bíla, ballett, tölvur, hvali, sebrahesta
Dæmi um bækur: Alfræðiorðabókin, Dýrapar, Skák og mát, Ströndin í náttúru Íslands
Skáldrit eru bækur sem þar sem persónur og söguþráður eru skálduð af höfundinum.
Dæmi um bækur: Jón Oddur og Jón Bjarni, Beinagrind með gúmmíhanska, Harry Potter
Þegar bók er valin til skemmtilestrar eða sem lestrarbók er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga: Hvað finnst mér skemmtilegt? Draugasögur, ævintýri, sögur um dýr eða ástarsögur?
Hverju hef ég áhuga á? Íþróttum, dýrum, dularfullum fyrirbærum?
Passar bókin fyrir mig? Til þess að komast að því þarf að opna bókina og athuga: Hversu smátt er letrið? Er gott línubil? Hvað eru margar blaðsíður í bókinni? Er bókin of létt eða erfið?
Til að komast að efni bókarinnar er oft best að lesa aftan á kápu bókarinnar þar kemur yfirleitt fram hverjar eru aðalpersónurnar og lýsing á söguþræði bókarinnar.
Hvernig á að finna skáldsögur á bókasafninu? Skáldsögunum er raðað saman í hillur í stafrófsröð eftir nafni höfundar. Íslenskum bókum eftir skírnarnafni höfundar. Dæmi: Sigrún Eldjárn
Erlendum skáldsögum er raðað eftir eftirnafni höfundar. Dæmi: Christoper Paolini
Hvernig á að finna fræðirit á bókasafni?
Þá er gott að hafa eftirfarandi í huga: Hverju er ég að leita að? Bók um sérstakt efni, orðabók eða alfræðiriti Hvernig ætla ég að nota bókina? Til verkefnavinnu eða til skemmtunar
Á flestum bókasöfnum eru fræðirit flokkuð eftir kerfi sem heitir Dewey kerfi. Því er skipt niður í tíu aðalflokka eftir efni. Hver flokkur hefur ákveðið númer frá 000-999.
Hér koma aðalflokkar Deweykerfisins
Þegar maður hefur komist að því í hvaða flokki fræðibókin er er næsta skeref að finna rétan stað í bókahillunum.
Í bókahillunum eru allar bækurnar merktar með kjalmiðum. Á kjalmiðunum stendur hvar bókin á að vera. Á kjalmiða fræðirita stendur flokkstalan og fyrstu þrír stafirnir í nafni höfundar Á kjalmiða skáldrita eru fyrstu þrír stafirnir í nafni höfundar og fyrstu þrír stafirnir í nafni bókarinnar.
Dæmi um leit að bókum um ákveðið efni.
Dæmi um leit að fræðiriti