Hvað er YouTube

breyta

YouTube er vefsíða þar sem hægt er að deila, skoða og setja inn myndbönd. YouTube var stofnað árið 2005 og hefur átt miklum vinsældum að fagna frá upphafi. Allskonar myndbönd eru á YouTube, eins og t.d. músikmyndbönd, fyndin myndbrot, brot úr sjónvarpsþáttum, kennslumyndbönd og margt fleira.


Hvernig notar maður YouTube?

breyta

Sem óskráður notandi getur viðkomandi horft á flest myndbönd á YouTube. Til að setja inn myndbönd þarf að skrá sig sem notanda. Einföld leið er að nota Google Accounts eða skrá sig með hvaða öðru email sem er.


1. Skrá sig á YouTube (sign up)

2. Velja notandanafn

3. Staðfesta með því að skrifa það sem stendur í glugga.

4. Samþykkja Terms of Use


Þar með er hægt að byrja að setja inn myndbönd.


Að setja inn myndbönd

breyta

Á forsíðu eftir innskráningu er appelsínugulur takki ofarlega í hægra horni merktur Upload. Þar er hægt að velja um að sækja myndband af diski (Video file) eða taka upp myndband með webcam (Quick Capture).

Ef valið er Upload Video file þá kemur upp gluggi þar sem hægt er að leita í tölvunni af myndbandi og á meðan myndbandið hleðst inn er hægt að breyta titli á myndbandi, setja inn nánari lýsingu á því, velja hvaða flokki það tilheyrir og hvort það eigi að vera sýnilegt öllum eða prívat.

Ef valið er Upload Quick Capture þá athugar YouTube hvort webcam sé til staðar og biður um leyfi til að nálgast hana. Þegar webcam er tilbúið þá er ekkert eftir en að smella á ready to record og byrja. Eftir upptöku þá er hægt að skoða upptökuna með því að velja review og ef það er í lagi þá ýta á publish. Einnig er hægt að ýta á re-record ef myndbandið er ekki eins og það átti að verða.


Að eyða út myndböndum

breyta

Til að eyða út myndböndum sem sett hafa verið inn er valið account uppi í hægra horni og síðan my videos - uploaded videos. Þar er hægt að breyta eða eyða þeim myndböndum sem sett hafa verið inn.


Hvernig er hægt að nýta YouTube í námi og kennslu?

breyta

YouTube er einstaklega gott fyrir kennslu þar sem auðvelt er fyrir kennara að taka upp námsefni og setja það á vefinn og að sama skapi afar einfalt fyrir nemanda að nálgast efnið hvenær og hvaðan sem er. Nemandi þarf ekki að vera skráður notandi til að nálgast efnið. Fjölmargir Háskólar eru að nýta sér YouTube og hafa gert í dágóðan tíma eins og t.d. Massachusetts Institute of Technology, Stanford University og Yale University