Snagit

breyta

Snagit hugbúnaðurinn aðstoðar þig við að búa til og deila, skjámyndum fyrir kynningar, prentefni og fleira slíkt. Vinnuflæðið í hugbúnaðinum er einfalt og bíður uppá töku skjámynda, vistun, breytingar og deilingu hvenær sem er.


Flýtilyklar veita þann möguleika að nota hugbúnaðinn á þess að horfa á notendaviðmótið. Hægt er að breyta skipunum og lyklum í gegnum Snagit > Tools > Program Preferences > Hotkeys eða smella með hægri músarhnappi á Prófíl og velja skipunina Set Hotkey. Eftirfarandi eru nokkrar skipanir sem notaðar eru við skjámyndatöku í Snagit: Til þess að taka skjámynd þarf að smella á stóra rauða hnappinn eða nota flýtilykilinn sem er merktur á lyklaborðinu <Print Screen>.

  • Smellið og haldið til að velja svæði sem taka á mynd af.
  • Sveimið yfir gluggum til þess að velja þá eða til að velja svæði innan þeirra. Ef sveimað er yfir titillínu glugga er allur glugginn valinn.
  • Til að taka mynd af skrunandi glugga, smellið á appelsínugulu örina sem vísar í þá átt sem þú vilt skruna. Þetta getur verið lóðrétt, lárétt eða bæði.

Nú opnast þessi skjámynd sem þú tókst í Editornum, sem sjálfkrafa birtir myndina. Yfirlit yfir Editorinn

Editorinn er notaður til þess að bæta við texta, talbólum, brúnum, borðum og fleira.

Fliparnir
breyta

Fliparnir eru notaðir til þess að velja milli mismunandi hópa af skipunum. Þeir hópar eru Draw, Image, Hotspot, Tags, View og Send. Nánar um flipana neðar.

Verkfærin
breyta

Verkfærin breytast eftir því hvaða flipi er valinn.

Skjámynd
breyta

Hér birtist skjámyndin sem verið er að vinna með í augnablikinu.

Leita og merkja
breyta

Í þessum glugga er hægt að skoða alla skjámyndatökur sem teknar hafa verið. Hér er hægt að leita að ákveðnum myndum og hópa þær saman með merkingum.


Fliparnir

Í draw flipanum eru teikni- og áherslutólin. Eftir að búið er að velja teiknitól, er valið úr Style skipanasafninu eða notað Outline, Fill eða Effects til þess að búa til eigið útlit á þá grafík sem verið er að búa til hverju sinni. Hér eru líka nokkrar aðrar skipanir eins og Copy, Cut og Paste.

Image flipinn er valinn þegar vinna á með myndina sem heild frekar en einstaka hluta hennar. Hér eru skipanir eins og Crop, Trim og Resize í Canvas skipanasafninu, Border, Effects og Edges eru í Image skipanasafninu og í Modify safninu eru skipanir sem til dæmis breyta litum og lýsingu.

Hotspots
breyta

Hotspot flipinn inniheldur skipanir sem eru notaðar þegar búa þarf til tengla á vefsíður. Ef nota á þennan möguleika verður að vista myndina í formati sem inniheldur slíka möguleika eins og SWF.


Hér er möguleiki að merkja skjámyndirnar með svokölluðum tögum. Þessi tög eru lykilorð sem notuð eru þegar þarf að leita að myndum í stórum söfnum mynda. Þessu fylgja einnig ýmsar tæknilegar upplýsingar s.s. dagsetning, höfundur ofl.

Hér leynast þær skipanir sem notaðar eru til að skoða myndirnar á ýmsan máta. Hér eru einnig tenglar á hjálparsíður framleiðanda forritsins.

Send flipinn inniheldur skipanir sem gera kleift að senda myndirnar beint í ýmis forrit svo sem Microsoft Exel, Word, Powerpoint og fleira. Einnig er hér skipun til að senda myndirnar á screencast.com vefinn.

Eftir að búið er að klippa myndina, setja á hana áherslumerki, texta og það sem þarf, er hún vistuð.