Að nota Skitch(MacOsX)

Skitch(MacOs X) breyta

Skitch er Skjámyndsgrípari fyrir MacOs X stýrikerfi ekki ósvipað SnagIt fyrir Windows stýrikerfi. Einnig nýtir hann myndavél tölvurnar ef hún er til staðar. Skitch er gefið út af hugbúnaðafyrirtækinu Skitch Inc

Skitch gerir þér kleift að grípa skjámyndir, eða hluta af skjá, sýsla með myndir sem teknar eru með forritinu, vista þær á tölvur og deila þeim um leið út á internetið.

Þegar myndum er deilt út á internetið gefst öðrum kostur á tjá sig um myndirnar, því hver mynd fær sína vefsíðu innan þíns heimasvæðis sem fylgir með forritinu, ekki ósvipað og er með Flickr. Einnig er möguleiki að fá slóð myndarnir uppgefna án vefsíðunar og er þá hægt nota skitch sem myndasafn á vefsíðum til dæmis eða til senda hreina mynd til vina og vandamanna. Líka er mögulegt að senda myndir beint á Flickr eða MobileMe aðganginn sinn

Sýsl breyta

Eins og nefnt var hér áður er hægt að sýsla með myndirnar, er þá átt við minnka þær og stækka(Resize-möguleiki er bara í Plus útgáfu) bæta við texta, táknum og jafnvel teikna inná myndirnar. Hægt er að vista myndirnar í mismunadi skráargerðum(jpg, png í hefðbundini útgáfu, pdf, gif, bmp, svg, og tif í Plus útgáfu). Fyrir alla notendur er líka til skrárgerð sem heitir .skitch, hún gerir notanda kleift að senda myndir á milli annara skitch notenda.

Gott er til dæmis að nota þessa eiginleika til að búa til leiðbeiningar fyrir notendur, eins og bæta við örvum eða undirstrikum til að frekari útskýringar.

Skitch er líka einfalt teikniforrit sem gefur þér kost að gera léttar teikningar með mús eða teikniborði, eftir að mynd er teiknuð er hægt að deila henni áfram eins og með aðrar myndir sem teknar eru með forritinu.

Allar helstu aðgerðir er hægt að framkvæma með flýtilyklum.

Vefsíðan breyta

Á vefsíðunni sem fylgir forritinu er hægt að stunda flokkun á myndum, skoða sögu notendans, eyða út myndum og deila myndum áfram í gegnum samfélagssíður eins og Facebook og Twitter.

Plus-Útgáfan breyta

Plus útgáfan sem kostar 19.99$ ári gefur notandanum aukna möguleika. Eins og að minnka myndir og stækka, Vatnsmerkja(Watermark) þær, vista á fleirri skjalargerðum, fleirri leturgerðir, endalaus sett, fleirri myndir á vinnuborðið(dashboard) þitt og SSL-dulkóðun.

Kostir og gallar breyta

Helstu gallar sem eru í forritinu eru sneiddir af í Plus-útgáfunni. Ber þá helst að nefna möguleikan við að eftir að mynd er deilt, þá þarf að opna hana á heimasvæði notanda og fá hlekkin á myndina, í Plus-útgáfunni kemur hlekkurinn strax fram í forritinu og því óþarft að fara á vefsíðuna og ná í hlekkinn þar. Ekki er hægt að minnka eða stækka myndir í venjulegri útgáfur enn það er hægt í Plus-útgáfu.

Kostir eru þeir að auðvelt er búa til útskýringarefni með þessu forriti, eins og með því að bæta texta inná myndir, undirstrik og lita þau svæði sem verið er leggja áherslu á í útskýringar efni sem búið er til hverju sinni.

Myndbönd breyta

Á heimasíðu Skitch er hægt að sjá nokkur myndbönd sem sýna fram á eiginleika og notkun forritisins.

Kynning á forritinu - "Camera for the Internet"

Lærðu á forritið á 60 sekundum - "Skitch in 60 seconds"

Skitch öryggisstillingar - "Skitch Privacy Video"

Teiknað með Skitch - "Drawing with Skitch"

Heimildir breyta

Heimasíða Skitch - https://skitch.com/features - 21 jan 2011