Hvað er Picnik?

breyta

Picnik er myndvinnsluforrit til nota við að laga og breyta ljósmyndum. Forritið er frítt og er hægt að nálgast hér. Forritið er veflægt og ekki nauðsynlegt að hlaða biðlara (client) niður á vél þess sem ætlar að nota það.

Hægt er að kaupa sér viðbót við ókeypis hluta forritsins, Picnik Premium.

Fyrir hverja er Picnik?

breyta

Picnik er afar einfalt í notkun og krefst engar sérþekkingar á myndvinnslu. Forritið er því fyrir alla sem vilja breyta myndum sem teknar eru á stafrænar myndavélar eða aðrar myndir sem skannaðar hafa verið yfir á stafrænt form.

Forritið gerir einnig engar kröfur til tölvubúnaðar, það eina sem þarf er netsamband og vafri. Tegund vafrans skiptir ekki máli.

Hvernig nota ég Picnik?

breyta

Í upphafi þarf að velja myndina sem þarfnast úrvinnslu. Þegar myndin hefur verið valin er valið Upload a photo á forsíðu Picnik

 

Þá opnast gluggi (vafri) þaðan sem hægt er að sækja myndina sem vinna á með. Myndin er valin með músarklikki. Þegar myndin hefur verið valin er komið í myndvinnsluham forritsins, þar birtist valstika sem lítur svona út:

 

Í myndvinnsluhamnum er hægt að

 • Velta myndinni (Rotate)
 • Breyta myndfleti (Crop)
 • Breyta stærð (Resize)
 • Breyta birtustigi (Exposure)
 • Breyta litasamsetningu (Colors)
 • Breyta skerpu (Sharpen)
 • Fjarlægja rauð augu (Red-Eye)

Einnig er hægt að velja sjálfvirka yfirferð á myndinni með því að velja "Auto-Fix".

Ef gerð eru mistök á einhverju stigi myndvinnslunnar er alltaf hægt að taka síðustu aðgerðir til baka, og ennfremur að færa til fyrra horfs (Undo/Redo).

Hvað er hægt að gera?

breyta
 • Velta myndinni (Rotate).

Þegar velta á mynd er valið Rotate í valstikunni. Þá birtist ný valstika:

 

Hægt er að snúa myndum 90° í báðar áttir (Left/Right). Einnig er hægt að snúa myndum "uppá rönguna" með því að velja Flip, og að snúa myndinni allt að 45° til hvorrar hliðar (Straighten).


 • Breyta myndfleti.

Þegar breyta á myndfleti er valið Crop á valsktikunni. Þá birtist ný valstika:

 

Auðvelt er að greina og breyta myndfleti myndarinnar með músinni. Einnig er hægt að velja fyrirfram skilgreinda myndfleti í flettistikunni (þar sem stendur No constraints). Meðal þess sem hægt er að velja er stærð sem hentar m.a. Twitter, Flickr, MySpace, Google Talk o.fl.


 • Breyta stærð.

Þegar breyta á stærð myndar er valið Resize á valsktikunni. Þá birtist ný valstika:

 

Til hægðarauka er hægt að endurstilla stærð útfrá prósentum.


 • Breyta birtustigi.

Breyting á birtustigi myndar er möguleg með því að velja Exposure á valsktikunni. Þá birtist ný valstika:

 

Hægt er að láta forritið sjálft um að breyta birtustigi myndar með því að velja Auto-Fix. Annars er hægt að stilla birtustig eftir eigin geðþótta með Exposure og Contrast, en einnig er hægt að bæta við þessum valmöguleikum með því að velja Advanced:

 

Aðrir möguleikar eru að breyta litasamsetningu mynda, skerpu og að fjarlægja rauð augu, bæði fólks og gæludýra.

Hvernig nýtist Picnik í kennslu?

breyta

Picnik nýtist bæði nemendum og kennurum við myndvinnslu, til dæmis notaði sú er þetta ritar forritið við að gera myndirnar hér að ofan! Oft þarf að breyta stærð mynda sem teknar eru af netinu til að þær passi þar sem á að nota þær, s.s. í ritgerðir eða glærukynningar. Hentugt er að nota picnik.com til að breyta stærð, breyta lit á rauðum augum eða velta myndum.

Heimild: picnik.com