Hvað er Hangouts? breyta

Hangouts er samskiptamiðill frá Google sem hægt er að nota til þess að senda skilaboð, sms, myndsímtöl og venjuleg símtöl milli margra notanda í einu.

Uppsetning breyta

Tölva breyta

Til þess að nota Hangouts í Tölvunni þinni þarf að fara inná síðuna https://hangouts.google.com/ og skrá sig þar inn á google reikninginn sinn ef notandi er skráður hjá google, annars þarf notandinn að búa til nýjan google aðgang og skrá sig síðan inn.

Snjallsími/spjaldtölva breyta

Til þess að nota Hangouts í síma eða spjaldtölvu þarf notandi að opna App store ef notandi er að nota Apple tæki eða Play store ef notandi er að nota Android tæki, leita þar inni að "Hangouts" og smella á hlaða niður.

Notkun breyta

Tölva breyta

þegar að notandi er búinn að skrá sig inn á https://hangouts.google.com/ þá fær hann valglugga um alla vini skráða á Hangouts, ef smellt er á vin opnast spjallgluggi um leið. Einnig eru þrír valmöguleikar þar sem hægt er að velja um myndsímtal, símtal eða spjallþráð, ef smellt er á einhvað af þeim opnast nýr gluggi með valkostinum og hægt er að bjóða hverjum sem er að taka þátt í myndsímtalinu, símtalinu eða spjallinu.

Sími breyta

þegar að notandi er búinn að sækja forritið og opnar það þá birtist listi um alla vini skráða á hangouts og ef smellt er á einn af þeim opnast spjallgluggi um leið. Einnig er plús niðri í hægra horni þar sem hægt er að stofna nýtt samtal eða myndsímtal og síðan boðið hverjum sem er að taka þátt í því.

Fyrir Nemendur: breyta

Nemendur geta spjalla saman við samnemendur og hópmeðlimi í hópverkefnum og unnið saman í gegnum netið og sýnt samnemendum hvað er á þeirra tölvuskjá.

Fyrir kennara: breyta

Kennarar geta talað við nemendur í gegnum forritið, og einnig geta þeir tekið upp eða streymað beinni útsendingu af fyrirlestrum í gegnum forritið og síðan birt þá á Youtube.