Að nota Froggipedia

Inngangur breyta

Froggipedia er frítt smáforrit (e.app) fyrir Apple Ipad eða Iphone sem hægt er að nálgast í App Store. Í appinu er notast við viðbættan veruleika (e. augmented reality), hér eftir kallað AR, til þess að skoða og kryfja froska.

Notkun breyta

Notendur geta skoðað ýmislegt tengt froskum. Hægt er að skoða þroskaferlið frá frjóvguðu eggi þangað til hann breytist í fullþroskaðann frosk, allt líffærakerfið frosksins og síðan er hægt að kryfja hann.

Þroskaferli breyta

Hægt er að velja á millri allra stiga frosksins og sjá hvernig hann breytist.

Líffærafræði breyta

Froskurinn er sýndur með AR tækni. Til þess að nota AR þarf að finna flatan flöt. Best er að hafa flötin nálægt og í þægilegri hæð. Síðan birtist froskurinn á fletinum fyrir framan.

Hægt er að skoða allt líffærakerfi frosksins og því er skipt í eftirfarandi flokka:

  • Venjulegur
  • Vöðvakerfi
  • Beinagrind
  • Taugakerfið
  • Þvagfærakerfi
  • Öndunarfæri
  • Æðakerfi
  • Meltingarfæri

Með því að færa sig nær froskinum er hægt að fá heitin á öllum sýnilegum líffærum. Froskurinn er “lifandi” svo öll líffæri eru að hreyfast líkt og í alvöru froski.

Kryfjun breyta

Ferlið er allt með leiðbeiningum og notandi er beðinn um ákveðin skref.

  1. Festa froskinn
  2. Merkja skurðlínu
  3. Skera upp
  4. Fletta skinninu frá
  5. Klippa vöðvalagið
  6. Fletta voðalagi frá
  7. Festa skinnið og vöðalagið

Þá er froskurinn opinn og tilbúinn til kryfjunar. Síðan spyr kerfið um t.d “Stærsta meltingarfærið” og þá þarf notandi að finna það og setja í bakka. Þetta heldur svo áfram þar til öll líffæri hafa verið fjarlægð.

Notkun við kennslu breyta

Með notkun Froggipedia er hægt að gera líffæra- og náttúrufræði skemmtilegri og tæknivæða kennsluna. Nemendur fá tækifæri á að skoða allt sem viðkemur líkama froska. Það sem Froggipedia hefur framfyrir hefbundna kennslu er að nemendur fá að sjá hvernig líkaminn virkar og hvaða líffæri gera hvað með því að skoða froskinn "lifandi".

Hægt er að leiða nemendur í gegnum ferlið, eða gefa hverjum og einum tækifæri á að skoða og sjálflæra. Fyrir eldri nemendur er hægt að fara í kryfjun, sem er góður undirbúningur fyrir hefbundna kryfjun í grunnskólum.

Það er nauðsynlegt að vera með spjaldtölvur frá Apple og hún verður að styðja AR tækni.


Ásdís Erna Guðmundsdóttir