Að nota Delicious bookmark

Inngangur

Delicious Bookmarks „add-on“ er í raun viðbót við það sem kallað er „Favorites“ í Internet Explorer vafranum. Forritið gerir mögulegt að geyma slóðir, flokka þær og stjórna þeim og síðan nálgast þær hvar sem er og á hvaða tölvu sem er, þ.e. þær verða ekki bundnar við eigin tölvu eins og gerist þegar slóð er geymd í „Favorits“. Það er oft sem maður rekst á slóð á Netinu og langar að geyma hana til að lesa síðar eða maður er í heimildaleit og er að safna upplýsingum og þarf að vafra á netinu, safna slóðum eða réttara sagt upplýsingum. Þá er gott að hafa verkfæri sem hjálpar manni að flokka og vinna úr þeim upplýsingum sem maður hefur fundið á Netinu og forritið Delicious Bookmarks er tilvalið til þess.

Innskráning

Fyrst þarf að skrá sig á vefsíðu Delicious social bookmarking [1]með því að smella á takka efst hægra megin þar sem stendur „Join Now“. Fyrsta skrefið við innskráningu er að setja inn nafn, tölvupóstfang, notendanafn og aðgangsorð og slíkt eins og algengt er. [2] Annað skrefið er að velja að á vafranum bætist við tækjastika fyrir Delicious. Möguleiki er að sleppa því. Þriðja skrefið er að velja hvort þær slóðir sem þegar eru undir „Favorits“ í vafranum eigi að lesa inn eða ekki. Einnig er möguleiki að sleppa því. Þegar þessu er lokið þá koma skilaboð um að skráning hafi tekist. Vinstra megin birtist yfirlit yfir þær slóðir sem komnar eru inn og eru þær sjálfkrafa settar undir "Tag"'ið "Bookmarks", þ.e. ef valið var að lesa þær inn.

Notkun

Byrja þarf á því að búa til ný "Tag"'s til að geta flokkað slóðirnar. Kominn er tengill á tækjastiku vafrans, (þ.e. ef það var valið við uppsetningu) og er þá auðvelt að bæta við slóðum og á þann stað sem hentar um leið og vafrað er. Þetta auðveldar að finna aftur þær slóðir sem vinna skal með.

Notkun í námi og kennslu

Þegar t.d. er verið að afla heimilda á netinu er gott að geta vafrað um og náð í þær upplýsingar sem mann langar að skoða betur varðandi það verkefni sem maður er að vinna með. Síðan hefur maður greiðan aðgang að þeim upplýsingum þegar tekið er næsta skref að vinsa úr þær upplýsingar sem bestar eru til að nota í þau verkefni eða ritgerðir sem verið er að vinna með. Við kennslu er einnig hægt að nota þetta á sama hátt að vinnan verður markvissari, kennari vill ná í upplýsingar á netinu og getur flokkað þær niður og síðan eru slóðirnar aðgengilegar í tíma ef kennari vill t.d. fara beint inn á slóðirnar.

Niðurstaða

Hægt er að vinna skipulega við upplýsingaleit:

1.Vafra um og finna upplýsingar.

2.Vinsa úr það sem nota skal og fjarlægja hitt.

3.Vinna síðan verkefnið.


Gangi ykkur vel!

Hrönn Þormóðsdóttir