Þjóðtákn
Þessi wikibók er hugsuð sem ýtarefni fyrir námsefnið Komdu og skoðaðu, sem er námsefni ætlað yngsta stigi grunnskóla.
Þjóðartákn
Fáni
Íslenski þjóðfáninn er blár með hvítum og rauðum krossi. Bláu reitirnir við fánastöngina eru ferningar. Hinir bláu reitirnir eru jafnbreiðir ferningunum en tvisvar sinnu lengri. Hvíti krossinn á að vera í miðju rauða krossins. Litir fánans eru „heiðblár“ sem táknar fjallablámann, „eldrauður“ sem táknar eld og „mjallhvítur“ sem táknar ís. Fáni forseta Íslands er hinn íslenski ríkisfáni (tjúgufáni). Á miðjum krossinum er skjaldarmerki Íslands og skjaldberar á hvítum ferhyrningi.
Skjaldarmerki
Íslenska skjaldarmerkið er silfurlitaður kross á bláum grunni. Í miðjum krossinum er annar eldrauður kross. Skjöldurinn stendur á hellu úr stuðlabergi. Fjórar landvættir bera skjöldinn, eru skjaldberar. Hægra megin við skjöldinn er griðungur en vinstra megin við hann er bergrisi. Fyrir ofan griðunginn er gammur, en fyrir ofan bergrisann er dreki.
Þjóðsöngur
Íslenski þjóðsöngurinn heitir Lofsöngur. Lagið er eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson en textinn er eftir Matthías Jochumsson. Hann var saminn fyrir hátíðarhöld sem fram fóru í tilefni af 1000 ára byggð á Íslandi.
Hópverkefni
Veljið eitt af eftirtöldum verkefnum:
Teiknið mynd af íslenska fánanum og reynið að hafa bláu reitina í réttum hlutföllum.
Búið til ykkar eigið skjaladarmerki eða reynið að teikna íslenska skjaldarmerkið.
Smellið á orðið lofsöngur í textanum um þjóðsönginn og hlustið. Finnið síðan textann og æfið ykkur að syngja þjóðsönginn.
Heimildir
Vefsíða forsætisráðuneytisins um íslenska fánann, skjaldarmerkið og þjóðsönginn
Tenglar