Þekkja þyngdarlögmálið og vita að þyngdarkraftur verkar á milli allra hluta
Lögmál um hreyfingu
breyta- Isaac Newton kom fram með hin þrjú lögmál um hreyfingu og svo hið fjórða þyngdarlögmálið.
Fyrsta lögmál Newtons
breyta- Tregðulögmáið
- Felur í sér að ef hlutur er kyrrstæður leitast hann við að halda kyrrstöðu sinni og ef hann er á hreyfingu leitast hann við að halda hreyfingu sinni með óbreyttum hraða nema til komi áhrif utanaðkomandi krafts. (dæmi hreyfing okkar í bíl)
- Stöðugur hraði merkir að færsla hutarins sé ,,ávallt í sömu stefnu" og samkvæmt tregðulögmálinu leitast hlutur við að sporna gegn breytingu á stefnu sinni.
Annað lögmál Newtons
breyta- Skýrir tengsl krafts, massa og hröðunar og felur í sér að kraftur sem verkar á hlut jafngildir margfeldi af massa hans og hröðun. Kraftur = massi\*hröðun. dæmi: þarft að slá fastar í keilukúlu en tennisbolta til að þeir fari jafn hratt.
Þriðja lögmál Newtons
breyta- Felur í sér að í hverjum verknaði megi ávallt finna bæði átak og gagntak. M.ö.o þegar hlutur verkar með krafti á annan hlut verkar seinni hluturinn með jafn stórum en gagnstæðum mótkrafti á hinn fyrri.( dæmi þegar þú gengur á stömu sólfi v/nýbónuðu)
Lögmálin þrjú:
breyta- Fyrsta skýrir hvernig hlutur hegðar sér ef enginn utanaðkomandi kraftur verkar á hann.
- Annað skýrir hvernig hlutur hegðar sér ef kraftur verkar á hann.
- Þriðja skýrir áhrif hlutar sem verkar með krafti á annan hlut.
Skriðþungi
breyta- Allir hlutir sem hreyfast hafa skriðþunga. Skriðþungi jafngildir massa hlutar sinnum hraða hans
- Skriðþungi = massi \* hraði
Þyngd og hreyfing
breytaFallandi hlutir
breyta- Allir fallandi hlutir hafa sömu hröðun.
- Hlutur sem fellur nálægt yfirborði jarðar hefur hröðunina 9,8m/sek2. Það merkir að á hverri sekúndu sem hluturinn fellur eykst hraði hans um 9,8 m/sek.
- Ekki falla samt allir hlutir með þessari hröðun vegna loftmótsstöðu.
- Loftmótsstaða verkar sterkast á flata og létta hluti. Allir hlutir verða fyrir einhverri loftmótsstöðu.
- Af því leiðir að sérhver hlutur sem fellur úr lofti nær ákveðnum hámarkshraða sem kallast lokahraði. Þegar honum er náð fellur hluturinn með stöðugum hraða og hröðunin verður engin.
Þyngdarkrafur
breyta- Er aðdráttarkraftur.
- Hann verkar milli jarðar og allra hluta á jörðu. Hann verkar jafnframt millri allra hluta alheimsins.
Þyngdarlögmál Newtons
breyta- Newton hélt því fram að hlutur félli með hröðun vegna aðdráttarkrafts sem verkar milli hlutarins og jarðar - fall hans má með öðrum orðum rekja til þyngdarkraftsins.
- Lögmálið felur í sér að milli tveggja hluta ríki þyngdarkraftur. Stærð kraftsins er komin undir tveimur þáttum: massa hlutanna tveggja og fjarlægðinni milli þeirra.
Heimildir
breytaKraftur og hreyfing, kaflar 66-75. Hálfdan Ó. Hálfdanarson þýddi og staðfærði. fl. 1998, Námsgagnastofnun.