Öskupoki
Hefðirnar breytast í áranna rás. Hér á árum að áður var vinsælt að sauma sér öskupoka og nota hann á öskudaginn. Ekki er víst að þeir sem eru fæddir eftir síðustu aldamót kannist við þetta fyrirbæri. Hér koma fróðleiksmolar um þessa aldagömlu hefð sem nú virðist hafa gufað upp og við hafa tekið nýjar og ólíkar hefðir.
Hvað er öskupoki
breytaÖskupoki er lítill poki sem saumaður var úr efnisbútum, oft litríkum. Hér áður fyrr voru öskupokarnir oftast skreyttir og þá gjarnan með hjörtum. Settur var spotti á pokann, hann fylltur af ösku og svo var lítil næla eða títuprjónn settur á spottann og hengt á fólk á öskudaginn. Mikilvægt var að fólk tæki ekki eftir því að pokinn væri hengdur á það og börn skemmtu sér við þetta á öskudaginn. Hér er hægt að lesa um það hvers vegna öskudagurinn er haldinn hátiðlegur [1]
Í hvaða tilgangi var hann notaður
breytaLíklega hefur þessi siður verið mest til gamans gerður. Vitað er að þetta hafi tíðkast frá miðri 18.öld. Sums staðar var hefðin sú að konur hengdu öskupoka á karlmenn en karlmenn hengdu poka með steinum á konur. Seinna voru það aðallega börn sem tóku þátt í þessu og þá voru pokarnir tómir eða jafnvel með sælgæti eða miðum.[2]
Hvers vegna var notaður öskupoki?
breytaLíklegt er talið að rekja megi þennan sið til kaþólskunnar, þar var kraftur öskunnar talin mikill og magnaður, sérstaklega ef hún var blönduð heilögu vatni. Hefð var fyrir því að dreifa ösku á höfuð fólks sem iðrunarmerki við upphaf lönguföstu [3]
Eru öskupokar séríslenskir?
breytaÞað að hengja öskupoka á fólk telst séríslenskur siður sem varð vinsæll fyrir um 150 árum síðan. Eina heimildin sem finnst um öskupoka annars staðar er frá Danmörku. Sú heimild segir frá því að menn hafi verið að slá hvorn annan með öskupoka en ekki hengja á hvern annan.[4] Þessi siður lagðist nánast alveg af í kringum síðustu aldamót en sumir skólar hafa samt kynnt hann fyrir nemendum og leyft þeim að sauma öskupoka fyrir öskudaginn.
Hvernig er öskupoki búinn til?
breytaEn skyldi það vera flókið að búa til öskupoka? Hér er að finna einfalda skýringarmynd með lýsingum á því hvernig er hægt að útbúa öskupoka á einfaldan hátt. Hér er einnig að finna stutt myndbandum gerð öskupoka. Myndbandið var gert í samvinnu Minjasafns Austurlands, Bókasafns Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbs austurlands.
Ítarefni
breytahttps://www.youtube.com/watch?v=37mumlCeqUQ
https://vefsafn.is/is/20100815170208/http:/www.namsgagnastofnun.is/dagsins/oskupoki.pdf
https://www.landakotsskoli.is/index.php/1008-oeskudagur-og-oeskupokar
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/782290/
Upplýsingar um öskudaginn fyrir enskumælandi fólk: https://www.icelandreview.com/news/ash-wednesday-today/
https://sarpur.is/Syning.aspx?ID=789
Úr barnablaði morgunblaðsins: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1130228/